Víkurfréttir - 24.05.2006, Síða 32
Böðvar Jónsson skrifar:
Rangfærslur í kosn-
ingabaráttunni
Sem fyrr hefur Sjálfstæð-
isflokkurinn haft það
að markmiði í þessari
kosningabar-
áttu að fjalla
um sín eigin
mál sem sett
eru á oddinn,
verkefnin sem
búin eru en
látið baráttu-
mál annarra
framboða óáreitt. Stundum er
þó þörf á að leiðrétta það sem
rangt er sagt.
180 milljónir A-listans
Frambjóðendur A-listans hafa
verið óragir við að halda á lofti
fullyrðingum um að unnt væri
að spara bæjarsjóði 180 millj-
ónir króna árlega með því að
hætta þátttöku í Fasteign hf.
Hefur það verið helsta áherslu-
mál þeirra í kosningabarátt-
unni. Athygli vekur hins vegar
að engir útreikningar hafa verið
lagðir fram þessu til stuðnings.
Ég leyfi mér að fullyrða að
þessum útreikningum er veru-
lega ábótavant. í þá vantar stóra
kostnaðarliði s.s. viðhaldsþætti,
umsýslu- og rekstrarkostnað og
beinar og óbeinar arðgreiðslur.
Þegar allt er tiltekið er mun hag-
stæðara fyrir Reykjanesbæ að
vera í Fasteign en utan þess. Fjöl-
margir útreikningar og úttektír
staðfesta það.
Þátttaka margra annarra sveit-
arfélaga en Reykjanesbæjar í
Fasteign hf. staðfestir að hagur
sveitarfélaganna við þátttöku í
Fasteign er umtalsverður.
Árásir á bæjarstjóra
Af fjölmörgum greinum sem
birst hafa síðustu vikur er áber-
andi hvað bæjarstjórinn er ofar-
lega í hugum frambjóðenda allra
flokka. Sumum framboðum
hefur gengið afar illa að skrifa
um eigin málefni en látið þeim
mun meira frá sér um fram-
bjóðendur Sjálfstæðisflokksins.
A síðustu vikum hafa t.d. birst
greinar undir fyrirsögnunum:
Skattpíning Árna, Trúverðug-
leiki Arna, Alræði D-listans, For-
færingar á peningum, Enn lofar
Árni því sem hann getur ekki
staðið við, Sporin hræða o.s.frv.
Allt greinar eftir aðra en sjálf-
stæðismenn en engu að síður
um sjálfstæðismenn.
Þegar málflutningur er með
þessum hætti er um leið staðfest
að málefnastaða er döpur og
lítið annað til ráða en að reyna
að gera lítið úr andstæðingnum.
Sem betur fer hafa slík vinnu-
brögð aldrei skilað árangri. Á
sama hátt hafa Sjálfstæðismenn
aldrei svarað slíkum árásum.
Leggjum verkin
í ykkar dóm
Við sjálfstæðismenn höfum lagt
rnetnað í þá uppbyggingu og
framfarir sem verið hafa í sveit-
arfélaginu á síðasta kjörtímabili.
Þessari sókn viljum við halda
áfram og gera Reykjanesbæ að
besta sveitarfélagi landsins til
þess að búa í. Við óskum eftir
stuðningi ykkar til þess í kosn-
ingunum n.k. laugardag.
XD
Böðvar Jónsson
bcejarfulltrúi ogframbjóðandi
Sjálfstœðisflokksins í kosn-
ingunum á laugardag
Eysteinn Jónsson skrifar:
Andvirði sölu fasteigna Reykjanes-
bæjar brennt upp á einu kjörtímabili
Andvirði sölu nánast allra fasteigna
Reykjanesbæjar var ekki nýtt til upp-
greiðslu skulda Reykjanesbæjar eins og
ráð var fyrir gert, heldur nýtt
til að fjármagna hallarekstur
sveitarfélagins sem var 1,5
milljarður á þessu kjörtímabili.
Þetta sjá allir sem vilja sjá og
liggur á borðinu.
Skuldaaukning sveitarfélagsins
á þessu kjörtímabili náði nýjum
hæðum. Sjálfstæðisflokkurinn
í Reykjavík hefur kosningar eftir kosningar reynt
að fella R-listann í Reykjavík vegna óráðsíu í íjár-
málastjórnun, skuldir og skuldbindingar pr. íbúa í
Reykjavík eru rúmar 400 þúsund krónur á meðan
sambærileg tala fyrir Reykjanesbæ er að nálgast
eina milljón. Skv. frétt í Fréttablaðinu sl. haust
voru skuldir og skuldbindingar vel yfir 800 þús-
und krónur um áramótin 2005 og inn í þeim
tölum voru ekki skuldbindingar vegna Akurskóla
(616 milljónir), nýrrar sundlaugar (680 milljónir),
íþróttaakademíu (460 milljónir), og mörg fleiri
smá verkefni upp á 227 milljónir eða samtals 2
milljarðar sem eru 180 þúsund pr. íbúa og því
erum við að nálgast það að skuldir og skuldbind-
ingar nemi einni milljón pr. íbúa sem er íslands-
met og þó víðar væri leitað.
í raun má segja að eignamyndun sveitarsjóðs sl.
100 ár hafi verið brennt upp á einu kjörtímabili,
svo einfalt er það.
Eysteinn Jónsson
Skipar 2. sœtið á A-listanum
Fasteignasala G.Ó.
Hafnargötu 79, Keflavík
sími: 421 8111 . f'ax:421 4172
www.fasteign.com. fasteign@fasteign.com
Gunnar Ólafsson lg.fs.« Randver Ragnarsson sölustjóri
Grænás ib, Njarðvík
Góð 4 herb. 109m2 íbúð á fyrstu
hæð með sólstofu og afgirtum
sólpall, ágætlega rnrngóð íbúð,
allt húsið og lóðin hefur verið
tekin í gegn.
15.800.000,-
Hjallavegur 5, Njarðvík
3 herbergja íbúð á þriðju hæð,
81m2, plastparket og dúkur
á gólfum. Nýlega búiðerað
skipta um jám á þaki og mála
blokkma að utan.
IO.900.OOO,-
Austurbraut 6, Keflavík
Rúmgóð og björt 4 herbergja
131nr neðri hæð í tvíbýli, ásamt
26m2 bílskúr, húsið hefur verið
töluvert endumýjað að utan.
i9.OOO.OOO,-
Heiðarvegur 16, Keflavík
5 herbergja eldra einbýlishús
á tveimur hæðum 137mz og
bílskúr 37m2, eignin hefur verið
töluvert endumýjuð.
Bílskúr er lélegur.
21.900.000,-
Kno.- nyoygging
smíðum, 172m2 og
bílskúr 32m2 .Teikningar fráVerk-
ffæðistofu Suðumesja.Afhent
tilbúið til innréttinga eða fullbúið.
Afhendingartími skammt undan.
Uppl. og teikningar á skrifstofu.
Smáratún 37, Keflavík
Vel skipulögð 131m2,4ra
herbergja neðri sérhæð í tvíbýK
ásamt 28m2 bílskúr. Eignin er
vel staðsett í bænum, stutt í alla
þjónustu.
20.800.000,-
íbúð, 121mz,
bílskúr m/geymslu 35m2. Fyrstí
húsið er tilbúið til afhendingar.
fullbúið innan með glæsilegurr
tækjum, gólfefnum og
innréttingum.
Gónhóll 16, Njarðvík
Fallegt parhús með bílskúr,
samtals um 161m2. Lóð með
skjólgirðingu og heitum potti
á verönd. Rúmgóð eign og vel
skipulögð. Stutt i afhendingu.
Uppl. skrifst.
Hátún 16, Keflavík
Mjög gott og snyrtilegt 6 herb.
156m2 einbýlishús á tveimur
hæðum ásamt 45nr bílskúr. Þetta
er töluvert mikið endumýjuð eign
og býður upp mikla möguleika.
28.900.000,-
Vallargata 36, Sandgerði
Stórglæsilegt 4 herbergja,
105m2 parhús og 33m2 btlskúr.
Þetta er eign sem hvergi hefur
verið til sparað í innréttingar og
gólfefni. Góður afgirtur sól-
pallur með heitum potti
er á baklóð.
24.900.000,-
Hlíðargata 44, Sandgerði
Mjög gott 131m2,5 herb.
einbýlishús á einni hæð.
Gólfefni eru flísar og parket, ný
eldhúsinnrétting og tæki. Stór
og mikill sólpallur með heitum
pottierviðhúsið.
22.900.000,-
Nónvarða 3, Keflavík
Gott 6 herbergja, 145mz
einbýlishús og bílskúr 52m2,
eignin skiptist í 5 svefnherbergi,
sjónvarpshol, stofu, eldhús,
baðherbergi og þvottahús.
Gólfefni em flísar og parket.
Upplýsingar á skrifstofu.
32 IVÍKURFRÉTTIR I 21. TÖLUBLAÐ I 27.ÁRCANCUR
VÍKURFRÉTTIR.Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR 0AGLEGA!