Fréttablaðið - 19.08.2017, Blaðsíða 92
Hvað ertu búin að gera í sumar?
Ég er búin að vera á sundnámskeiði,
reiðnámskeiði, fótboltaæfingum,
fótboltaskóla og spila á fjórum fót-
boltamótum.
Hefurðu farið eitthvað til útlanda?
Ég fór til Kaupmannahafnar og
Malmö með ömmu minni í vor því
frænka mín var að útskrifast. Við
fórum á ströndina og í Tívolí sem
var mjög gaman.
Ferðu oft til útlanda? Ég fer stund-
um til útlanda.
Hvað er skemmtilegast við að fara
til útlanda? Það er allt rosalega
skemmtilegt við að fara til útlanda.
En út á land á Íslandi? Já, ég er búin
að fara út á land. Fór til Vestfjarða
og svo í tjaldútilegu um verslunar-
mannahelgina.
Er gaman á Vestfjörðum? Já, það er
gaman.
Finnst þér langt að keyra? Já, en ég
finn lítið fyrir því því ég er sofandi
alla leiðina.
Ertu búin að vera mikið í fótbolta
í sumar? Já, er á æfingum á hverjum
degi og var svo líka í fótboltaskól-
anum í KR í sumar.
Hver er uppáhalds fótboltakonan
þín eða -maður? Sara Björk Gunn-
arsdóttir og uppáhaldsfótbolta-
maður minn er pabbi.
Ertu búin að skora mikið? Uuu já.
Hvað ætlarðu að verða þegar þú
ert orðin stór? Atvinnukona í fót-
bolta.
Hlakkarðu til að byrja aftur í skól-
anum? Já, já, miðlungs.
Hvað finnst þér skemmtilegast
við skólann? Stærðfræði og að vera
með vinkonum mínum.
En leiðinlegast? Matartíminn.
Finnst skólamaturinn ekkert svo
geggjaður.
Finnst
skólamatur
ekkert svo geggjaður
Halla Elísabet Viktorsdóttir, 9 ára, hefur ferðast
innan lands og utan þetta sumarið. Henni finnst allt
skemmtilegt við að vera í útlöndum, ætlar að verða
atvinnukona í fótbolta þegar hún er orðin stór og er
búin að skora rosalega mikið af mörkum í sumar.
Halla Elísabet Viktorsdóttir.
„Þetta finnst mér gaman,
eldspýtnaþraut!“ sagði
Lísaloppa og ljómaði öll.
Ekki var Kata eins ánægð.
„Þú og þínar eldspýtna-
þrautir,“ sagði hún önug.
„Þér finnst þær bara
skemmtilegar af því að
þú ert betri í þeim en
við,“ bætti hún við. „Sko,“
sagði Lísaloppa. „Hérna
eru átta jafn stórir þrí-
hyrningar, hvað þarf að
taka margar eldspýtur
til að eftir verði aðeins
fjórir?“ Róbert horfði
vantrúaður á eldspýtna-
þrautina. „Það er ekkert
hægt að leysa þessa
þraut,“ sagði hann fúll.
„Svona nú,“ sagði Lísa-
loppa. „Þið getið nú
reynt að leysa þessa
þraut.“ „Nei,“ sagði Kata
önug. „Ég neita að leysa
fleiri eldspýtnaþrautir.“
„Þér gekk nú ekkert svo
illa með þá síðustu var
það nokkuð?“ sagði
Lísaloppa. Kata hugs-
aði sig um smá stund.
„Allt í lagi,“ tilkynnti
hún stundar hátt og það
mátti heyra að keppnis-
skapið var komið í hana.
„Upp með ermarnar, við
leysum þetta.“
Konráð
á ferð og flugi
og félagar
263
krakkar
Getur
þú leyst þes
sa
eldspýtnaþr
aut?
?
?
?
365.is Sími 1817
Tryggðu þér áskrift á aðeins 333 kr. á dag*9.990 kr. á mánuði
*9.990.- á mánuði.
1 9 . á g ú s t 2 0 1 7 L A U g A R D A g U R44 H e L g i n ∙ F R É t t A B L A ð i ð
1
9
-0
8
-2
0
1
7
0
4
:2
6
F
B
1
1
2
s
_
P
0
9
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
8
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
2
8
K
_
N
Ý.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
8
4
-0
3
B
0
1
D
8
4
-0
2
7
4
1
D
8
4
-0
1
3
8
1
D
8
3
-F
F
F
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
1
1
2
s
_
1
8
_
8
_
2
0
1
7
C
M
Y
K