Fréttablaðið - 23.09.2017, Side 22

Fréttablaðið - 23.09.2017, Side 22
Við viljum vek ja athyg li á þarfri umræðu um geð-heilbrigði og vellíðan barna og unglinga og ætlum að bjóða upp á vandaða dagskrá,“ segir Tinna Bessadóttir, einn aðstandenda álfa- hátíðar sem verður haldin í Hellis- gerði í Hafnarfirði í dag, laugardag. Aðgangur er ókeypis en fjáröflunin fer fram með sölu veitinga og varn- ings sem verður í boði og rennur ágóðinn til Hugarafls. „Við sem stöndum að hátíðinni höfum fylgst grannt með umræðu um geðheilbrigðismál í samfélaginu undanfarið og viljum leggja okkar af mörkum til þess að vekja athygli á þeim þáttum sem stuðla að vellíðan barna og unglinga. Við bjóðum upp á góða og uppbyggjandi samveru- stund í Hellisgerði,“ segir Tinna og telur upp þá skemmtikrafta og ein- staklinga sem hafa lagt hátíðinni lið. „Benedikt búálfur mætir, Húlla- dúlla kennir börnum skemmti- legar sirkuslistir, trúðurinn Singó og Solla stirða og Siggi sæti úr Latabæ. Hljómsveitin Ylja spilar notalega tónlist fyrir gesti,“ segir Tinna sem segir gesti ekki heldur verða svikna af haustlitunum í Hellisgerði þó að mögulega verði þeir að klæða sig vel eftir veðri. „Við verðum með sögustund og lesum Gunnhildi og Glóa fyrir börnin, í framhaldinu leitum við að geislasteinum og hver veit nema einhver börn fái smáverðlaun,“ segir hún. „Þá verður tásunudd í boði fyrir börn sem þreytast og á staðnum verður líka heilari.“ Meðlimir í Hugarafli koma á hátíðina og kynna þeim sem vilja starfsemina. „Við erum fyrst og fremst að bjóða upp á samkomu þar sem minnt er á mikilvægi þess að huga að geðheilsunni. En líka viljum við aðstoða þá sem vilja taka fyrsta skrefið og þiggja liðsinni frá samtökunum með því að leiða fólk saman,“ segir Tinna. kristjanabjorg@frettabladid.is Álfahátíð haldin í Hellisgerði Þeir sem vilja sameina það tvennt að njóta gæðastundar með börnum sínum og styrkja gott málefni geta komið við í Hellisgerði í Hafnarfirði í dag þar sem verður margt um að vera í þágu geðheilbrigðis barna og unglinga. Tinna Bessadóttir og Alexandra Andrésdóttir eru á meðal þeirra sem standa fyrir hátíðinni í Hellisgerði. FréTTABlAðið/Eyþór Danshöfundurinn Sigríður Soffía Níelsdóttir er komin til Barcelona þar sem hún heldur sína stærstu flugelda- sýningu til þessa á listahátíðinni La Mercé í Barcelona. Sigríður Soffía hefur í þrjú ár hannað flug- eldasýningar á Menningarnótt og því reynslunni ríkari en nú verða fleiri áhorfendur því um tvær milljónir þátttakenda taka þátt í hátíðinni. Á La Mercé-hátíðinni er valin borg í forgrunni ár hvert. Í ár varð Reykjavík fyrir valinu. „Mér finnst mikill heiður að fá að taka þátt í hátíðinni. Ég fékk tækifæri til þess að vinna með töluvert stærri flug- elda en hér heima og í ótal fleiri lit- brigðum og gerðum. Ég hef til dæmis verið að vinna með flugelda sem er skotið á vatn. Köku sem raðskýtur eins og litlum skeljum á vatnsflöt- inn. Í sýningunum er ég að hugsa um hrynjandina, ég spila ekki tónlist undir. Flugeldarnir eru í aðalhlut- verki. Litir, form og taktur,“ segir Sigríður Soffía sem hefur staðið í ströngu í sumar að lesa viðamikla katalóga um flugelda frá Spáni. Stjórnmálaástandið í borg- inni er róstusamt og standa yfir mótmæli víða. „Ég hef verið að fylgjast með fréttum og vona að mótmælin verði friðsamleg allra vegna,“ segir Sigríður Soffía sem sagði frá reynslu sinni í Frétta- blaðinu á síðasta ári þar sem hún var stödd í París 13. nóvember 2015 ásamt eiginmanni sínum og ungri dóttur, fjögur hundruð metra frá Bataklan-tónleikahöllinni þar sem hryðjuverk voru framin. Sprengir flugelda fyrir milljónir manna Sigríður Soffía hefur stúderað flug- elda í allt sumar. Sigríður Soffía er reynslunni ríkari eftir að hafa skemmt landanum með flug- eldasýningu á Menningar- nótt þrjú liðin ár. 2 3 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r22 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð helgin 2 3 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 1 1 2 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D D 2 -A 0 F 0 1 D D 2 -9 F B 4 1 D D 2 -9 E 7 8 1 D D 2 -9 D 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 1 2 s _ 2 2 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.