Fréttablaðið - 23.09.2017, Síða 6

Fréttablaðið - 23.09.2017, Síða 6
Kjaramál Mikið ber í milli í launa- deilu Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair. Deilan hefur verið send til ríkissáttasemjara og fundað hefur verið í deilunni þar. Óskar Einarsson, formaður Flug- virkjafélags Íslands, segir fyrsta fund hjá ríkissáttasemjara ekki hafa breytt miklu. Þar hafi aðilar helst verið að kynna sín sjónarmið og fara yfir málið í rólegheitum. Hann segir hugmyndir flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins um launahækkanir vera mjög mismunandi. „Við erum með ákveðnar kröfur og kynntum þær. SA eru hörð á því að bjóða okkur launahækkanir sem miða við SALEK-samkomulagið sem er löngu dautt. Við munum ekki sætta okkur við það,“ segir Óskar en það sé nú stutt liðið á þessa samn- ingagerð og því gæti nú allt gerst enn þá. „Þetta var nú bara fyrsti fundur og við skulum sjá hvað setur. Við erum allavega ekki farnir að hugsa það að leggja niður störf strax.“ Halldór Benjamín Þor- bergsson, framkvæmda- stjóri SA, segir línu sam- takanna alveg skýra. Á fundi samtaka atvinnulífs- ins á Akureyri í fyrradag talaði hann um að krafa væri uppi í þjóðfélaginu um ósjálfbærar launa- hækkanir í landinu. „Stundum er mikið svigrúm fyrir launa- hækkanir, stundum er lítið svigrúm fyrir launahækk- anir. Það er alveg ljóst að það er ekkert svigrúm fyrir launahækkanir eins og staðan er í dag,“ segir Halldór Benjamín á fundinum. „Við verðum að verja þá kaupmáttaraukn- ingu sem launafólk hefur fengið á síðustu árum, sem er á milli 20 og 30 prósent.“ Einnig sagði Halldór Benjamín að útflutnings- fyrirtækin yrðu að vera leiðandi í verðmæta- sköpun og því hversu m i k i ð svi g r ú m væri til launa- h æ k k a n a . O p i n b e r i r starfsmenn og kjararáð gætu ekki með nokkru móti verið leiðandi í launahækkunum í þessu landi. „Það var lítið sem gerðist á þessum fundi og ég mun boða aðila til fund- ar aftur innan tveggja vikna nema eitthvað sérstakt gerist í millitíð- inni,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari. sveinn@frettabladid.is Hækkun í anda Salek ekki nóg fyrir flugvirkja Deilur flugvirkja Icelandair við Samtök atvinnulífsins gefa tóninn í kjaravið- ræðum sem fram undan eru í vetur. Forsvarsmenn SA telja ekkert svigrúm til launahækkana en flugvirkjar sætta sig ekki við litla hækkun í anda SALEK. Á flótta Flóttamannabúðir Rohingja í Bangladess eru hættulegar heilsu flóttamannanna. Þetta fullyrtu mannúðarsamtökin Læknar án landamæra í gær. Bentu þau á að úrgangur frá fólki og skítugt vatn flæddi inn í hrörlega kofa búðanna. Nærri 430.000 Rohingjar hafa flúið til Bangladess á undanförnum vikum eftir að átök brutust út í Rakhine-héraði Mjanmar. Sameinuðu þjóðirnar segja yfirvöld í Mjanmar standa að þjóðernishreinsunum. Nordicphotos/AFp Flugvirkjar icelandair vilja ríkulegri launahækkanir en örfá prósent. stefnir því í hart á milli deiluaðila í samningaviðræðum í vetur. FréttAblAðið/Vilhelm halldór benjamín Þorbergsson, fram- kvæmdastjóri sA Það var lítið sem gerðist á þessum fundi og ég mun boða aðila til fundar aftur innan tveggja vikna. Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissátta- semjari StjórnSýSla Endurmenntun innan stjórnarráðsins er til skoðunar hjá Ríkisendurskoðun. Litlar upp- lýsingar liggja fyrir um kostnað, umfang og ávinning endurmennt- unar starfsmanna ráðuneytanna og mjög skortir á heildaryfirsýn og skipulagt utanumhald hennar, samkvæmt forkönnun Ríkisendur- skoðunar sem vinnur nú stjórn- sýsluúttekt á þessu sviði. Markmið úttektarinnar er að leiða í ljós áhrif endurmenntunar og hvort staðið sé að henni með hagkvæmum og árangursríkum hætti. Niðurstaða úttektarinnar verður kynnt með skýrslu til Alþingis síðar í haust. – aá Úttekt á endurmenntun í ráðuneytum SKútuStaðahreppur Viðræður Skútustaðahrepps við ríkisstjórn- ina um fjárhagsaðstoð vegna alvar- legs vanda í fráveitumálum er í uppnámi vegna stjórnarslitanna. Hreppurinn og fyrirtæki í ferða- þjónustu við Mývatn biðja nú um gálgafrest áður en til afturköllunar starfsleyfa kemur, sem vofað hefur yfir ferðaþjónustufyrirtækjum á svæðinu, Frestur sem heilbrigðis- nefnd svæðisins veitti hreppnum og fyrirtækjum til að skila fjármagn- aðri úrbótaáætlun og Fréttablaðið hefur greint frá, rann út fyrir viku. Ákvörðun heilbrigðisnefndarinnar um hvort frestur verður veittur verður tekin snemma í október, segir Alfred Schiöth, framkvæmda- stjóri heilbrigðiseftirlits svæðisins. Áætlaður heildarkostnaður við úrbætur er um eða yfir hálfur millj- arður króna og leitað hefur verið til ríkisins eftir fjárhagsaðstoð. Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra hefur lagt þá línu að fyrirtækin á svæðinu þurfi sjálf að leggja eitthvað af mörk- um, en sýna þurfi skilning á því að vandinn sé stór og sveitarfélagið lítið. Enn liggur þó ekkert fyrir um aðkomu ríkisins. „Viðræður voru komnar í fínan farveg. Við áttum bókaðan fund síðastliðinn mánudag með bæði fjármála- og umhverfisráðherra. Hann var blásinn af vegna stjórn- málaástandsins,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútu- staðahrepps. „Nú fer allt í bið og við þurfum væntanlega að byrja frá grunni þegar ný ríkisstjórn hefur verið mynduð eftir kosningar.“ – aá Ríkisaðstoð í uppnámi vegna stjórnarslitanna Fráveitumál við mývatn hafa lengi verið í ólestri. FréttAblAðið/Vilhelm Nú fer allt í bið og við þurfum væntan- lega að byrja frá grunni þegar ný ríkisstjórn hefur verið mynduð eftir kosningar. Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps sveinn Arason, ríkisendurskoðandi. FréttAblAðið/GVA 2 3 . S e p t e m b e r 2 0 1 7 l a u G a r D a G u r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 2 3 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 1 1 2 s _ P 1 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D D 2 -9 7 1 0 1 D D 2 -9 5 D 4 1 D D 2 -9 4 9 8 1 D D 2 -9 3 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 1 2 s _ 2 2 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.