Fréttablaðið - 23.09.2017, Side 16

Fréttablaðið - 23.09.2017, Side 16
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Stjórnmála- menn munu hlaupa á sig hér eftir sem hingað til. Ættingjar þeirra munu tengjast gerningum, sem setja þá í óþægilega stöðu. Kosningabaráttan þarf að snúast um ósiði í stjórnsýslu sem hafa orðið ráðherrum og ríkisstjórnum að falli skipti eftir skipti á undangengnum árum. Ef ekki tekst að kryfja glappaskotin, læra af þeim og um leið finna leiðir til að koma í veg fyrir að þau endurtaki sig – eða útskýra þau þannig að efasemdum sé eytt, munum við aftur sjá ríkisstjórnir neyðast til að hlaupa frá hálfkláruðum verkum. Draumar um festu í stjórnmálum og langlífar, sam­ stíga ríkisstjórnir rætast varla meðan helstu leikendur sjá enga sök hjá sjálfum sér. Ráðast þarf til atlögu við ósiðina. Veruleikinn hefur breyst. Betur upplýst þjóð krefst skýrra svara. Undanbrögð, pukur, hálfsannleikur eða hreinn tilbúningur verða ráðamönnum frekar að fótakefli en sjálfur verknaðurinn sem hrindir skriðunni af stað. Glappaskot í ráðuneytum á ábyrgð ráðherra verða ekki umflúin. Slíkt gerist á stórum vinnustöðum. Stjórn­ málamenn munu hlaupa á sig hér eftir sem hingað til. Ættingjar þeirra munu tengjast gerningum sem setja þá í óþægilega stöðu. Svarið er oftast að bregðast við tíman­ lega og gera hreint fyrir sínum dyrum. Pólitík er ekki lögfræði eins og margar áberandi per­ sónur í atburðum líðandi stundar virðast telja. Pólitík er enn síður lögmennska. Lögmenn þurfa stundum að verja erfiðan málstað í réttarsal með öllum tiltækum ráðum. Slík vinnubrögð geta hreinlega verið bjánaleg í pólitísku ati. Pólitík snýst um hvernig auðlindirnar verða nýttar í allra þágu, hvernig við náum því besta út úr fólki og fyrir­ tækjum, hvernig við viljum gæta þeirra sem minna mega sín og hvernig við tryggjum heilsufar, læknisþjónustu, heilbrigt réttarfar og góða og fjölbreytta menntun sem mætir kröfum tímans. Hún snýst um leikreglur og hvar við viljum staðsetja okkur í þessari veröld. Pukur og makk eitra andrúmsloftið, valda kollsteypum, trufla leik­ reglurnar og framgang góðra mála. Í nálægum löndum segja ráðherrar af sér ef þurfa þykir, oft fyrir litlar sakir, án þess að öllu sé hleypt í bál og brand með þingrofi, kosningum og stjórnarskiptum. Stjórn­ málamenn sýna auðmýkt en tefla ekki hag heildarinnar í tvísýnu af ótta við að missa sjálfir andlitið um stund. Margir setjast aftur á ráðherrastól, tvíefldir. Okkur sár­ vantar slíkar hefðir. Að því leyti erum við frumstæð þjóð. Hér þráast fólk við eins og í því felist ævarandi niðurlæg­ ing og skömm að horfast í augu við yfirsjónir sínar. Leynimakk í stjórnsýslu er fréttaefni. Fjölmiðlum ber að segja frá því þegar ráðamenn hrekjast úr einu víginu í annað og reyna að afvegaleiða umræðuna með óná­ kvæmni, hálfsannleik eða ósannindum í málum sem fara úr böndunum. Fólk vill slíkar fréttir og á rétt á þeim. Einu sinni voru utanferðir ráðamanna eilíft fréttaefni. Með réttu eða röngu var hneykslast á meintu bruðli og flottræfilshætti. Vörnin gat verið snúin. Einn ráðherrann brá á það ráð að senda út fréttatilkynningar um allar vinnuferðir sínar. Hann stal glæpnum með því að aflétta leyndarhjúpnum. Fréttum af ráðherraferðum fækkaði. Sumum vandræðamálum sem hafa orðið ráðherrum og ríkisstjórnum að falli síðustu misserin hefði sennilega mátt afstýra með því að greina frá málsatvikum á frum­ stigi. Glæpnum stolið Sími: 561 1433 mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 • Austurströnd 14 • Hringbraut 35 • Fálkagötu 18 PREN TU N .IS NÝBAKAÐ BRAUÐ ALLA DAGA ....................................... www.bjornsbakari.is Hvað eiga dæmdi barnaníðingurinn Hjalti Sigur­jón Hauksson og Sjálfstæðisflokkurinn sameigin­legt? Eflaust hringja nú símar lögmanna um allan bæ – þeirra sem sérhæfa sig sérstaklega í mannorðum og bjóða upp á bón og löður fyrir ærur – en ég ætla að taka sénsinn og halda áfram. 9. júní 2016 Hjalti Sigurjón Hauksson ritar innanríkis­ ráðuneytinu bréf. Segir hann óprúttna aðila nýta sér, honum „til óbærilegs skaða, ærumeiðinga og gríðarlegs fjártjóns“, fangelsisdóm sem hann hlaut fyrir að misnota stjúpdóttur sína gróflega í tólf ár. 15. september 2017 Á fréttamannafundi í Valhöll gagnrýnir Bjarni Benediktsson Bjarta framtíð harðlega fyrir að fella ríkisstjórnina í kjölfar þess að að Sjálfstæðis­ flokkurinn er sakaður um að hylma yfir þá staðreynd að faðir forsætisráðherra skrifaði meðmæli með umsókn barnaníðingsins Hjalta Sigurjóns um uppreist æru. Bjarni segir það „veikleikamerki hjá þeim stjórnmála­ öflum sem bregðast við með því að hlaupa til í framhaldi af sjónvarpsfréttum í stað þess að setjast niður“ og ræða málin. Jón Gunnarsson, samgöngu­ og sveitarstjórnar­ ráðherra og flokksbróðir Bjarna, tekur í sama streng í stöðuuppfærslu á Facebook: „Ég hef áhyggjur af því hversu léttvægt það er fyrir þetta fólk að hlaupast undan ábyrgð sinni.“ 17. september 2017 Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur sakar Pírata um að eyðileggja orð­ spor Íslands í útlöndum: „Menn þurfa að átta sig á, að upplýsingar í útlöndum um íslensk stjórnmál koma aðal­ lega frá Íslendingum. Sumir virðast því miður vera önnum kafnir við að rægja land sitt og þjóð við útlendinga.“ Í viðtali á Bylgjunni nokkrum dögum síðar skammast Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, út í Smára McCarthy fyrir skrif hans á Twitter. „Menn eiga ekki að búa til hluti sem skaða ímynd Íslands.“ Í þágu sín sjálfs Hvað eiga hinn dæmdi barnaníðingur og Sjálfstæðis­ flokkurinn sameiginlegt? Í bréfi sínu til innanríkisráðuneytisins barmar Hjalti Sigurjón sér yfir „dómi götunnar“. Þykir honum óeðlilegt að þurfa, í formi ills umtals, „ítrekað“ að „gjalda dómsins“ sem hann hafi afplánað að fullu. Hjalti Sigurjón virðist haldinn orsakablindu á háu stigi. Það er ekki dómur götunnar sem er honum fjötur um fót. Hann er ekki að „gjalda dóms“ Hæsta­ réttar. Hjalti Sigurjón er einfaldlega að gjalda gjörða sinna. Sjálfstæðisflokkurinn er haldinn sömu blindu. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar féll ekki vegna veiklyndis Bjartrar framtíðar. Ríkisstjórnin féll ekki vegna barnaníðings. Og pabba Bjarna Ben til varnar: Fall ríkisstjórnar sonar hans er ekki honum að kenna. Ríkisstjórnin féll vegna þess að einn ganginn enn gerðu ráðherrar Sjálfstæðisflokksins sig seka um leyndarhyggju og svívirðilegan valdhroka – ef ekki beinlínis valdníðslu. Enn á ný sýnir flokkurinn að hann starfar hvorki í þágu umbjóðenda sinna, fólksins í landinu, né að hag þeirra. Í stað þess að sýna þolendum kynferðisofbeldis stuðning og veita þeim svör er allt gert til að leggja stein í götu þeirra. Og hvers vegna? Jú, samtryggingin er hornsteinn Sjálf­ stæðisflokksins. Flokkurinn starfar fyrst og fremst í þágu sín sjálfs. Veikgeðja fúskarar Pólitískan fnyk leggur frá Íslands ströndum til fjar­ lægra landa. En lyktin á ekki upptök sín hjá misvel kembdum Pírötum, sama hvað Sjálfstæðismenn reyna að klína henni á þá. Fýlan er af þeim rotna kúltúr sem ríkir innan þeirra eigin flokks. Um leið og við skilum skömminni þangað sem hún á heima skulum við leita orsakarinnar þar sem hún liggur. Tvennar kosningar á jafnmörgum árum eru engum öðrum að kenna en veikgeðja fúskurum sem skrumskæla lýðræðið og leggjast í vörn fyrir perra og Panama­polla svo lengi sem þeir eru í réttu liði. Höfum það hugfast er við stígum inn í kjörklefann 28. október næstkomandi. Til varnar pabba Bjarna Ben 2 3 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r16 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð i ð SKOÐUN 2 3 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 1 1 2 s _ P 1 1 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D D 2 -6 A A 0 1 D D 2 -6 9 6 4 1 D D 2 -6 8 2 8 1 D D 2 -6 6 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 1 2 s _ 2 2 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.