Fréttablaðið - 19.08.2017, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 19.08.2017, Blaðsíða 4
Steingrímur Birgisson forstjóri Bíla­ leigu Akureyrar sagði við Fréttablaðið á miðvikudag að kaup fyrirtækisins á rafbílum væru ein þau verstu í sögu þess. Það vanti hleðslu­ stöðvar á Keflavíkurflugvelli og víðar á landinu og þá sé nýtingin á bílunum ekki nógu góð þar sem tíma taki að hlaða þá. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs­ ráðherra var alls ekki hress þegar málað var yfir sjómanninn á Sjávarútvegshúsinu við Skúlagötu 4. „Mér finnst þetta bara verulega vanhugsað og enn verra ef menn eru ekki að virða höfundarrétt,“ sagði Þorgerður. Hún vill nú efna til samkeppni um nýja mynd eftir hvarf sjóarans og mun ráðfæra sig við Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM). Benedikt Jóhannessyni fjármála­ og efnahagsráð­ herra sinnaðist við bílstjóra sinn í vor með þeim afleiðing­ um að sá síðarnefndi var sendur til annarra starfa. Bílstjórinn hafði keyrt marga ráðherra áður en Benedikt settist í ríkisstjórn en fjármálaráðherra vildi ekki tjá sig um málið þegar Frétta­ blaðið náði tali af honum. Þrjú í fréttum Sjómaðurinn, rafbílar og ósætti við ráðherra Tölur Vikunnar 13.8.2017-19.8.2017 40 milljónir sterlings- punda er upp- hæðin sem enska knattspyrnuliðið Everton greiddi Swansea fyrir Gylfa Sigurðsson, samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins. 20,7 kíló af kókaíni voru haldlögð á Keflavíkur- flugvelli á fyrstu sjö mánuðum ársins. Magnið er á við það sem toll- verðir fundu fjögur ár þar á undan til samans. 40% aukning var í fraktflugi Icelandair Cargo í júlí saman- borið við sama mánuð 2016. 125 milljarðar er verðmið- inn á 58% hlut Kaup- þings í Arion banka. 41 dagur leið milli ríkisstjórnarfunda í sumar. Áhöld eru um hvort það sé lengsta frí ríkisstjórnar Ís- lands í sögunni. 83% framhaldsskólanema nota snjallsíma undir stýri. Notkun eykst með hækkandi aldri.30% samdráttur hefur orðið í sölu íslenska pappírsfram- leiðandans Papco síðan Costco opnaði í Garðabæ í maí. neyTendur Fleiri vörur úr verð­ samanburði Fréttablaðsins frá því í maí hafa hækkað í verði en lækkað samkvæmt nýrri verðathugun blaðs­ ins. Verðkönnun Fréttablaðsins í gær sýnir að sviptingar hafa orðið á verði í Costco síðan verslunin var opnuð, bæði til hækkunar og lækkunar. Mest er hækkunin 34% á gosi en mesta lækkunin er rúm 25% á pylsu­ máltíð. Af verðkönnun Fréttablaðsins að dæma virðast keppinautar í ein­ hverjum tilfellum hafa brugðist við samkeppninni frá Costco og lækkað verð. Af þeim níu vörum sem Frétta­ blaðið hafði verðsamanburð á frá því í maí höfðu fjórar hækkað í verði, þrjár lækkað í verði og verð tveggja haldist óbreytt. Sex þessara vara birtust í könnun blaðsins þann 24. maí þar sem verð í Costco var borið saman við verð annarra verslana á sömu vörum. Nú, tæplega þremur mánuðum eftir opnun verslunarinnar sem skók íslenskt samfélag, lék Fréttablaðinu forvitni á að vita hvernig verð hefði þróast. Sjá má að Bónus hefur á tímabilinu lækkað verð á vörum úr fyrri saman­ burði. Verð á stykkinu af lítilli dós af Pepsi Max hefur lækkað úr 78 kr. í 69 kr. en hún er þó enn 22 krónum dýrari en í Costco, þrátt fyrir að þar hafi verðið hækkað um rúm 34% á tímabilinu. Taka ber fram að í fyrri könnun blaðsins var verð á Pepsi Max kannað en í gær var aðeins hið sam­ bærilega Diet Pepsi til í versluninni. Þá ber að hafa í huga að gosdrykkur­ inn er seldur í 24 stykkja pakkningum í Costco. Sviptingar á vöruverði Costco og keppinautar bregðast við Verðkönnun Fréttablaðsins sýnir að fleiri vörur hjá Costco hafa hækkað í verði en lækkað síðan versl- unin var opnuð í maí. Samanburður sýnir að keppinautar hafa sumir brugðist við komu Costco með verðlækkunum. Costco hefur þó líka hnyklað verðlagsvöðva sína og lækkað verð á síðustu mánuðum. Vara 23. maí 18. ágúst Breyting í % Costco Pepsi Max/Diet 33 cl 35 kr. (Max) 47 kr. (Diet) 34,2% Bónus Pepsi Max 33 cl 78 kr. 69 kr. -11,5% Costco SS sinnep, 350 g 299 kr. 329 kr. 10,3% Bónus SS sinnep, 350 g 335 kr. 329 kr. -1,8% Costco Panodil hot, 500 mg, 10 bréf 929 kr. 929 kr. Óbreytt Lyf og heilsa Panodil hot, 500 mg, 10 bréf 1.459 kr. 1.184 kr. -18,8% Costco Pylsa og gos 400 kr. 299 kr. -25,2% Bæjarins bestu Pysla og gos 700 kr. 700 kr. Óbreytt Costco Bose Soundlink mini hátalari 21.499 kr. 19.499 kr. -9,3% Elko Bose Soundlink mini hátalari 19.995 kr. 23.995 kr. 20,0% Costco Levi’s 501 gallabuxur 6.399 kr. 5.899 kr. -7,8% Levi’s búðin Kringlunni Levi’s 501 gallabuxur 11.990 kr. 11.990 kr. Óbreytt annað í Costco 28. maí 18. ágúst Breyting í % Jarðarber, Driscoll’s, 907 g 1.149 kr. 1.149 kr. Óbreytt Kirsuber, 1 kg 1.299 kr. 1.399 kr. 7,7% Philips 55" UHD 6200 series sjónvarp 99.999 kr. 104.999 kr. 5,0% ✿ Svona hefur verðið breyst hjá Costco og keppinautum Bónus hefur jafnað Costco í verði á SS pylsusinnepi eftir 10% hækkun hjá Costco og tæplega 2% lækkun hjá Bónus. Í báðum verslunum kostar flaskan nú 329 krónur en áður mun­ aði 36 krónum Costco í vil. Verulegur verðmunur var á Panodil Hot­verkjalyfi hjá Costco og Lyfjum og heilsu í fyrri könnun. Lyfið kostar enn 929 krónur í Costco en Lyf og heilsa hefur lækkað verð sitt um tæp 19%, úr 1.459 krónum í 1.184 kr. Eftir að hafa skákað Costco í verði á tilteknum Bose­hátalara í fyrri könnun Fréttablaðsins hefur dæmið snúist við hjá Elko. Costco lækkaði verð sitt um 9,3% á meðan verð Elko hækkaði um 20% á sama tíma. Er græjan nú tæplega 4.500 krónum dýrari í Elko. Levi’s 501 gallabuxur sem kostuðu 6.399 kr. í Costco í maí kosta í dag 5.899 kr. og hefur verðið því lækkað um 7,8% á meðan Levi‘s búðin í Kringlunni hefur haldið verði sínu á sömu vöru óbreyttu, eða 11.990 kr. Fréttablaðið skoðaði einnig verð á þremur öðrum vörum sem ekki voru í fyrri samanburði blaðsins. Tvær þeirra hafa hækkað í verði. Kíló af hinum vinsælu kirsuberjum hefur hækkað um 7,7% og 55" Philips UHD snjallsjónvarp um 5%. Driscoll's jarðar berin sívinsælu hafa staðið í stað. mikael@frettabladid.is Frá kr. 198.795 m/hálfu fæði & drykk m/mat BENIDORM 12. september í 21 nótt Netverð á mann frá kr. 198.795 m.v. 2 í herbergi.Hotel Melia Benidorm Eldri borgarar Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir á sk ilja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra. Samfélag Ríkisstjórnin samþykkti í gær tillögu Benedikts Jóhannesson­ ar, fjármála­ og efnahagsráðherra, um að ívilnun með niðurfellingu áfengisgjalds gagnvart æðstu stofn­ unum ríkisins verði afnumin frá og með 1. október. Nú njóta ívilnunar embætti forseta Íslands, Alþingi, ráðuneyti og embætti biskups Íslands. Heimildin hefur verið háð því að þær vörur séu notaðar til risnu á vegum embættanna og að kaupin séu færð í bókhald og greidd af þeim. Þetta kemur fram á vef fjármála­ og efnahagsráðuneytisins. Þau rök sem lágu til grundvallar því að æðstu stofnunum ríkisins og þjóðkirkjunni var veitt þessi ívilnun voru fyrst og fremst af fjárhagslegum toga, en áfengiskaupafríðindi fela í sér ívilnun sem jafna má til skatta­ styrks úr ríkissjóði. „Þessar reglur voru barn síns tíma og mér þótti við hæfi að færa þær til nútímans og gera kostnað vegna áfengiskaupa gagnsærri. Eitt á yfir alla að ganga í þessu sem öðru. Ekki er gert ráð fyrir að bæta ráðuneyt­ unum þetta með auknu fjármagni,“ segir Benedikt á síðunni. Markvisst hefur verið unnið að því á undan­ förnum árum að fækka skattastyrkj­ um. Meðal röksemda fyrir því er að auka á almennt jafnræði, gagnsæi og festu í fjárstjórn. Heildareftirgjöf áfengisgjalda til þeirra sem nutu niðurfellingar þeirra, annarra en erlendra sendiráða og alþjóðastofn­ ana, sem gera það lögum samkvæmt, nam á síðastliðnu ári 10,5 milljónum króna. - bb Biskup missir skattaafslátt af áfengi Agnes M. Sigurðar- dóttir biskup FréttAblAðið/ SteFán 1 9 . á g ú S T 2 0 1 7 l a u g a r d a g u r4 f r é T T i r ∙ f r é T T a B l a ð i ð 1 9 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :2 6 F B 1 1 2 s _ P 1 0 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 8 3 -E B 0 0 1 D 8 3 -E 9 C 4 1 D 8 3 -E 8 8 8 1 D 8 3 -E 7 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 1 2 s _ 1 8 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.