Fréttablaðið - 01.09.2017, Page 6
Það eru fastir aðilar
frá Öryggismiðstöð-
inni í þessu og þeir fá sér-
staka kynningu og fræðslu
hjá okkur.
Bernard Gerritsma,
forstöðuhjúkr-
unarfræðingur
geðdeildar Sjúkra-
hússins á Akureyri
Ógrynni pílagríma í Sádi-Arabíu
Gífurlegur fjöldi pílagríma sótti Arafat-fjall í Sádi-Arabíu heim í gær en heimsóknin er liður í Hajj-pílagrímsferðinni sem er mikilvægur þáttur
íslamskrar trúar. Arafat-fjall er suðaustur af Mekka en múslimar trúa því að Múhameð spámaður hafi þar flutt síðustu ræðu sína. nordicphotos/AFp
starfsmaður sjúkrahússins á Akureyri sér um að þjálfa öryggisverðina. FréttAblAðið/pjetur
VIÐSKIPTI Lækkanir síðustu vikna
á gengi hlutabréfa í Marel hafa
skapað gott kauptækifæri fyrir
fjárfesta að mati hagfræðideildar
Landsbankans. Nýtt verðmat sér-
fræðinga bankans, sem Fréttablaðið
hefur undir höndum, er tæpum nítj-
án prósentum hærra en gengi bréfa
félagsins eftir lokun markaða í gær.
Hagfræðideildin telur verðmats-
gengi Marels vera 403 krónur á hlut,
en gengið var 339 krónur á hlut síð-
degis í gær. Er fjárfestum þannig
ráðlagt að kaupa hlutabréf í félag-
inu. Mælt í krónum hækkaði verð-
matið um 5,7 prósent frá því í júní.
Hlutabréf í Marel lækkuðu um
8,5 prósent í verði í ágústmánuði.
Í verðmati hagfræðideildarinnar
kemur fram að uppgjör félagsins
fyrir annan fjórðung ársins hafi
komið á óvart. Deildin hafi reiknað
með tekjuvexti en hins vegar dróg-
ust tekjurnar saman um 7,6 pró-
sent á milli ára. Var
rekstrarhagn-
aður Marel fyrir
afskriftir, fjár-
magnsliði og
skatta (EBITDA)
jafnframt um
tíu milljónum
evra undir spá
h a g f r æ ð i -
deildar-
innar.
– kij
Telja bréf Marel
undirverðlögð
Árni oddur Þórðar-
son, forstjóri Marel
HeIlbrIgÐISmál Öryggisverðir hafa
eftirlit með fólki í sjálfsvígshættu á
geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri
(SAK), samkvæmt samningi milli
Öryggismiðstöðvarinnar og sjúkra-
hússins. Þetta staðfestir Bernard
Gerritsma, forstöðuhjúkrunar-
fræðingur geðdeildar SAK.
„Það eru fastir aðilar frá Öryggis-
miðstöðinni í þessu og þeir fá sér-
staka kynningu og fræðslu hjá
okkur,“ segir Bernard og segir
þjálfunina lúta að fræðslu um geð-
sjúkdóma og þjálfun í viðbrögðum
við æstum sjúklingum og mögu-
legum áhrifum hegðunar starfs-
fólks á sjúklingana. „Fyrst fengum
við þjálfun á Landspítalanum en
svo sendum við mann suður í sér-
staka þjálfun sem er núna í fullu
starfi hjá okkur við þessa fræðslu.”
Sams konar samningur er í gildi
milli Landspítalans og Securitas en
geðsvið spítalans hefur ekki nýtt
þá þjónustu undanfarin ár. „Við
teljum öruggara að okkar starfs-
fólk sinni þessari umönnun,“ segir
María Einisdóttir, framkvæmda-
stjóri geðsviðs Landspítalans.
Aðspurður segir Bernard að
dæmi séu um að öryggisverðir hafi
þurft að vakta einstaklinga stöðugt
sólarhringum saman.
„Það hefur komið fyrir að þeir
hafi verið einir með skjólstæð-
ingum okkar bara til að vakta þá.
Það hefur þá verið út af mönnunar-
vanda eða að þyngdin á deildinni
er þannig að við höfum ekki getað
sinnt þessu en viljum samt geta
tryggt öryggi okkar skjólstæðinga.
En það er alls ekki mín hugmynd,
enda mitt álit að skjólstæðingi eigi
alltaf að sinna af fagstarfsfólki,“
segir Bernard og játar því að hann
myndi helst vilja hafa fast stöðu-
gildi til að sinna þessu.
„Þetta vekur upp ýmsar spurn-
ingar,“ segir Anna Gunnhildur
Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri
Geðhjálpar, sem hafði ekki heyrt
af þessari tilhögun fyrir norðan og
veltir fyrir sér af hverju þessi leið sé
farin, hvort hún sé rétt og hvort rétt
sé farið að þessu.
„Það er þó léttir að heyra að það
eru fastir aðilar í þessu en við vitum
að það er fólk ráðið utan af götu inn
á geðdeildirnar og starfsmanna-
veltan er mikil. Það þarf að huga
að því hvernig það er fyrir sjúkl-
inga að vera þjónustaðir af ungu
og ómenntuðu fólki sem er kannski
bara í örfáa mánuði hverju sinni og
alltaf einhverjir nýir að byrja,“ segir
Anna, og leggur áherslu á mikilvægi
stuðnings og fræðslu við ófaglært
starfsfólk á geðdeildum óháð því
hve lengi það staldrar við.
adalheidur@frettabladid.is
Öryggisverðir gæta sjúklinga í
sjálfsvígshættu á Akureyri
Öryggismiðstöðin sér um eftirlit á Sjúkrahúsinu á Akureyri á álagstímum, stundum sólarhringum saman.
Geðsvið Landspítalans nýtir ekki slíka þjónustu en er með sams konar samning. Framkvæmdastjóri Geð-
hjálpar er hugsi yfir þessari leið og leggur áherslu á mikilvægi fræðslu fyrir ófagmenntað starfsfólk.
reyKjaVíK Rekstrarniðurstaða sam-
stæðu Reykjavíkurborgar, A- og B-
hluta, var jákvæð um 18,6 milljarða
króna á fyrstu sex mánuðum ársins
en áætlanir gerðu ráð fyrir jákvæðri
niðurstöðu um 7,8 milljarða.
Rekstrarniðurstaða fyrir fjár-
magnsliði var jákvæð um 14,2 millj-
arða króna sem er 4,5 milljörðum
króna betri niðurstaða en áætlun
gerði ráð fyrir.
A-hlutinn, sá hluti borgarinnar
sem rekinn er fyrir skattfé, skilaði
3,6 milljarða króna hagnaði. Betri
rekstrarniðurstaða skýrist einkum
af hærri skatttekjum, framlögum
Jöfnunarsjóðs, sem og hærri tekjum
af sölu byggingarréttar og söluhagn-
aði fasteigna. – sg
Borgin rekin í
19 milljarða plús
3,6
milljarða króna afgangur
var af rekstri A-hluta borgar-
innar.
DÓmSmál Héraðsdómur Reykjavíkur
dæmdi í fyrradag karlmann á þrí-
tugsaldri í níu mánaða fangelsi fyrir
á þriðja tug lögbrota. Brotin voru
framin á um tíu mánaða tímabili
eða fram til maí á þessu ári.
Maðurinn, sem játaði sök, gerðist
sekur um fjórtán fíkniefnalagabrot,
fimm umferðarlagabrot, nytjastuldi
og brot á vopnalögum. Hann hefur
setið í gæsluvarðhaldi frá 8. maí
síðastliðnum en dvölin þar dregst
frá refsingunni. Þá voru gerð upp-
tæk hnífur, sverð og fíkniefni, þar á
meðal 118 e-töflur, sem lögreglan
hafði lagt hald við rannsókn málsins.
Fram kemur í dómi héraðsdóms
að maðurinn eigi að baki sakaferil.
– kij
Síbrotamaður
dæmdur í níu
mánaða fangelsi
1 . S e P T e m b e r 2 0 1 7 F Ö S T U D a g U r6 F r é T T I r ∙ F r é T T a b l a Ð I Ð
0
1
-0
9
-2
0
1
7
0
4
:3
4
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
A
3
-5
C
5
C
1
D
A
3
-5
B
2
0
1
D
A
3
-5
9
E
4
1
D
A
3
-5
8
A
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
5
6
s
_
3
1
_
8
_
2
0
1
7
C
M
Y
K