Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.04.2006, Síða 19

Víkurfréttir - 12.04.2006, Síða 19
Nú hafið þið gagnrýnt fjármál bæjarins og rekstur, hvaða breytingar viljið þið sjá þar á? „Ég ætla ekki að upplýsa það hér og nú en við erum með hugmyndir um mikinn sparnað. Bærinn greiðir um og yfir 500 milljónir í leigu á ári og það er hægt að verja þeim peningum í annað.“ rutt út af borðinu og fólkið í bæjarfélaginu fái að svara því hvort það vilji álver eða ekki. Við viljum að það verði umræða um kostina og gallana því það eru óneitanlega miklir kostir sem fylgja því að fá álver hingað því það eru um og yfir 1000 góð störf sem koma hingað. Þar er um að ræða bæði verkfræðinga og viðskiptafræðinga sem og iðnaðarmenn og iðnverkafólk. Það sem kannski mælir á móti álveri alveg í túnfætinum eru mengunarmálin, hvort heldur það sé loftmengun eða sjónræn mengun. Við viljum fá alvöru um- ræðu um þetta mál og láta síðan bæjarbúa taka afstöðu til máls- ins. Við teljum að kosningarnar nú snúist ekki um álver. Síðustu tvær kosningar voru menn að tala um magnesíumverksmiðju sem ekki varð að neinu, stálpípu- verksmiðju sem ekki varð að neinu nema stórri holu í berginu sem kostaði 400 milljónir og við erum enn að borga af því í dag. Þarna hafa Reyknesingar borgað 400 milljónir í holu sem ekki nýt- ist neinum eins og sakir standa. Álver eða ekki álver? Við viljum meina að það sé fólkið sjálft sem ákveður það þegar að því kemur en það er ekki á dagskrá í dag. ■ Hvernig finnst ykkur i A listanum hafa tekist til í þróun byggöar i Reykja- nesbæ og hvernig sérð þú framtíðina í þeim efnum? Þetta hafa verið ógurleg læti í þróununni undanfarin tvö ár og til marks um það eru sundurgrafnir vegir í Innri-Njarðvíkum og íbú- arnir hljóta nú að vera orðnir þreyttir á því. Ég hef nú grun um að þetta horfi nú til betri vegar. Við viljum fá meiri byggð upp á Nikkelsvæðið og nýta það vel undir íbúabyggð. Við viljum eins skoða möguleika á þvi að fara í Borgarhverfið og Vatnsnesið, sem eru nær okkur. Þétting byggðar er eitt af þeim málefnum sem við leggjum áherslu á. ■ Nú hefur Reykjanesbær verið mikið í sviðsljósinu og umræða um bæjarfélagið verið mjög góð út á við. Af hverju ætti fólk að snúa baki við núverandi meirihluta sem virðist hafa verið að gera svona góða hluti? Þeir hlutir sem hafa verið gerðir hér kosta óheyrilegan pening og það kemur að skuldadögum. Eins og sagt er: Þegar þú heldur góða veislu, þarftu að eiga pening til þess aö borga hljómsveitinni í veislulok. Eg held að við getum ekki horft upp á það að svona eyðslufyllerí sé í gangi í mörg kjörtímabil. Það þarf engan reiknisnilling til þess að finna út úr því. Ég held að þessi góði rómur bæjarins sé til staðar og verði áfram til staðar. Þetta er spurn- ing um markaðssetningu á hlutunum og Árni er mjög góður í því. A listinn hefur sýnt það þessar fáu vikur sem við höfum starfað að við höfum góða sýn á þessa hluti og við verðum ekki í nokkrum vandræðum með að halda uppi merkjum Reykjanesbæjar í framtíðinni. ■ Er eitthvað sem þú vilt bæta við að lokum? Ég held að íbúar Reykjanesbæjar þurfi að íhuga það mjög vel hvort það vilji halda áfram skuldsetn- ingu bæjarins eða hvort það vilji aukna þjónustu fyrir fólkið sjálft. Tökum málefni aldraða sem dæmi. Við viljum leggja á það mikla áherslu að Reykjanesbær sé fyrir bæjarbúa alla ævi. Ég hef engan áhuga á því að fara til Grindavíkur til þess að heim- sækja móður mína á elliheimili eða ég fari þangað sjálfur þegar þar að kemur. Við viljum að allir okkar íbúar fái alla þjónustu í Reykjanesbæ en þannig er því ekki farið í dag. A listinn mun tryggja þjónustu fyrir alla íbúa á góðum kjörum í Reykjanesbæ. HvítasutmnjiMirk j an Kefkvík Páskamót Gestir frá Færeyjum verða með okkur um páslcana Einnig Snorri Óskarsson (Betel). Samkomur verða: í Njarðvíkurkirkju Skírdag kl. 20.00: Gospel samkoma. Fram koma: Gospelkór Suðurnesja og Gospel Invasion Group frá Krossinum. í Hvítasunnukirkjunni Hafnargötu 84 Föstudaginn langa lcl. 10.00-12.00: Lofgjörð - Kennsla Föstudaginn langa kl. 20.00: Samkoma Laugardagur kl. 10.00-15.00: Lofgjörð - Kennsla - Fyrirbæn. Páskadagur kl. 11.00: Hátíðarsamkoma Páskamótið er öllum opið og þátttaka ókeypis. Auglýsing um starfsleyfistillögu fyrir Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf. í samræmi við 6. gr. í I. kafla laga nr. 7/1 998 um hollustu- hætti og mengunarvarnir, liggur starfsleyfistillaga fyrir sorpbrennslustöð Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf., Helgu- vík, frammi til kynningar á afgreiðslutíma í bæjarskrifstofum Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, 230 Reykjanesbær, á tímabilinu frá 1 2. apríl til 7. júní 2006. Skriflegar athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu hafa borist Umhverfisstofnun fyrir 7. júní 2006. Einnig má nálg- ast starfsleyfistillöguna á heimasíðu Umhverfisstofnunar, www.ust.is/ UST Umh verfisstofn un Suðurlandsbraut 24-108 Reykjavík HVARERTÞÚAÐ AUGLÝSA? AUGLÝSINGASÍMINN ER 4210000 STÆRSTA FRÉTTA- OG'AUGLÝSINGABLAÐiÐ Á SUÐURNESJUM VÍKURFRÉTTIR MIÐVIKUDAGURINN12. APRlL 20061 19

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.