Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.05.2006, Page 34

Víkurfréttir - 24.05.2006, Page 34
GLÆSILEGT MANNVIRKI STÓRSPILLT MEÐ FÁRÁN- LEGRIAÐKOMU Ný sundlaug var vígð með pompi og pragt þann 12. maí sl. Allt er þar með glæsibrag en aðgengi er hreint fráleitt að ekki sé meira sagt. Úr afgreiðslunni er farið niður heldur þröngan hringstiga, 15 þrep eða svo, (helsti gallinn á gömlu sundhöllina þóttu fjórar tröppur eða svo) komið er að fínum búningsklefum og sturtum en gall- inn er að þar er svo lágt undir loft að ekki þarf margt í sturtu í senn til þess að allt fyllist af gufu, loftræsting er engin. Úr sturtunum er farið upp sjö eða átta tröppur til þess að kom- ast að sundlauginni og sami tröppufjöldi til viðbótar til þess að komast að vatnaveröld barnanna. Ekki veit ég hvað hefur komið yfir menn að hætta við að hafa búningsklefana þar sem upprunalega var ætlað og nú er tækjasalur Perlunnar. Allir frambjóðendur ættu að gefa kosningaloforð um að úr þessu yrði bætt hið bráðasta. Ólafur Björnsson Guðbrandur Einarsson skrifar: Vinnum saman - þá vinnum við Kosningabaráttan í Reykjanesbæ hefur verið sérstök að mörgu leyti. Fyrir það fyrsta eru miðjuöflin, jafn að ar- og félags- hyggjuöflin í íslenskum stjórnmálum, að bjóða fram sameiginlegan lista ásamt óflokksbundnum einstak- lingum undir merkjum A-list- ans. Það er einnig merkilegt að í framboði eru fleiri listar en reiknað hafði verið með. Það getur skipt máli þegar upp verður staðið því aukin hætta er á að atkvæði detti dauð niður en á því hagnast helst Sjálfstæð- isflokkurinn. Þá er einnig merki- legt að skoða hvernig sjálfstæðis- menn i Reykjanesbæ hafa þreytt þessa kosningabaráttu. Kosningabarátta D-list- ans kostuð af öðrum Sjálfstæðisflokkurinn, sem setið hefur í meirihlutastjórn þetta kjörtímabil hefur nýtt sér stöðu sína sem sitjandi valdhafar út í ystu æsar. Bæjarstjóranum hefur verið teflt fram sem embættis- manni og meðframbjóðendur hafa ekki sést alla kosningabar- áttuna. Meðal verkefna bæjar- stjórans að undanförnu hafa verið skóflustungur af ýmsu til- efni, vígsluathafnir, kaffiboð og hverfafundir þar sem bæjarstjór- inn hefur ekki komið fram sem frambjóðandi heldur sem emb- ættismaður. Ekkert hefur skort á gjafmildi hans og hafa börnin okkar notið hennar m.a með gjöfum sem kostaðar hafa verið af verktakafyrirtækjum. Verðskuldar Sjálfstæð- isflokkurinn fylgisaukn- ingu? Sú fylgisaukning sem Sjálfstæð- isflokkurinn hefur verið að mæl- ast með í skoðanakönnunum að undanförnu er algjörlega óverð- skulduð. Afrek sjálfstæðismanna á þessu kjörtímabili felast í því að selja fasteignir okkar og nýta helminginn af þeim íjármunum í rekstur, í stað þess að greiða upp skuldir en hagræðið með fasteignafélaginu átti að felast í að greiða upp skuldir sveitarfé- lagsins. Þannig hafa sjálfstæðis- rnenn eytt 1,5 milljarði umfram eiginlegar rekstrartekjur á þessu kjörtímabili. Það er ekkert að mál að eyða peningum, en það er erfiðara að afla þeirra. Ár- angur sjálfstæðismanna í þeim efnum er enginn. A-listinn fyrir fólkið í bænum Málefnaundirbúningur A-list- ans fyrir þessa kosningabaráttu var með samráði við íbúa á fjölda opinna funda. Til varð stefnuskrá sem einkennist af aukinni þjónustu við íbúa þar sem sérstök áhersla er lögð á börnin okkar. A-listinn mun koma á þátttökukortum að upp- hæð 25.000 kr. fyrir börn 6-16 ára sem nýta má í íþrótta-, tóm- stunda- og menningarstarfi. Það er í samræmi við áherslur ISl sem hvetur sveitarfélög til að auka niðurgreiðslur vegna félagsþátttöku barna. Við ætlum að lækka leikskólagjöld um helming en Sjálfstæðisflokkur- inn hefur hækkað þau umtals- vert á kjörtímabilinu og eru leik- skólagjöld nú langhæst í Reykja- nesbæ þegar borin eru saman stærstu sveitarfélögin. Munar þar allt að 128%. Þetta eru dæmi um áherslur A-listans sem skilja hann frá Sjálfstæðisflokknum. A-listinn til jöfnuðar Því er stöðugt haldið fram að sveitarstjórnarkosningar séu ekki pólitískar og því skipti ekki máli hverja þú kjósir. Slíkar full- yrðingar eru fjarri öllum raun- veruleika. Verkefnin, hvort þau eru unnin af ríki eða sveitarfé- lögum byggjast á þjónustu við fólkið. Þegar kemur að því að forgangsraða ræður hugmynda- fræði stjórnmálamanna því hver forgangsröðunin verður. A-Iistinn byggir á hugsjónum jöfnuðar og aukinnar samfélags- legrar ábyrgðar. Við leggjum áherslu á þjónustu við íbúa alla ævi. Þar má enginn verða út- undan. Sért þú sömu skoðunar, þá áttu samleið með okkur í A-list- anum. Guöbrandur Einarsson oddviti A-listans í Reykjanesbœ Hilmar Kristinsson og Styrmir Barkarson skrifa: Engin efling á starfsemi Fjörheima og 88 Hússins Itilefni af nýbirtri auglýs- ingu Sjálfstæðisflokks- ins þar sem talað er um áfram hald- andi eflingu á starfsemi Fjör heima og 88 Húss- ins vilj um við benda á nokkur atriði sem okkur þykja stangast verulega á við þessa yfirlýs- ingu flokks- ins. Það hefur ekki farið fram nein efling á starfsemi Fjör- heima, heldur þvert á móti hefur starfsemin þar dalað undanfarin ár. Dregið hefur úr íjárfram- lögum til reksturs Fjörheima og aðsókn þar dregist saman undanfarin ár. Auk þess hefur stöðugildum í húsinu verið fækkað og í dag er þar aðeins einn starfsmaður sem einnig er íhlaupastarfsmaður fyrir 88 Húsið auk forstöðumanns sem einnig sinnir 88 Húsinu og fleiri verkefnum. Þegar Ungó og Fjör- heimar voru sameinuð undir nafni Fjörheima árið 1998 varð strax ljóst að húsnæði Fjör- heima var þá þegar of lítið til að sinna sameinuðu sveitarfélagi Reykjanesbæjar. Síðan þá hafa ekki verið stigin nauðsynleg skref til að bæta aðstöðu Fjör- heima. Af aðsóknartölum úr Keflavíkurhverfi má sjá að Fjör- heimar standa ekki undir nafni sem félagsmiðstöð alls Reykja- nesbæjar. Nauðsynlegt er að útvega félagsmiðstöðinni nýtt húsnæði og veita fé til að ráða fleira starfsfólk og halda úti öfl- ugu forvarnar- og félagsstarfi fyrir eldri bekki grunnskóla í Reykjanesbæ. Miðað við stærð bæjarins mætti jafnvel íhuga að bæta við félagsmiðstöð. Hvað varðar uppbyggingu í 88 Húsinu hefur lítið gerst frá opnun hússins í samræmi við möguleikana sem þá voru fyrir hendi. Ýmislegt gott hefur verið gert í starfi 88 Hússins en betur má ef duga skal og síst var það framfaraspor að fækka starfs- mönnum hússins um helming. Þegar 88 Húsið var opnað var það sett undir sama hatt og Fjörheimar og fjárframlög ekki aukin nægilega til að standa undir rekstri beggja stofnana svo vel sé. Sameiginlegur fjár- hagur húsanna verður til þess að stórar framkvæmdir eða við- burðir í 88 Húsinu koma niður á Fjörheimum og öfugt. Þetta hefur leitt til þess að þrengt hefur að Fjörheimum sem virð- ast hafa fallið í skugga 88 Húss- ins þrátt fyrir ólíka starfsemi. Metnaðarleysi hefur orðið til þess að lítil framþróun hefur orðið í þessum málaflokki sem hefur meðal annars valdið því að bænum hefur haldist illa á starfsfólki í þessum stofnunum og hafa auk þess nýtt uppsagn- irnar til þess að fækka stöðu- gildum. I því sem virðast vera sparnaðartilraunir er starfs- mönnum þessara tveggja stofn- ana gert að ganga í störf hvers annars frekar en að ráða fleira starfsfólk. Vegna þess grund- vallarmunar sem er á starfsemi stofnananna spillir núverandi fyrirkomulag möguleikum þeirra á að vaxa og dafna á eigin forsendum og verða í staðinn til þess að þær eru orðnar bjag- aðar eftirmyndir hvor af annarri og klúðurslegur hrærigrautur ólíkrar hugmyndafræði. Fyrstu skrefin í átt að öflugra félags- og ungmennastarfi í Reykjanesbæ er að aðskilja þessar stofnanir, starfsfólk þeirra og fjárhag. Það er lágmark að það séu tveir starfsmenn við hvora stofnun fyrir sig, þar af einn forstöðumaður, og að þeir geti einbeitt sér að því að þjón- usta sína skjólstæðinga. Auk þess þarf að heíjast handa við að gera Fjörheimum þá um- gjörð sem þarf til að hægt sé að halda úti boðlegri félagsstarf- semi og forvarnarstarfi fyrir elstu árganga grunnskólanna. Uppbyggingunni þarf ekki að halda áfram heldur þarf hún að hefjast. Höfundar erufyrrver- andi starfsmenn Fjör- heima og 88 Hússins. 34 VlKURFRÉTTIR f 21.TÖLU8LAÐ I 27. ÁRGANCUR VÍKURFRÉTTiR Á NETÍNU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR ÐAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.