Fréttablaðið - 01.09.2017, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 01.09.2017, Blaðsíða 28
Svo virðist sem líkaminn ráði betur við stórar máltíðir í upp-hafi dags en að sami kaloríu- fjöldi þegar líður að kvöldi safnist fremur upp í formi fitu. Nýlegar rannsóknir á bæði dýrum og mönn- um benda með öðrum orðum til þess að ekki þurfi aðeins að horfa á kaloríur heldur líka klukkuna þegar kemur að mat og þyngdarstjórnun. Halda frekar kjörþyngd Nýleg rannsókn á matarvenjum 50.000 sjöunda dags aðventista yfir sjö ára tímabil sýndi að þeir sem borða stóra máltíð að morgni, minni í hádeginu og léttan eða jafnvel engan kvöldmat koma efnaskiptunum fyrr í gang og draga þannig úr líkum á offitu. Þeir þátttakendur sem borðuðu stærstu máltíðina að morgni áttu með öðrum orðum auðveldast með að halda kjörþyngd. Lægsta BMI hafði svo átta prósent hópsins sem borðaði síðustu máltíðina snemma eftirmiðdags og síðan ekkert fyrr en morguninn eftir, eða föstuðu í 18 til 19 tíma á sólarhring. „Svo virðist sem líkami okkar sé hannaður til að borða vel og fasta á víxl í stað þess að vera stöðugt að narta,“ segir dr. Hana Kahleova, ein þeirra sem standa að baki rann- sókninni sem var birt í The Journal of Nutrition í sumar. Hún segir það að borða stærstu máltíðina að morgni jafnframt virðast hafa jákvæð áhrif á þyngdina. „Ástæðan er líkast til sú að virkni insúlíns, sem myndast í brisinu og heldur blóðsykrinum í skefjum, virðist vera mest í upphafi dags. Maturinn nýtist okkur því best á þeim tíma.“ Ísraelski vísindamaðurinn dr. Daniela Jakubowicz Wolfson við Heilsustofnun Tel Avív, hefur rannsakað þetta frekar. Hún skipti konum með offitu upp í tvo hópa. Hvor hópur fyrir sig neytti 1.400 hitaeininga á dag. Annar helming- urinn neytti 700 kaloría að morgni, 500 í hádeginu og 200 á kvöldin. Hinn sneri dæminu við. Eftir 12 vikur höfðu konurnar í báðum hóp- unum grennst en þær sem borðuðu stærstu máltíðina að morgni um tvisvar sinnum meira. Amerísku hjartaverndarsam- tökin hafa bent í sömu átt en í upp- hafi árs gáfu þau út yfirlýsingu þess efnis að með því að tímasetja mál- tíðir betur megi mögulega draga úr hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Þar er mælt gegn því að fólk sleppi því að borða morgunmat, líkt og 20-30 prósent Bandaríkjamanna gera, enda hefur það verið tengt aukinni hættu á insúlínónæmi og sykursýki. Samtökin hafa einnig bent á að stöku föstur geti dregið úr offitu, í það minnsta til skamms tíma. Áhrif líkamsklukkunnar Dr. Satchidananda Panda, prófessor við Salk stofnunina í San Diego og einn fremsti vísindamaður heims í rannsóknum á áhrifum líkams- klukkunnar á heilsu, hefur komist að sömu niðurstöðu, en hann heldur fyrirlestur á heilsuráðstefn- unni Who Wants to Live Foerever, sem verður haldin í Hörpu föstu- daginn 8. september næstkomandi. „Ef þú gæfir heilbrigðum ein- staklingi stóran skammt af glúkósa í upphafi dags myndi blóðsykurinn haldast hár í einn til tvo tíma þar til hann næði jafnvægi á ný. Ef þú gæfir sama einstaklingi sama magn seint að kvöldi, þegar insúlínvirknin er í lágmarki, myndi blóðsykurinn haldast hærri mun lengur, eða í allt að þrjá tíma.“ Þetta hefur verið kallað kvöldsykursýki, en þeir sem eru haldnir sykursýki mynda of lítið insúlín og geta þar af leiðandi ekki haldið blóðsykrinum eðlilegum sem aftur hefur verið tengt við fjölda annarra lífsstílssjúkdóma. Dr. Panda hefur líka bent á að gott sé að gefa líkamanum lengri hvíld frá áti. Hann bað sjálfboðaliða að mynda allt sem þeir borðuðu og drukku yfir daginn og komst að því flestir borðuðu yfir 15 tíma tímabil og tóku sér aðallega hvíld á nóttunni. Hann hafði áður komist að því í músatilraunum að með því að gefa dýrum óheftan aðgang að ís, osti og flögum allan sólarhringinn þróuðu þær með sér insúlínónæmi og offitu á tíu vikum. Þær sem fengu sama kost yfir átta tíma tímabil og föstuðu það sem eftir lifði sólarhringsins urðu hins vegar ekki feitar og hafa ýmsar fleiri dýrarannsóknir í gegnum árin bent í sömu átt. Að mati Kahleova bendir margt til að fólk ætti að hafa það í huga að stækka morgunverðinn og minnka kvöldmáltíðina. Að það ætti að fylgja gamla máltækinu að borða morgunmat eins og kóngur, hádegismat eins og prins og kvöld- mat eins og sveitarómagi. „Þessu kann þó að vera erfitt að snúa við enda flestir stilltir inn á að setjast að snæðingi á kvöldin. Það á sér einfaldlega djúpar menningarlegar rætur.“ Hún segir þó ekki úr vegi að reyna að hafa þetta í huga eins oft og kostur er. Vera Einarsdóttir vera@365.is Mýs sem fá óheftan aðgang að ís, osti og flögum allan sólarhring­ inn þróa með sér insúlín­ ónæmi og sykursýki á tíu vikum. Fákafeni 9, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is SKVÍSAÐU ÞIG UPP FYRIR SUMARIÐ STÆRÐIR 14-28 ÆFINGARFATNAÐUR Sjáðu úrvalið í netverslun www.curvy.is eða komdu í verslun okkar að Fákafeni 9 Opið alla virka daga frá kl. 11-18 og Laugardaga frá kl. 11-16 Virkni insúlíns virðist vera meiri í upphafi dags en seint á kvöldin. Flestir eru stilltir inn á að setjast niður að snæðingi á kvöldin og á það sér djúpar menningarlegar rætur. Ýmislegt bendir til þess að það sé þó ekki endilega líkamanum fyrir bestu. Stærsta máltíðin að morgni Margir kannast við að skófla í sig skál af morgunkorni og kaffi í flýtinum á morgnana en borða svo vel í hádeginu og jafnvel mest á kvöldin. Æ fleiri rannsóknir benda til þess að betra væri að snúa dæminu við. Eins virðist gott að gefa líkamanum frí frá áti með föstu inni á milli. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 . S e p t e m B e R 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U R 0 1 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 4 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D A 3 -4 D 8 C 1 D A 3 -4 C 5 0 1 D A 3 -4 B 1 4 1 D A 3 -4 9 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 3 1 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.