Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.04.2006, Blaðsíða 31

Víkurfréttir - 12.04.2006, Blaðsíða 31
Aðsent efni: postur@vf.is lega og var þátttaka góð meðal íbúa, en margir nýttu sér þetta tækifæri og komu sínum sjónar- miðum á framfæri. Enn er hægt að koma sínum sjónarmiðum á framfæri á heimsíðu A-list- ans, www.xa.is, en sérstakur hugmyndabanki hefur verið opnaður þar sem öllum íbúum er gefin kostur á að leggja fram sínar hugmyndir. Aljóðaflugvöllurinn; ný tækifæri Óhætt er að fullyrða að mörg ný atvinnutækifæri fyrir okkur á Suðurnesjum liggja í staðsetn- ingu alþjóðaflugvallarins hér á Miðnesheiðinni. Þessi tækifæri liggja á mörgum sviðum, hvort sem það er tengt alþjóðlegu borgaraflugi og þjónustu tengt vexti þess, flutning innanlands- flugs til Keflavíkur, nútímavæð- ingu varna íslands, miðstöð alls eftirlits með land- og lofthelgi Islands, miðstöð alls björgunar- starfs á íslandi, o.s.frv. Á opnum stefnumótunar- fundum A-listans komu fram margar góðar hugmyndir um ný atvinnutækifæri tengt aðstöð- unni á Miðnesheiðinni sem vert er að skoða og hægt er að kynna sér nánar á www.xa.is. A-listinn leggst gegn hug- myndum um einkavæð- ingu Keflavíkurflugvallar A-listinn leggst gegn hug- myndum formanns Sjálfstæðis- flokksins, Geir H. Haarde um einkavæðingu Keflavíkurflug- vallar. Ekki kemur til greina að einkavæða Keflavíkurflugvöll né Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. Keflavíkurflugvöllur er ein af meginstoðum atvinnulífs á Suð- urnesjum. Því eru hugmyndir um einkavæðingu flugvallarins mjög varhugaverðar, sérstak- lega í ljósi þess atvinnuástands sem nú skapast við brotthvarf varnarliðsins en Keflavíkurflug- völlur er eini eiginlegi alþjóða- flugvöllurinn á Islandi og því í einokunarstöðu. Flugvöllurinn og öll nauðsynleg mannvirki í kringum hann eiga að vera í eigu og á forræði þjóðarinnar. Allar tekjur flugvallarins renni til uppbyggingar á Keflavíkurflugvelli A-listinn leggur þunga áherslu á að allar tekjur, í hvaða formi sem er, af rekstri flugvallarins og flugstöðvarinnar fari í upp- byggingu starfseminnar á Kefla- víkurflugvelli. Öðruvísi er ekki hægt að vera með samkeppnis- hæf verð og gæði þjónustunnar verða lakari. Það skiptir miklu máli fyrir ferðaþjónustuna að eini eiginlegi millilandaflug- völlur landsins sé samkeppnis- hæfur við aðra millilandaflug- velli hvað varðar þjónustu, gæði og verð. Einnig þarf að tryggja sveigj- anleika í verðlagningu á þjón- ustu og gjaldtöku fyrir nýtingu flugvallarins. Endurskoða þarf því lög um loftferðir og heim- ila slíku félagi sveigjanlegri verðlagningu I þeim tilgangi að nýta betur Keflavíkurflugvöll sem áfangastað fyrir flugfélög og fjölga þannig ferðamönnum til Islands og fjölga þar með atvinnutækifærum í ferðaþjón- ustu og við alþjóðaflugvöllinn í Keflavík. Ef þú vilt öflugt og fjöbreytt at- vinnulíf með mörgum vel laun- uðum störfum þá merkir þú x við A þann 27. maí. Eysteinn Jónsson Skipar 2. sœtið á A-list- anum í Reykjanesbœ + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Hreggviður Hermannsson, læknir, andaðist á Landspítala háskólasjúkrahúsi við Fossvog, laugardaginn 8. apríl. Jarðarför fer fram frá Keflavíkurkirkju, miðvikudaginn 19. apríl kl. 14:00. Lilja Jóhannsdóttir, Margrét Hreggviðsdóttir, Bjarni Guðjónsson, Hermann Torfi Hreggviðsson, Ágústa Hildur Gizurardóttir, Elín Kristín Hreggviðsdóttir, Júlíus Sigurðsson, Guðmundur Páll Hreggviðsson, Sólveig Silfá Karlsdóttir, Björn Blöndal, Gísli Blöndal, Sólveig Leifsdóttir, James William Sandridge, Jóhann Dalberg, Kristín Ruth Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Reykjanesbœ oy liafa opnaðMBofafœtitÍýK. sem Bílasala Kéflayíkur var síðast til húsa. Þar hefur syniugarsalurinn hlotið inikla andlitslyftingu og verið stœkkaður. STUÐLABERG FASTEIGNASALA Guðlaugur H. Guðlaugsson löggiltur fasteigna- og skipasali Sölumenn: Halldór Magnússon og Guðlaugur Ingi Guðlaugsson Hafnargötu 29,2. hæð, Keflavík • Sími 420 4000 • fax 420 4009 • studlaberg.is Álfatjöm, Njarðvík Glæsilegt 194m2 einbýlishús á einni hæð með innbyggðum bílskúr. Húsið er í byggingu og afhendist fullbúið að utan með tyrftri lóð og búið verður að helluleggja bílastæði. Að innan afhendist húsið tilbúið undir tréverk. Húsið er teiknað af Pálmari Kristmundssyni arkitekt. Kjarrmói 4, Njarðvík. Um 160m2, fimm herbergja parhús á tveimur hæðum ásamt 25m2 bflskúr. Góðar innréttingar, parket og flisar á öllum gólfum. Glæsileg eign í alla staði á mjög góðum stað. 15.200.000,- I II II M ’ r Heiðarhvammur 9, Keflavík Um 78m2, 3 herbergja endaíbúð á 2. hæð í fjöl- býli. Lausafög eru endurnýjuð og neyslulagnir. Snyrtileg og góð íbúð. Búið er að endumýja teppi á stigagangi og mála. Hóimgarður 2b, Keflavík 94m2, 3 herbergja íbúð á annarri hæð í fjölbýli. Mjög falleg og rúmgóð eign, nýtt parket á gólfum, góðar innréttingar á baði og í eldhúsi. Mjög snyrtileg og rúmgóð sameign. Góður staður. Starmói 5, Njarðvík Um 150m2 einbýlishús ásamt 50m2 tvöföldum bfl- skúr. Fjögur svefnherbergi, flísaiagt baðherbergi og flest gólfefni em ný. Innangengt er í bílskúr. Rúmgóð eign sem býður upp á ýmsa möguleika. Góð staðsetning. Garðavegur 5, Keflavík Einkar glæsilegt 125m2, fimm herbergja einbýlishús ásamt tæplega 37m2 bílskúr. Nýjar innréttingar em bæði í eldhúsi og á baði, öll góífefni em ný og búið er að endumýja allar lagnir í húsinu ásamt þakjámi 1 og þakkanti. Topp eign. Gleðilega páska! STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSiNGABLAÐiÐ Á SUÐURNESJUM VÍKURFRÉTTIR i MIÐVIKUDAGURINN12. APRÍL 20061 B1

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.