Fréttablaðið - 01.09.2017, Qupperneq 2
Veður
Fremur hæg suðvestanátt og bjart-
viðri austan til, en annars skýjað og
sums staðar súld. Hlýtt í veðri með
hita að 22 stigum fyrir austan. sjá
síðu 28
Allt á fullu á lóð kísilvers PCC
Framkvæmdir við kísilmálmverksmiðju PCC á Bakka við Húsavík eru á lokametrunum. Gangsetning verksmiðjunnar verður samkvæmt áætlunum
í desember og full afköst ættu að nást nokkrum vikum síðar. Rétt rúm tvö ár eru liðin síðan jarðvinna hófst á lóðinni. Mynd/Gaukur Hjartarson
stjórnmál „Stjórnmálamenn
eiga auðvitað að skipta sér
af lögum sem varða uppreist
æru. Þetta á ekki við um mína
nefnd,“ segir Áslaug Arna Sigur-
björnsdóttir, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins og formaður alls-
herjar- og menntamálanefndar,
um færslu sem hún lækaði við á
Twitt er á mánudag. Í umræddri
færslu frá Davíð Þorlákssyni, lög-
fræðingi og fyrrverandi formanni
Sambands ungra Sjálfstæðis-
manna, lýsir hann þeirri skoðun
sinni að fátt sé meira „lýðskrum
en þegar þingmenn krefjast
fundar í þingnefnd út af ein-
hverju sem stjórnmálamenn
ættu ekki að skipta sér af“.
Áslaug Arna lýsti vel-
þóknun á þessari fullyrð-
ingu Davíðs með því að
líka við færsluna á mánu-
dag, daginn áður en alls-
herjar- og menntamála-
nefnd kom saman til
opins fundar til að fjalla
um reglur um uppreist
æru. Fundar sem Þór-
hildur Sunna Ævars-
dóttir, þingmaður
Pírata, óskaði eftir.
Þegar blaðamaður
bar undir Áslaugu
Örnu hvort hún
væri sammála full-
yrðingu tístsins
kannaðist hún í
fyrstu ekki við að
hafa séð það. Þegar
blaðamaður minnti
hana á að hún hefði
lækað færsluna sagðist
hún telja að færslan hefði því
ekki átt við um hennar nefnd.
„Ég er sammála því að
það er tilgangslaust að
halda fundi í nefndum
um málefni sem heyra
ekki sérstaklega undir
nefndina eða sem þing-
menn geta ekki gert
neitt í. Sem hann er að
vitna til.“
Áslaug segir ljóst að
málefni uppreist æru
heyri undir allsherjar-
og menntamálanefnd.
Hún hafi glöð orðið við
beiðni minnihlutans um
fundinn enda komi málið
á borð nefndarinnar til
umfjöllunar þegar það
komi frá ráðherra. Þing-
menn í hennar nefnd hafi
einbeitt sér að málum sem stjórn-
málamenn eigi að skipta sér af.
„Þess vegna á þetta ekki við í þeim
tilfellum.“
Þórhildur Sunna, þingmaður
Pírata, segir að þó erfitt sé að lesa í læk
á tístum sé málið óheppilegt.
„Það er mjög miður að formaður
allsherjar- og menntamálanefndar
skuli taka undir þessi sjónarmið.“
Eftir umtalaða færslu Áslaugar
á Twitter um helgina þar sem hún
óskaði eftir ólöglegu streymi á box-
bardaga og þessara óheppilegu undir-
tekta hennar við færslu Davíðs segir
hún aðspurð að ekki sé ástæða fyrir
hana til að endurskoða hegðun sína á
samfélagsmiðlum í ljósi stöðu sinnar
og ábyrgðar.
„Nei, það tel ég ekki. Ég er búin að
biðjast afsökunar á þessu tísti sem var
þarna inni í örskamma stund og taldi
vera mistök. Að öðru leyti tel ég það
ekki vera.“ mikael@frettabladid.is
Áslaug lækaði að ósk
um fund væri lýðskrum
Nefndarformaðurinn Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir lýsti velþóknun sinni á
Twitter-færslu það var kallað lýðskrum þegar þingmenn óskuðu eftir þing-
nefndarfundum. Þingmaðurinn segir að færslan eigi ekki við um hennar nefnd.
Færsla davíðs og Áslaug arna á lista meðal þeirra sem lækuðu hana.
PÁSKATILBOÐ
Smiðjuvegi 2, Kópavogi - www.grillbudin.is - Sími 554 0400
Opið virka daga 11-18
Laugardag 11-16
Grillbúðin
Nr. 12652
Grill - Húsgögn
Eldstæði - Útiljós
Hitarar - Aukahlutir
• 3 brennarar
• Brennarar úr ryðfríu stáli
• Postulínsemalerað eldhólf
• Grillgrindur úr pottjárni
• PTS hitajöfnunarkerfi
• Rafkveikja
• Gashella í hliðarborði
• Tvöfalt einangrað lok
• Stór efri grind
• Hitamælir
• Grillflötur 58 x 46 cm
• Auðveld þrif - Bakki fyrir fitu
undir öllu grillinu
• Afl 13,4 KW
Gildir 1. - 9. sept
Opið virka daga 11-18
Opið laugardaga 11-16
22%
afsláttur
69.900
Verð áður 89.900
lÖGrEGlumál Verjandi Sveins
Gests Tryggvasonar, sem var í gær
ákærður vegna dauða Arnars Jóns-
sonar Aspar, segir umbjóðanda sinn
hafna ákærunni. „Hann hefur lýst
sig saklausan af þessum ásökunum
og heldur sig fast við það,“ segir verj-
andinn, Þorgils Þorgilsson, í samtali
við blaðið.
Héraðssaksóknari ákærði Svein
Gest fyrir stórfellda líkamsárás
samkvæmt 2. málsgrein 218. greinar
almennra hegningarlaga. Brotið
getur varðað fangelsi allt að sextán
árum þegar bani hlýst af atlögunni.
Sveinn Gestur hefur setið í gæslu-
varðhaldi síðustu tólf vikur grun-
aður um að hafa ráðið Arnari bana
að Æsustöðum í Mosfellsdal þann
7. júní. Héraðsdómur Reykjavíkur
féllst í gær á að framlengja varð-
haldið yfir honum til 28. septem-
ber. Úrskurðurinn
hefur verið kærður
t i l H æ st a -
réttar, að
sögn Þor-
gils.
S v e i n n
G e s t u r e r
einn ákærð-
ur í málinu
e n u p p -
haflega voru sex
handteknir. Fjórum
var fljótlega sleppt og
þeim fimmta, Jóni Trausta Lúth-
erssyni, nokkrum vikum síðar eftir
að Hæstiréttur neitaði að fallast
á áframhaldandi gæsluvarðhald
yfir honum. Sveinn Gestur og Jón
Trausti voru báðir í einangrun í
nokkra daga á meðan gæsluvarð-
haldsvist þeirra stóð.
Málið var upphaflega rannsakað
sem manndráp, líkt og fram kemur í
eldri gæsluvarðhaldsúrskurðum, en
eins og áður segir hefur saksóknari
nú ákveðið að ákæra fyrir stórfellda
líkamsárás. – kij
Sveinn lýsir
áfram yfir
sakleysi
FjÖlmiðlar Kostnaður Ríkisút-
varpsins (RÚV) vegna skrifstofu
útvarpsstjóra, fjármáladeildar og
stjórnar nam tæpum 140 millj-
ónum króna á fyrstu sex mánuðum
ársins og jókst um tuttugu prósent
á milli ára, að því er fram kemur í
hálfsársuppgjöri félagsins. Rekstrar-
gjöld Ríkisútvarpsins námu rúmum
þremur milljörðum króna á tíma-
bilinu og hækkuðu um 114 milljónir
eða fjögur prósent á milli ára.
Um 44 milljóna króna tap varð á
rekstri RÚV á fyrri helmingi ársins
borið saman við 38,2 milljarða
króna tap á sama tíma í fyrra.
Þá námu gjaldfærð laun og
lífeyris sjóðsgreiðslur til æðstu
stjórnenda RÚV, annarra en
útvarpstjóra, 60,7 milljónum króna
á fyrri helmingi ársins og hækkuðu
um 7,4 prósent á milli ára. Heildar-
laun og þóknanir útvarpsstjóra
námu 10,5 milljónum króna. – kij
Kostnaður RÚV
jókst um 20%
1 . s E p t E m b E r 2 0 1 7 F Ö s t u D a G u r2 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð
0
1
-0
9
-2
0
1
7
0
4
:3
4
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
A
3
-3
4
D
C
1
D
A
3
-3
3
A
0
1
D
A
3
-3
2
6
4
1
D
A
3
-3
1
2
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
5
6
s
_
3
1
_
8
_
2
0
1
7
C
M
Y
K