Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.04.2006, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 12.04.2006, Blaðsíða 21
Hverju svarið þið gagnrýni á fjármála- stjórn bæjarins undir ykkar stjórn? „Ég verö aö játa að ég skil ekki alltaf gagnrýni minnihlutans í þeim efnum. Ég myndi svara því þannig að eiginfjár- staöa Reykjanesbæjar hefur batnað á þessu kjörtímabili, sem þýöir að eignir hafa vaxið umfram skuldir“. sveitarfélagsins. Annað í þessu er að vísa í ársreikning ársins 2005 þar sem bæði bæjarsjóður og samstæða Reykjanesbæjar er að skila verulegum afgangi, langt umfram þær áætlanir sem voru gerðar í upphafi ársins. Það kemur til af því að íbúafjölgun hefur verið meiri en við gerðum ráð fyrir sem ýmsir töldu þó vera frekar bjartsýnar áætlanir. ■ Að hvaða leyti er fyr- irhugað álver raunhæfari kostur en aðrir stóriðjukostir sem hafa dottið uppfyrir? Þar erum við að eiga við aðila sem eru með talsverða starfsemi á íslandi. í hinum tilfellunum er um að ræða aðila sem ekki eru með starfsemi hér á landi fyrir. Ég ætla ekki að lofa einu né neinu varðandi álver í Helguvík. Við lofuðum reyndar aldrei neinu varðandi stálpípuverksmiðju, en höfum alltaf sagt að það sem þarf að gera er að byggja þarna undir fyrirtækjarekstur. Þannig að þegar stórir erlendir aðilar koma og vilja setja upp starfsemi séu til lóðir og hafnaraðstaða svo þeir geti komið sér fyrir. [...] Auðvitað verður ekkert af þessu nema að það uppfylli öll skilyrði, m.a. umhverfisskilyrði sem sett eru við slíkan atvinnurekstur. ■ Hvernig hefur þér fundist takast til i þróun byggðar í Reykjanesbæ og hvernig verður fram- haldið íþeim efnum? Mér finnst hafa tekist vel til. Það hefur verið mikil uppbygg- ing í bænum. Miklu meiri en við höfum séð, að minnsta kosti áratuginn þar á undan. Við höfum farið hratt í að skipuleggja þau svæði og út- hlutað lóðum undir á annað þúsund íbúðir á sama tima og við erum að sjá hverfi eins og i kringum Keflavíkurhöfn og önnur svæði þéttast. Það verður klárlega haldið áfram á sömu leið. Mérfinnst það vera hlutverk okkar sem sveitar- stjórnarmanna að tryggja að það sé framboð á lóðum á meðan eftirspurnin er fyrir hendi. Það er búið að úthluta nánast öllu sem búið er að skipuleggja og það eru enn að berast fyrirspurnir og umsóknir og á meðan það er höldum við áfram að skipuleggja hverfi í áttina að Vogastapa og bjóða þar bæði einstaklingum og fyrirtækjum lóðir til að byggja. ■ Hvaða lausnir sjá sjálfstæðismenn i atvinnu- málum á svæðinu eftir brotthvarf hersins? Við hefuðum viljað fá lengri tíma til að aðlagast þeim aðstæðum sem fylgja brotthvarfi Varnarliðs- ins. Það liggur ekki fyrir með hvaða hætti það verður. Hvað verður eftir og hvað fer í burtu þannig aö við þurfum að bíða og sjá til hvað kemur út úr þeim viðræðum sem eru á milli banda- rískra og íslenskra yfirvalda. Við höfum hins vegar sett fram fjöldan allan af hugmyndum og Arni Sigfússon, bæjarstjóri, hefur tekið forystu í þessum málum að draga saman þær hugmyndir og vangaveltur manna sem þekkja best til um hvaða starfsemi gæti hentað vel á þessu svæði. Mér finnst mikilvægt nú að forsætisráðherra kalii til þá sjö manna nefnd sem hann hafði boðað á fundi með bæjarfulltrúum Reykjanes- bæjar og sveitarfélög á Suð- urnesjum skipuðu strax í. Það er mikið af hugmyndum í gangi og við þurfum að vinna úr þeim og vera undirbúin þegar niðurstaða liggur fyrir á milli Bandaríkjamanna og íslendinga um hvernig framhaldið verður. ■ Viltu bæta ein- hverju við að lokum? Ég vona að þetta verði skemmti- leg og ábyrg kosningabarátta. Það er mikilvægt að við munum það að allir bæjarstjórnarmenn bera mikla ábyrgð hvort sem þeir eru í meirhluta eða minni- hluta. Við eigum öll að vera að vinna að því hlutverki að byggja upp bæinn okkar og benda á þá kosti sem hann hefur umfram aðra sem við erum í samkeppni við. Það er mikilvægt að menn séu að koma heiðarlega fram og setja upplýsingar rétt fram. Við íbúa vísa ég í það við höfum verið á réttri braut og höfum verið í mikilli uppbyggingu og sókn í sveitarfélaginu. Við höfum breytt sjónarmiði almennings á íslandi gagnvart okkar svæði og erum orðin eftirsóttur búsetukostur og ég vonast til þess að íbúar Reykja- nesbæjar gefi okkur tækifæri til þess að vinna þessi verkefni áfram á næsta kjörtímabili. ATVINNA í Flugstöð Leifs Eiríkssonar 10-11 óskar eftir að ráða fólk til starfa í verslun okkar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Um er að ræða bæði fullt starf og hlutastarf. 10-11 er framsækið fyrirteeki í örum vexti. 10-11 erfremsta þægindaverslun landsins með 21 verslun. Velgengni sína þakkar fyrirtækið fyrst og fremst starfsfólki sínu. Því er ætíð lögð áhersla á að gott fólk veljist til starfa. Leitað er eftir áreiðanlegum, duglegum og samviskusömum einstaklingum. Æskilegur aldur umsækjenda er 18 ára og eldri. Umsóknum ásamt ferilskrá skal skila á skrifstofu 10-11, Lyngási 17,210 Garðabæ eða á www.10-1 l.is. VINNUEFTIRLITIÐ Bíldshöfða 16-110 Reykjavík - Sími 550 4600 - Fax 550 4610 Netfang: vinnueftirlit@ver.is - Heimasíða: www.ver.is Vinnueftirlit ríkisins starfar samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980. Markmið stofnunarinnar er að stuðla að fækkun slysa, atvinnutengdra sjúkdóma og góðri líðan starfsmanna á vinnustað. Umdæmisstjóri á Reykjanesi Viðfangsefni: • Skipulagning og yfirumsjón með eítirlitsstarfsemi innan umdæmisins • Þátttaka í stefnumótun eftirlitsstarfsemi Vinnueftirlitsins • Eftirlit með aðbúnaði, hollustuháttum og öryggi á vinnustöðum • Fræðsla, sbr. ákvæði laga nr. 46/1980 um aðbúnað hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum Menntunar- og hæfniskröfúr: • Tæknimenntun, t.d. verkfræði eða tæknifræði, eða önnur menntun sem nýtist í starfi sem þessu • Menntun eða reynsla á sviði stjórnunar og/eða vinnuverndar • Færni í íslensku, bæði töluðu og rituðu máli • Færni í norðurlandamáli og/eða ensku • Hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði og sveigjanleiki Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf með staðsetningu í Keflavík. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem íyrst. Starfsþjálfun fer ffam við upphaf starfs. Laun eru skv. kjarasamningum opinberra starfsmanna. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Vinnueftirliti ríkisins, Bfldshöfða 16,110 Reykjavík fýrir 25. aprfl nk. Umsóknareyðublað er ekki notað. Nánari upplýsingar um starfið veita Þórunn Sveinsdóttir defldarstjóri þróunar- og eftirlitsdeildar, s. 550 4640/ 862 2829 (torunn@ver.is) og Ólafur Hauksson aðstoðardefldarstjóri þróunar- og eftirlitsdefldar, s. 550 4642 (olafúr@ver.is). Gleðilega pdskahátíð! STÆRSTA FRÉTTA- OG-AUGLÝSINCABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM VÍKURFRÉTTIR I MIÐVIKUDAGURINN12. APRÍL2006I 21

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.