Fréttablaðið - 19.08.2017, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 19.08.2017, Blaðsíða 38
Hver sýning er aðeins um 10-15 mínútur og er í senn súrrealísk og kómísk. Ég vil ekki segja of mikið um hvað gerist innan kassans á þessum stutta tíma Starri Freyr Jónsson starri@365.is Stór hluti hóps- ins sem kemur að sýningunni á morgun (f.v.): Ástþór Ágústs- son leikari, Owen Hindley, sem hannar sýndarveru- leikaheiminn, Nanna Gunn- ars og Jacob Andersson, sem hjálpar til við þrívíddar- hönnun. MYND/ EYÞÓR Gagnvirka sýndarveruleik-hússýningin Kassinn hlýtur að teljast með óvenjulegri viðburðum Menningarnætur þetta árið. Það er listviðburðahópurinn Huldufugl sem stendur á bak við sýninguna og segir Nanna Gunn- ars, annar höfundur sýningarinnar og um leið annar leikari hennar, að líklega sé um fyrstu sýndarveruleik- hússýninguna að ræða hér á landi. „Sýningin fer þannig fram að einn áhorfandi í einu fer inn í kassa og setur þar upp Oculus Rift sýndar- veruleikagleraugu. Áhorfendur fá einnig „hendur“ innan sýndarveru- leikans og geta hreyft sig um en eru þó fastir inni í kassa í sýndarveru- leikaheimi. Engar tvær sýningar eru eins þar sem áhorfandinn getur haft áhrif á framvindu sýningar- innar og er virkur þátttakandi. Hver sýning er aðeins um 10-15 mínútur og er í senn súrrealísk og kómísk. Ég vil ekki segja of mikið um hvað gerist innan kassans á þessum stutta tíma, fólk verður bara að mæta og prófa!“ Auk Nönnu leikur Ástþór Ágústsson í sýningunni en Hver sýning verður einstök Sýndarveruleikasýningin Kassinn er einn fjölmargra spennandi viðburða sem fer fram á Menningar- nótt í dag. Einungis einn áhorfandi sér hverja sýningu og getur hann haft áhrif á framvindu verksins. þau tvö skipta með sér eina hlut- verki sýningarinnar. Margir hjálpast að Hugmyndina að sýningunni má rekja til stutts leikverks sem Nanna skrifaði í fyrra og nefndist Kassinn. „Skyndileikhúsið Uppsprettan sýndi verkið í Tjarnarbíói og þegar Owen Hindley, félaga minn í Huldufugli, langaði að setja upp sýndarveruleikhússýningu fannst okkur þetta stuttverk tilvalið sem rammi utan um þá sýningu. Svo hefur sýningin auðvitað þróast mikið síðan og er nú frekar frá- brugðin upprunalega verkinu.“ Hún segir Owen sjá algjörlega um að hanna sýndarveruleikaheiminn. „Sýningin hefði svo aldrei orðið að veruleika nema fyrir tilstilli fyrir- tækisins PuppIT sem slóst í för með okkur og útvegar okkur hreyfi- galla. Auk þess hafa starfsmenn fyrirtækisins tekið virkan þátt í að móta sýninguna. Einnig fengum við Ragnar Hrafnkelsson til að hanna hljóð og Jacob Andersson til að hjálpa til við þrívíddarhönnun. Söngkonan ÍRiiS ljær okkur rödd sína og útvaldir vinir munu hjálpa til sem sviðsmenn á Menningar- nótt. Svo þessi litla sýning vatt fljótt upp á sig.“ Sýndarveruleikhússýningar eru nýtt fyrirbæri og segist Nanna ekki þekkja til margra slíkra sýninga erlendis. „Owen hefur verið að vinna við gerð sýndarveruleika undanfarið og Huldufugl hefur ætíð einblínt á að samræma tækni og leikhús, svo þetta lá beint við fyrir okkur. En ég veit að sýndarveruleiki er að ryðja sér til rúms og virt bresk leikhús eins og The Royal Shake- speare Company hafa verið að nýta sér tæknina í þágu leiklistar. Svo eru örugglega til einhver svipuð verk á jaðarhátíðum eins og Edinborgar- hátíðinni en þetta er í fyrsta sinn sem sýndarveruleikhússýning fer fram á Íslandi svo ég viti til.“ Margt á döfinni Ýmislegt spennandi er á döfinni hjá Huldufugli í vetur að sögn Nönnu. „Við höfum undanfarið verið að setja upp gagnvirk ljóðakvöld sem kallast Rauða skáldahúsið í Iðnó, í samstarfi við skáldið Meg Matich. Þar geta gestir keypt sér einka- lestra, hlýtt á lifandi tónlist, dansað, sungið og notið „burlesque/boyles- que“ skemmtiatriða. Svolítið eins og að ganga inn í franskan gleðiheim frá 3. áratug síðustu aldar. Næsta sýning verður í október eða nóvem- ber og svo líklega aftur í janúar.“ Einnig hafa þau verið að hjálpa til við sýningar hjá Reykjavík Kabar- ett og munu halda því áfram eins lengi og kabarettinn vill nýta sér hjálp þeirra segir Nanna. „Owen er upptekinn með Horizons Studio að vinna að öðru sýndarveruleika- verki, sem tvinnar sýndarveruleika- heiminn saman við tónlist og við munum hugsanlega vera í sam- starfi við söngkonuna Svanlaugu Jóhannsdóttur um að setja upp spennandi tangósýningu á næst- unni. Svo erum við líka opin fyrir því að þróa Kassann meira, sýna verkið aftur eða jafnvel gera lengri sýningu ef áhugi er fyrir hendi og fjármagn næst. Við erum með fullt af fleiri hugmyndum, og alltaf með áhuga á samstarfi við alls kyns lista- fólk, svo hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér.“ Sýningin er haldin á Hlemmi milli kl. 12 og 22 og er aðgangur ókeypis. Uppselt er á fyrirfram- bókaðar sýningar en ein sýning er laus á hverjum klukkutíma á meðan sýningin stendur yfir. Landsbankinn og Höfuðborgar- stofa styrkja sýninguna. Nánari upplýsingar um listvið- burðahópinn og sýninguna má finna á www.huldufugl.is og á Facebook. mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 Fálkagata 18 • Dalbraut 1 ....................................................Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is MUNDU EFTIR GÖMLU GÓÐU AFMÆLISKRINGLUNNI - fyrir 25-30 manns PREN TU N .IS 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 9 . ÁG ú S t 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 1 9 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :2 6 F B 1 1 2 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 8 4 -4 D C 0 1 D 8 4 -4 C 8 4 1 D 8 4 -4 B 4 8 1 D 8 4 -4 A 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 1 2 s _ 1 8 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.