Fréttablaðið - 01.09.2017, Qupperneq 17
Einu sinni var kaldhæðni sjald-gæft stílbragð. Þegar Oscar Wilde, sem virðist hafa verið
frekar kaldhæðinn náungi, var
uppi, gat kaldhæðni verið virkilega
beitt. Þetta var á Viktoríutímanum.
Þegar það var nánast hættulegt að
vera kaldhæðinn opinberlega. Enda
var Oscar Wilde settur í fangelsi
fyrir „sódómíseringu“, hvað í fjand-
anum sem það er. Líklegast var
hann settur í fangelsi fyrir einmitt
það viðhorf: að hæðast að heimsku
lagabókstafa sem fyrirskipuðu um
kynferðismálefni fólks.
Frank Zappa, sem einnig var
kaldhæðnispostuli sinnar kyn-
slóðar, var einnig settur í fangelsi.
Hann þurfti að vísu bara að dúsa í
tíu daga, fyrir að hafa tekið sviðsett
samfarahljóð upp á segulband.
Þetta var í upphafi ferils hans.
Allt frá þeim tíma talaði hann í
miklum hæðnistón um stjórnvöld
og ýmis boð og bönn. Frank Zappa
var kaldhæðinn. Auðvitað var
hann það. Hann kom inn í músík-
bransann, neflangur og sveittur af
ítalsk-arabískum ættum, á sama
tíma og söngvarar í Ameríku voru
ljóshærðir og bláeygir og sungu um
mömmu sína. Hann var í stríði við
alla. Plötuútgefendur, lögregluna
og pabbana og mömmurnar. Frank
Zappa var kaldhæðinn þegar fáir
aðrir voru kaldhæðnir. Flestir voru
alvarlegir á þessum tíma. Prestar
voru alvarlegir. Lögreglan var ekki
með fyndinn Instagram reikning.
Forsetinn var alvarlegur.
En nú erum við með forseta sem
er kaldhæðinn. Forsetinn okkar
vill ekki ananas á pitsur. Hann lét
það út úr sér og heimurinn nötraði.
Eða hvað? Nötraði hann í alvöru?
Nei. Það var líka kaldhæðni. Allir
skildu kaldhæðnina. Nema kannski
einn gæi í Kanada (sem á víst að
hafa fundið upp að hafa ananas
á pitsur) en hann varð brjálaður
og er víst dáinn núna (sem kemur
reyndar málinu ekki við). En líklega
var hann ekkert brjálaður. Það
var líka kaldhæðni hjá honum. En
hér er allt sagt í einlægni, þið getið
farið yfir sérhverja hugsun hér orð
fyrir orð og vegið það og metið.
Punkturinn er sá að í dag er fólk í
valdastétt einnig kaldhæðið.
Í Bandaríkjunum grasserar nú
fasismi. Það eru engar ýkjur. Í
skjóli popúlisma leyfist ofbeldis-
fullum hópum að hafa uppi aftur-
haldssöm sjónarmið. Stjórnvöld
eru í ríkum mæli farin að fórna
hagsmunum minnihlutahópa,
tala niður kvenréttindi, vinna fyrir
hagsmunum einangrunar og er
sú þróun leidd áfram af sjálfum
forsetanum. En það er ekki eins og
Vesturlandabúar hafi tekið þessu
þegjandi. Forseti Bandaríkjanna
hefur verið vélbyssudritaður með
kaldhæðnum athugasemdum
alveg frá því að hann ákvað að
gefa kost á sér í kjör forseta fyrir
rúmum tveimur árum síðan. Hann
hefur verið sagður þumbaralegur,
Er hægt að sigra fasisma og hafa gaman í leiðinni?
með asnalegt hár, belgsíður, rass-
breiður, typpskammur, með asna-
legt nafn, nef og ásjónu. Margir
hafa líka bent á kaldhæðnislegan
hátt á stærra samhengið. Að hér
sé Walmart- og byssuóða álfan
að fá að finna á eigin skinni það
sem hún sannarlega hefur látið
yfir aðrar þjóðir ganga. Við þetta
er ekkert að athuga, annað en að
þetta virðist ekki vera að virka.
Sjáið til. Forseti Bandaríkjanna
er ekki viktoríanskur kerfiskall sem
er afhjúpaður á snilldarlegan hátt
með kaldhæðni. Hann er sjálfur
kaldhæðinn og er læs á þann leik
rétt eins og hver annar. Hann
meinar ekki allt sem hann segir,
stundum er merkingin þveröfug
við það sem orðin ættu að þýða, sé
einhver merking. Hann talar fjálg-
lega og af kæruleysi um alvarleg
málefni í von um að kreista fram
ódýra hlátra. Og stundum tekst
það jafnvel. Ætli kaldhæðnis-stig
Bandaríkjaforseta sé ekki álíka
mikið og hjá venjulegu fólki þegar
það tjáir skoðanir sínar á netinu.
Og hér kem ég loksins að loka-
punktinum. Ég hef ekkert á móti
kaldhæðni. Í gegnum tíðina hefur
kaldhæðni verið kraftmikið stíl-
bragð og fengið fólk til að hugsa.
Og kaldhæðni getur líka fengið
mann til að hlæja. En í sérhverju
stríði þarf maður að velja vopn sín.
Og kaldhæðni bítur ekki á nútíma
fasisma. Ekki ögn. Kaldhæðni bítur
ekki á fasisma Vesturlanda því
kaldhæðni er ekki lengur einka-
vopn intellígensíunnar í stríði við
spillt stjórnvöld. Kaldhæðni er
allra. Allir nota og skilja kald-
hæðni. Líka óvinurinn. En hvernig
verður þá fasismi kveðinn niður?
Fasismi verður kveðinn niður
með aga, hjartahlýju, lögfræðilegri
kænsku og eftir atvikum persónu-
legum fórnum. Eitt af því fyrsta
sem við þurfum að fórna eru þau
þægindi að telja sig geta barist gegn
fasisma og haft gaman í leiðinni.
Ég hef ekkert á móti kald-
hæðni. Í gegnum tíðina hefur
kaldhæðni verið kraftmikið
stílbragð og fengið fólk til að
hugsa. Og kaldhæðni getur
líka fengið mann til að hlæja.
En í sérhverju stríði þarf
maður að velja vopn sín.
Bergur Ebbi
Í dag
Miklu meira en bara ódýrt
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Verkfæralagerinn
Loftdæla OMEGA
12V 30L
Viðgerðarkollur,
hækkanlegur
Avo fjölsvið-
mælir
8.995
7.495
Jeppatjakkur
2.25T 52cm
17.995
Allt fyrir listamanninn
Kolibri trönur
í miklu úrvali, gæða-
vara á góðu verði
Kolibri penslar
Handgerðir þýskir
penslar í hæsta
gæðaflokki á afar
hagstæðu verði
Amsterdam
akrýllitir
Van Gogh
olíulitir
Van Gogh
vatnslitir
Frábært úrval
af strigum
Frábært úrval
af VIAIR
loftdælum
BERNAL Bílskúrs-
hurðaopnarar
Öflugar
háþrýstidælur
165Bör
1800W
29.999
2T Tjakkur
í tösku
3.795
1.895
2.995
2T Búkkar Fötur/Balar/Tunnur/
Stampar, mikið úrval
Perfectpro Lunchbox
vinnuútvörp, ryk og vatns-
varinn, margar gerðir
Vinnuvetlingar PU
Flex
295
Ruslapokar
90L/120L/140L/
190L 10/25/50stk
Einnig glærir
frá 385
frá 585
Strákústar
4.895
Hjólbörur
100 kg burðargeta
495
Hitamælir
mikið úrval
Sekkjatrillur
í miklu úrvali
Háþrýstidæla
1650W
frá 2.995
Bílaþvotta-
kústar
985
WD40 - 400ml
(20% afsláttur
ef keyptur er kassi)
9.895
44.999
Vélastandur
1000lb
Vélagálgi 2T
frá 1.999
Álskóflur
Tröppur
og stigar
í frábæru
úrvali
Mikið úrval af dekkjum
og flutningspöllum
4.995
Ljósabretti f/kerrur
Strekkibönd og teygjur
við allra hæfi
24.985
19.995
Silverline súluborvél
Sjálfvirkur suðuhjálmur
m/photosellu
7.995
Loftpressa 8Bör 180L 24L
19.995
METABO KS 216M
Lasercut bútsög
Silverline
Sverðsög 800W
16.999
METABO KGS216M
Lasercut bútsög
m/framdragi
29.985
Scantool Hverfisteinarnir
komnir aftur
Silverline
Hleðsluborvél
18V Li-Ion
9.999
9.999
Ný sending af strigum frá Sara&Alma
Ný sending
frá Talens,
Rembrant,
Van Gogh,
Amsterdam
9.999
S k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 17F Ö S T u d a g u R 1 . S e p T e m B e R 2 0 1 7
0
1
-0
9
-2
0
1
7
0
4
:3
4
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
A
3
-4
D
8
C
1
D
A
3
-4
C
5
0
1
D
A
3
-4
B
1
4
1
D
A
3
-4
9
D
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
5
6
s
_
3
1
_
8
_
2
0
1
7
C
M
Y
K