Fréttablaðið - 23.09.2017, Side 18

Fréttablaðið - 23.09.2017, Side 18
„Mér finnst alveg frábært að fylgjast með Andra Rúnari. Þetta er frábært, algjört öskubuskuævin- týri,“ segir Þórður Guðjónsson, fyrrverandi at- vinnu- og landsliðsmaður í fótbolta, sem skoraði 19 mörk fyrir Íslandsmeistara ÍA árið 1993. „Það er ótrúlegt að sjá hvað smá viðhorfsbreyt- ing hjá einum fótboltamanni getur gert þrátt fyrir að hann sé 26 ára gamall. Þetta er bara geðveikt og ég vona svo innilega að hann nái þessu,“ segir Þórður, en meinar hann það? „Algjörlega. Met eru til að slá þau. Þetta hefur staðið í alltof langan tíma. Það er klárlega kominn tími á að einhver skori 20 mörk. Fótboltinn þróast bara svona. Einu sinni voru spilaðir fjórtán leikir og þá átti einhver metið, svo voru 18 leikir og núna 22. Það er kominn tími á nýtt met,“ segir Þórður. Andri Rúnar er aðeins á sinni annarri leiktíð í efstu deild og sagan því enn ótrúlegri fyrir vikið. „Þessi drengur er öðrum leikmönnum mikil fyrirmynd. Hann er að sýna að það er aldrei of seint að taka til hjá sjálfum sér og ætla sér að verða eitthvað sama hversu menn eru gamlir. Vonandi skilar þetta honum bara þessu meti og öskubuskuævintýrið verður fullkomnað.“ Góðir straumar frá 19 marka klúbbnum Andri Rúnar Bjarnason, framherji Grindavíkur í Pepsi-deild karla, hefur 180 mínútur til að bæta eftir- sóttasta met íslenska boltans: Flest mörk á einni leik- tíð. Fréttablaðið ræddi við 19 marka mennina sem segjast allir samgleðjast framherjanum. Pétur Pétursson setti fyrstur metið þegar hann skoraði 19 mörk árið 1978 en hann er sá eini sem hefur gert það í 17 leikjum. Hann þekkir aðeins til Andra Rúnars og samgleðst honum. „Ég var með 2. flokkinn hjá Víkingi í fyrra og Andri fór ekki í utanlandsferðina með aðalliðinu. Hann kom því á æfingar hjá mér og það virðist sem svo að ég hafi kennt honum það mikið að nú geti hann klárað þetta blessaða met,“ segir Pétur og hlær við. Hann hefur mikla trú á Vestfirðingnum: „Ég held að hann slái þetta met miðað við hvernig hann er að spila. Þegar við framherjarnir förum í gang þá er alveg sama hvar maður stendur þegar maður skýtur á markið. Boltinn er bara alltaf inni,“ segir Pétur sem er ekkert fúll yfir því að missa metið. „Mér finnst alveg vera kominn tími á að þetta met verði slegið. Þetta er orðið 39 ára gamalt. Það segir nú ýmislegt um hina framherjana. Maður verður nú aðeins að skjóta á þá,“ segir Pétur hlæjandi og heldur áfram: „Ég tel mig hafa lagað Andra Rúnar til eins og með þetta blessaða pitsuát sem hann er alltaf að tala um. Ég hef aldrei skilið hvernig menn geta étið pitsur á næturnar. Það er frábært að sjá hvernig hann hefur tekið sig á.“ „Það er alveg magnað að sjá drenginn eftir að hann tók til í sínum málum. Það hefur glatt mig mikið að fylgjast með framgöngu Andra,“ segir Framarinn Guðmundur Torfason sem skoraði 18 mörk á Íslandsmeistaraári Safamýrarliðsins árið 1986. Guðmundur hefur verið mikið tengdur Víkingi undanfarin ár og gat því fylgst aðeins betur en margir með Andra Rúnari. „Ég man að þegar ég jafnaði metið þá fór ég inn í veturinn fyrir tíma- bilið og æfði sem aldrei fyrr. Hann gerði það sama og er að uppskera. Með þessu er hann að senda ungum drengjum ákveðin skilaboð. Það er ýmislegt hægt ef menn setja metnað í hlutina og hafa áhuga,“ segir Guðmundur sem hrífst af fjölbreytni Andra þegar kemur að marka- skorun. „Hann er með frábær skot, frábæra skalla og getur klárað með vinstri og hægri.“ Eins og hinir í 19 marka klúbbnum sér Guðmundur ekkert eftir metinu. „Þetta er ekkert erfitt fyrir mig. Þetta met var alltaf að fara að falla á einhverjum tímapunkti. Við Pétur allavega segjum nú alltaf á milli okkar að við eigum metið í tíu liða deild,“ segir hann en hvaða ráð getur hann gefið Andra Rúnari? „Hann verður að slaka á í síðustu leikj- unum og vera hann sjálfur. Mörkin verða að fá að koma til hans.“ Síðasti maðurinn til að jafna metið var Tryggvi Guðmundsson meistaraár Eyjamanna árið 1997. Síðan þá hefur enginn komist nálægt því. „Mér finnst Andri alveg magnaður drengur. Þetta er sveitastrákur að vestan sem er að blómstra seint. Það hefur bara allt fallið með honum fyrir utan þessar tvær vítaspyrnur sem hann er búinn að brenna af. Hann ætti að vera kominn með þetta met nú þegar!“ segir Tryggvi. Markahrókurinn frá Vestmannaeyjum sér sjálfan sig í Andra Rúnari og getur tengt við það sem er að gerast hjá honum. „Þetta minnir svolítið á mína sögu þó að við yrðum reyndar Íslands- meistarar. Andri er svona utanbæjargaur sem allt í einu datt í gírinn. Það er rosalega erfitt fyrir okkur framherjana að útskýra hvað er í gangi þegar svona vel gengur. Stundum er bara allt inni sama hvað maður gerir,“ segir hann. Tryggvi sér ekkert að því að missa metið en heldur í 18 leikina eins og Guðmundur. „Andri er „bara“ með 18 mörk í 20 leikjum en við skoruðum 19 í 18 leikjum. Við sem eigum metið erum fljótir að finna alls konar af- sakanir til að gleymast ekki. Það er kominn tími á þetta og ég sé hann bara ekki klikka á þessu úr því sem komið er. Ég óska Andra bara til hamingju með metið hér og nú!“ Fótbolti Andri Rúnar Bjarnason, framherji Grindavíkur í Pepsi-deild karla í fótbolta, er tveimur mörkum frá ódauðleika. Framherjinn öflugi er búinn að skora 18 mörk í Pepsi- deildinni og hefur tvo leiki til að jafna metið goðsagnakennda yfir flest mörk á einu tímabili eða hrein- lega bæta það. Metið stendur í 19 mörkum og hefur gert það frá því 1978 þegar Skagamaðurinn Pétur Pétursson skoraði 19 mörk fyrir Íslandsmeistara ÍA. Framarinn Guðmundur Torfa- son jafnaði það fyrstur árið 1986 og Þórður Guðjónsson skoraði svo 19 mörk fyrir ÍA árið 1993. Síðastur til að skora 19 mörk í efstu deild var marka- kóngurinn Tryggvi Guðmundsson sem setti 19 fyrir ÍBV árið 1997. Þrátt fyrir að fjölgað væri í efstu deild árið 2008 og nú spilaðir 22 leikir hefur enginn í raun komist nálægt því að skora 19 mörk. Þrír markahrókar (Steingrímur Jóhannesson, ÍBV 1998, Guð- mundur Steinarsson, Keflavík 2008 og Björgólfur Takefusa, KR 2009) skoruðu 16 mörk en enginn hefur sett fleiri en það síðan Tryggvi jafn- aði metið síðast. Andri spilaði fyrst í efstu deild árið 2015 og skoraði þá tvö mörk í 17 leikjum fyrir Víking. Hann var svo lánaður í Inkasso-deildina á síðustu leiktíð en stendur nú á barmi þess að skáka nokkrum af mestu goðsögnum íslenska bolt- ans. tomas@355.is „Verður að slaka á“ „Segir margt um hina framherjana“ „Algjört öskubuskuævintýri“ „Óska honum til hamingju“ Helgin Laugardagur: 11.20 West Ham - Tottenh. Sport 13.50 Grindavík - Þór/KA Sport 2 13.50 HK - Keflavík Sport 3 13.50 Southampt.-Man Utd. Sport 14.10 Alavés - Real Madrid Sport 4 16.00 Laugardagsmörkin Sport 16.20 Leicester - Liverpool Sport 16.25 A. Villa - Nott. For Sport 2 16.25 Dortmund - Gladb. Sport 3 16.30 Tour Championship Golfst. 18.40 Girona - Barcelona Sport Sunnudagur: 13.45 Stjarnan - Valur Sport 2 13.45 Breiðablik - ÍBV Sport 3 13.50 Víkingur Ó. - FH Sport 4 14.50 Brighton - Newcastle Sport 16.00 Tour Championship Golfst. 17.00 Messan Sport 17.00 Vikings - Buccaneers Sport 2 17.50 Haukar - Stjarnan Sport 3 19.20 Afturelding - Stjarn. Sport 3 20.20 Chargers - Chiefs Sport 2 21.15 Pepsi-mörkin Sport 22.40 Síðustu 20 Sport Pepsi-deild karla í fótbolta: S14.00 Víkingur R. - ÍA S14.00 KA - Grindavík S14.00 Víkingur Ó. - FH S14.00 Fjölnir - KR S14.00 Stjarnan - Valur S14.00 Breiðablik - ÍBV Pepsi-deild kvenna í fótbolta: L14.00 Grindavík - Þór/KA L14.00 FH - Valur L14.00 Stjarnan - Breiðablik L16.00 KR - Haukar Olís-deild karla í handbolta: S16.00 Grótta - ÍBV S19.30 Fjölnir - Valur S19.30 Víkingur - ÍR S20.00 Afturelding - Stjarnan Olís-deild kvenna í handbolta: L13.30 Fram - Fjölnir L14.00 Selfoss - ÍBV S18.00 Valur - Grótta S18.00 Haukar - Stjarnan GeTA oRðIð MeISTARAR Í GRIndAVÍK Í dAG Þórs/KA-stelpur geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í dag vinni þær heimastúlkur í Grindavík í næstsíðustu umferð Pepsi-deildar kvenna. Þór/KA hefur fimm stiga forskot á Breiðablik þegar aðeins sex stig eru eftir af pottinum. Önnur úrslit gætu einnig dugað Þór/KA takist Blikum ekki að vinna Stjörnuna á sama tíma. Þór/KA hefur einu sinni áður orðið Íslandsmeistari í kvenna- flokki en það var fyrir fimm árum, sumarið 2012. Þór/KA tryggði sér þá titilinn þá með 9-0 sigri á Selfossi á heimavelli í næstsíðustu umferðinni. Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA í dag, skoraði þrjú mörk í þessum leik fyrir fimm árum, þá aðeins 17 ára gömul. Ágústa Kristinsdótt- ir, Lára einars- dóttir og Lillý Rut Hlynsdóttir voru einnig í Þór/KA- liðinu sem vann titilinn í fyrsta sinn fyrir fimm árum. Pepsi-deild kvenna ÍBV - Fylkir 0-0 Fylkir var fallinn fyrir leikinn og ÍBV er eftir sem áður í fjórða sæti deildarinnar. 2 3 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 l A U G A r D A G U r18 s p o r t ∙ F r É t t A b l A ð i ð sPort 2 3 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 1 1 2 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D D 2 -7 9 7 0 1 D D 2 -7 8 3 4 1 D D 2 -7 6 F 8 1 D D 2 -7 5 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 1 2 s _ 2 2 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.