Fréttablaðið - 23.09.2017, Page 8

Fréttablaðið - 23.09.2017, Page 8
Dómsmál Á síðustu árum hefur fjölgað málum þar sem ákært er og sakfellt fyrir nauðgun þar sem kynmök eru fengin með annars konar nauðung en ofbeldi. Þetta kom fram í máli Ragnheiðar Braga- dóttur, prófessors í lögfræði við Háskóla Íslands, á hádegisfundi Rannsóknarstofnunar í kynja- fræðum á fimmtudag um þróun nauðgunarákvæðis almennra hegningarlaga. Undir annars konar ólögmæta nauðung geta fallið alls konar tilvik þar sem aldurs- eða aðstöðumunur getur valdið því að þolandi getur ekki spornað við kynmökum. „Ef við tökum til dæmis árabilið 2012 til 2014, þá eru sjö hæstaréttar- dómar sem má skilgreina með þessum hætti. Þolendur í þeim öllum eru börn á aldrinum 11-18 ára,“ sagði Ragnheiður. Í flestum tilfellum voru aðstæður þannig að ákærði notfærði sér yfir- burðastöðu sína vegna aldurs og þroskamunar. Hann fer til dæmis á afvikinn stað með barnið eða er á stað sem veldur barninu ótta eða bjargarleysi. „Til dæmis í partíi þar sem er fullt af fullorðnu fólki undir áhrifum áfengis eða vímuefna eða er í aðstæðum þar sem er ekki gott fyrir börn að vera í,“ útskýrði Ragn- heiður. Hún benti á að þegar kynferðis- brotakafli almennra hegningarlaga var endurskoðaður árið 2007 hefði hugtakið nauðgun verið rýmkað mjög mikið frá því sem áður var. Undir ákvæðið fellur nú ofbeldi, hótanir um ofbeldi og svo annars konar ólögmæt nauðung. Engar kröfur séu gerðar um hótanirnar. Þær þurfi einfaldlega að hafa þau áhrif að þolandi lætur undan. „Við getum hugsað okkur hótanir um að birta nektar- eða kynlífsmyndir á netinu. Þær geta verið hótanir í skilningi nauðgunarákvæðisins og verið þá nauðgun eða tilraun til nauðgunar. Eftir því hversu langt verknaðurinn er kominn,“ útskýrir Ragnheiður. Á þennan skilning hafi reynt í nýlegum dómi Hæstaréttar frá 15. desember 2016. Þar dæmdi Hæstiréttur karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir tilraun til nauðg- unar. „Brot hans fólst í því að hóta að dreifa opinberlega samskiptum hans við 15 ára dreng á netinu og mynd sem drengurinn hafði sent honum á netinu ef drengurinn hefði ekki kynmök við hann fyrir klukkan ellefu þá um kvöldið,“ segir Ragnheiður. Hæstiréttur klofnaði í afstöðu sinni til máls- ins. Meirihluti dómsins ákvað að sakfella, en tveir dómarar skiluðu sératkvæði. Þeir töldu að ekki hefði verið um að ræða tilraun til nauðgunar af því að hótunin hafði verið gerð á netinu. Brotamaður og brotaþoli höfðu ekki verið í sama húsi. jonhakon@frettabladid.is Notfærði sér samfélagsmiðla til að reyna að nauðga dreng Málum hefur fjölgað þar sem nauðgun er reynd með annars konar nauðung en ofbeldi. Flestar tilraunir þannig að gerendur nýta sér yfirburðastöðu vegna aldurs og þroskamunar. Nauðgunarhugtakið var rýmkað árið 2007 við breytingar á hegningarlögum. 2012 til 2014 féllu sjö dómar í Hæstarétti þar sem gerendur voru fundnir sekir um að nýta sér aldurs- og aðstöðumun til að ná fram vilja sínum. Fréttablaðið/GVa LEGSTEINAR Í MIKLU ÚRVALI Helluhrauni 2, Hafnarfirði 544 5100 – granitsteinar.is 20% AFSLÁTTUR Í SEPTEMBER Brot hans fólst í því að hóta að dreifa opinberlega samskiptum hans við 15 ára dreng á netinu og mynd sem dreng- urinn hafði sent honum á netinu. Ragnheiður Braga- dóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands 2 3 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 l A U G A r D A G U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t A b l A ð i ð 2 3 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 1 1 2 s _ P 1 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D D 2 -A A D 0 1 D D 2 -A 9 9 4 1 D D 2 -A 8 5 8 1 D D 2 -A 7 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 1 2 s _ 2 2 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.