Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.04.2006, Page 6

Víkurfréttir - 12.04.2006, Page 6
Ársreikningur Reykjanesbæjar: Gatnagerðar- gjöld renni til hafnarinnar Vegna tap rekstr ar Reykjaneshafnar hefur komið fram sú tillaga um að gatnagerðar- og fast- eignagjöld af hafnarsvæðum í landi Reykjanesbæjar renni til hafnarinnar. Garðar Vilhjálms- son (D), bæjarfulltrúi og nefnd- armaður í Atvinnu- og hafnar- ráði, lagði fram þessa tillögu á bæjarstjórnarfundi núna í vikunni en áður hafði bókun sama efnis komið fram á fundi hjá fulltrúa Samfylkingarinnar í Atvinnu- og hafnarráði. Með þessu væri hægt að auka tekjur hafnarinnar umtalsvert en rekstrartap hennar á síðasta ári nam tæpum 196 milljónum. I tillögu Garðars segir að Reykjaneshöfn hafi lagt í mik- inn kostnað við endurbyggingu hafnarsvæðaíReykjanesbæ. Fjár- magnsliðir séu af þessum sökum þungir á höfninni og brýnt að þær tekjur sem skapist vegna hafnsækinnar starfsemi nýtist höfninni fyrst og fremst. Ásókn í lóðir á hafnarsvæðinu í Helgu- vík hafi aukist að undanförnu og líkur séu á að umtalsverðar tekjur geti skapast af þeim, segir í tillögunni. Því sé lagt til að bæjarstjórn samþykki að gatna- gerðargjöld og fasteignagjöld af skilgreindum hafnarsvæðum í landi Reykjanesbæjar, renni til Reykjaneshafnar sem framlag frá og með síðustu áramótum. Þrátt fyrir að efni tillögunnar fengi góðan hljómgrunn í bæj- arsjórn var samþykkt að vísa henni til umfjöllunnar í bæjar- ráði, þar sem fulltrúar minni- hlutans töldu eðlilegra að hún færi þá leið. HVARERTÞUAÐ AUGLÝSA? AUGLÝSINGASÍMINN ER 4210000 BATIEDA BINDING? Nokkrar umræður urðu um ársreikning Reykja- nesbæjar fyrir síðasta ár þegar hann kom til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi í gær. Góður árangur hefur náðst í rekstri bæjarins á und- anförnum misserum og segir minnhlutinn það nýlundu að sjá jákvæða niðurstöðu í rekstrarreikningi á þessu kjör- tímabili. Það sé hins vegar engin nýlunda að sjá að rekst- urinn standi ekki undir sér. í bókun meirihlutans kemur fram að reksturinn hafi skilað 384 milljón króna afgangi á síð- asta ári, sem er talsvert betri árangur en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þar af skili rekstur bæjar- sjóðs tæplega 90 milljón króna afgangi. Fulltrúar minnihlutans benda hins vegar á að rekstur- inn sýni neikvæða niðurstöðu upp á 174 milljónir þrátt fyrir auknar tekjur og að bæjarsjóður sé rígbundinn í bak og fyrir, eins og segir í bókun. Sitt sýnist því hverjum þegar rýnt er í árs- reikninginn. Bæði meiri- og minnihluti lögðu fram bókanir á fundinum og er bókun meirihlutans á þessa leið: Hröð uppbygging skilar hagnaði „Rekstur Reykjanesbæjar skilar rúmlega 384 milljón króna af- gangi vegna ársins 2005 og er það umtalsvert betri árangur en áætlanir ársins gerðu ráð fyrir. Þar af skilar rekstur bæjarsjóðs tæplega 90 milljón króna af- gangi. Sú hraða uppbygging sem átt hefur sér stað í Reykjanesbæ hefur leitt til þess að íbúafjölgun hefur orðið örari og tekjur sveit- arfélagsins hafa vaxið hraðar en áður hafði verið reiknað með. Auknar tekjur - sömu álögur Helsta ástæða fyrir þeim góða árangri í rekstri sveitarfélagsins eru auknar skatttekjur. Skatt- tekjur aukast um 11% á milli ára og heildartekjur sveitarfé- lagsins um 19%. Á sama tíma aukast rekstrargjöld um 5%. Auknar tekjur sveitarfélagsins eru ekki tilkomnar vegna hærri skattlagningar en meirihluti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur tryggt lægra útsvar í Reykjanesbæ en í flestum öðrum sveitarfélögum sem við berum okkur saman við þrátt fyrir að minnihluti Sam- fýlkingar og Framsóknar í bæjar- stjórn Reykjanesbæjar hafi hvatt til hækkunar skatta við gerð fjár- hagsáætlunar ársins 2005. Tekjur af fasteignum hækka um 40 milljónir á milli áranna 2004 og 2005 og munar þar mestu um þá fjölgun sem varð á íbúð- arhúsnæði í Reykjanesbæ á tíma- bilinu. Ánægjulegt er að benda á könnun ASI um fasteignagjöld í 8 stærstu sveitarfélögum lands- ins en þar kemur fram að íbúar Reykjanesbæjar greiða lægstu fasteignagjöldin af eigum sínum í þeim sveitarfélögum sem borin eru saman. Sterk eignarstaða Þvert á stöðugan áróður ým- issa bæjarfulltrúa minnihlutans og stuðningsmanna þeirra um að Reykjanesbær hafi selt allar eignir sínar hefur eiginfjárhlut- fall Reykjanesbæjar hækkað á þessu kjörtímabili. Eiginfjárhlut- fall bæjarsjóðs er nú rúmlega 42% og hefur hækkað um rúm 2% frá árslokum 2002 og eigin- fjárhlutfall samstæðunnar er nú 29% og hefur einnig hækkað um 2% á þessu kjörtímabili. 1 krónum talið hafa eignir Reykja- nesbæjar umfram skuldir vaxið um 424 milljónir á því kjörtíma- bili sem nú er að líða. Áfram Reykjanesbær! Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins munu áfram leggja ríka áherslu á sókn og uppbyggingu sveitarfélagsins í þeim tilgangi að fjölga íbúum og bæta sam- félagið. Um leið verður þess ávallt gætt að vel sé farið með fjármuni bæjarbúa. Standa þarf vörð um sterka stöðu Reykjanes- bæjar í Hitaveitu Suðurnesja hf. og Fasteign hf. sem bæði hafa skilað afburða árangri í rekstri á síðustu árum. Góð afkoma Reykjanesbæjar 2005 er staðfesting á því að stefna meirihluta bæjarstjórnar hefur skilað árangri“. Bókunminnihlutansersvohljóð- andi: Bæjarsjóður Reykjanes- bæjar - rígbundinn í bak og fyrir „Ársreikningur Reykjanesbæjar vekur athygli fyrir margra hluta sakir. Það er nýlunda á þessu kjörtímabili að sjá jákvæða nið- urstöðutölu í rekstrarreikningi. Það er hins vegar engin nýlunda að sjá að reksturinn stendur ekki undir sér. Neikvæð niðurstaða er af rekstri upp á 174 milljónir króna þrátt fyrir að skatttekjur vaxi um rúm 10%, framlag úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga um 22% og þjónustutekjur um 30%. Þá má einnig nefna tekjur af sölu fasteigna upp á tæpar 45 milljónir króna. Jákvæð nið- urstaða er síðan fengin vegna hagstæðra fjármagnsliða. Það hlýtur að vera áhyggjuefni að sveitarfélag sem stöðugt eykur skuldbindingar sínar í formi húsaleigugreiðslna skuli vera rekið með halla ár eftir ár. Bæjarstjóri lýsir ánægju sinni með niðurstöðu ársreiknings á heimasíðu Reykjanesbæjar en getur þess ekki þar, að þær framkvæmdir sem sjálfstæðis- menn hafa staðið fyrir allt þetta kjörtímabil og tala svo mikið um, hafa verið fjármagnaður með sölu eigna. Á sama tíma og önnur sveitarfélög eru að leggja fram ársreikninga sem sýna hagnað af rekstri, hreykja sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ sér af loftbólum“. Q Reykjanesbær: Framlag til menningarmála eykst Framlag Reykjanesbæjar til menningarmála hefur aukist úr rúmlega 55 milljónum króna árið 2000 í rúmlega 115 milljónir króna 2005 á undanförnum fimm árum. Vefur Reykjanesbæjar greinir frá. Þetta kemur fram á vef Reykja- nesbæjar og er þar vitnað í rit- gerð Svanhildar Eiríksdóttur nema í opinberri stjórnsýslu þar sem hún tekur saman menning- aruppbyggingu í Reykjanesbæ í ljósi verkefnaskrár menningar- mála í framtíðarsýn Reykjanes- bæjar 2002 - 2006. Aukning á framlagi til menning- armála er metin með hliðsjón af íjárhagsáætlun Reykjanesbæjar. Svanhildur segir ráðningu menningarfulltrúa árið 2000 hafa gert stefnu og uppbygg- ingu í menningarmálum mark- vissari, en undanfarin 4 ár hefur árlega verið opnað nýtt menn- ingarrými í Reykjanesbæ sem hefur skapað mörgum menning- arhópum tækifæri. Uppbygging menningarmála hefur ekki síður skipt máli fyrir ímynd Reykja- nesbæjar, því „með því að gefa menningunni aukið vægi má bæta ímynd hvers byggðalags," segir í ritgerðinni. Góð aðsókn er að menningaruppákomum og menningarstyrkir hafa aldrei verið hærri en nú. Þó hefur starfsfólki ekki fjölgað og mikið starf er unnið í áhugamennsku. Að mati Svanhildar er rökrétt að byggja upp sögutengda ferða- þjónustu og menningarstarf- semi í fyrirhuguðum Víkinga- heimi í tengslum við Islending, þar sem staðsetningin býður upp á meiri sýnileika en menn- ingarstarfsemin á Duus torfu. Hún bendir hins vegar á að gera verði lífæðina þarna á milli áhugaverða til að ferðamenn haidi áfram í gegnum bæinn. ViKURFRETTIR I 15. TÖLUBLAÐ ! 27. ARGANGUR VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.