Fréttablaðið - 23.09.2017, Side 33

Fréttablaðið - 23.09.2017, Side 33
Margrét Sverrisdóttir, sérfræðingur hjá Rannís Ég hef mest dálæti á Stephen King þegar hann lýsir fólki sem á undir högg að sækja. Hann hefur einstakan hæfileika til þess að lýsa persónum út frá gjörðum frekar en útliti eða fasi. Ég myndi vilja sitja í kennslustund hjá honum og læra af honum. Fyrsta bókin trúi ég að hafi verið Carrie, eftir að hafa horft á kvikmynd- ina. Hann hefur skrifað af færni um sterkar konur og hann talar um kyn- ferðis- og heimilisofbeldi. Hæfileikar Stephens King eru miklir og það er merkilegt hversu ótrú- lega mikið hann hefur skrifað. Ég trúi því að hann sé haldinn athyglis- sýki manns sem er yfir- gefinn af föður sínum. Hann er alinn upp af ein- stæðri móður sem gerir hann líka skilningsríkan og næman. Hann hefur mikla tilfinningagreind. Þórarinn Þórarinsson blaðamaður Ég kynntist Stephen King í febrúar 1984 þegar ég hlustaði þrettán ára og drulluhræddur á útvarpsleik- ritið „Stundum koma þeir aftur“. Karl Ágúst Úlfsson vann leikgerðina upp úr smásögunni „Sometimes they come back“ og ég ætla að misnota aðstöðu mína hérna og skora á RÚV eða Karl Ágúst að grafa þetta upp og endurflytja! King er frábær rithöfundur, fer- lega flinkur við persónusköpun og skrifar magnaðan stíl. Ég hef marg- lesið margar bóka hans en enga jafn oft og vampírusöguna Salem’s Lot. Alveg meiriháttar virðingarvottur við „Dracula“. Svo er King svo mikill vinur okkar, lesendanna, þykir vænt um okkur og ávarpar okkur ítrekað í formálum sem „Dear Constant Reader“. Það eru Tækifærisdagar hjá okkur. Líttu inn og gerðu góð kaup. Opið virka daga frá kl. 8.30 - 18 og á laugardögum frá kl. 11 - 14. Þvottavél, iQ300 Vindur upp í 1400 sn./mín. Kolalaus, hljóðlátur og sparneytinn mótor með 10 ára ábyrgð. Fullt verð: 119.900 kr. Tækifærisverð: WM 14N18SDN 94.900 kr. Tekur mest 8 Orkuflokkur 10 ára ábyrgð á iQdrive mótorn um. Þurrkari, iQ300 Gufuþétting, enginn barki. Hraðkerfi 40 mín. Krumpuvörn við lok kerfis. Fullt verð: 119.900 kr. Tækifærisverð: WT 45H2K7DN 94.900 kr. Tekur mest 7 Orkuflokkur Veggofnar, iQ500 Hagkvæmir með 67 lítra ofnrými. Fimm hitunaraðgerðir. Stafrænn skjár, rafeindaklukka. Sjálfhreinsiplata á bakhlið. Fullt verð: 89.900 kr. Tækifærisverð (hvítur): Tækifærisverð (stál): HB 23AB221S HB 23AB521S 69.900 kr. Orkuflokkur T kifæri Ryksuga Orkuflokkur B. Útblástur A. Parkett og flísar, flokkur D. Teppi, flokkur E. Útblástur A. Fullt verð: 19.900 kr. Tækifærisverð: VS 06B120 14.900 kr. Jolly Hangandi ljós Fullt verð: 8.900 kr. Tækifærisverð: 65536-xx 6.900 kr. Örbylgjuofn, Serie 2 Hvítur. Frístandandi. 17 lítra. Mesti örbylgjustyrkur 800 W. Fullt verð: 19.900 kr. Tækifærisverð: HMT 75M421 14.900 kr. Samlokugrill 700 W. Fyrir tvær samlokur. Viðloðunarfrítt yfirborð. Fullt verð: 6.900 kr. Tækifærisverð: ST 710 4.900 kr. ROMMELSBACHER Fáanlegt í hvítu og svörtu. Breidd: 36 sm. Guðfinna Gunnarsdóttir kennari Hann fær mann sem lesanda til að detta inn í sinn söguheim, hversu furðulegur sem hann er. Hann er gríðarlega flinkur að búa til and- rúmsloft og umhverfi sem er svo lýsandi að þegar ég loka augunum þá er ég komin á staðinn. Ætli það sé ekki einmitt þess vegna sem efnið hans er notað svona mikið í kvikmyndir og sjónvarp. Svo finnst mér svo áhugavert að lesa smásögur eftir hann sem sumar eru af allt öðru tagi en þær bækur sem hann er þekktastur fyrir. Ég kenni ensku og hef notað stuttar sögur eftir hann í kennslu, eins og til dæmis nóvellurnar Rita Hayworth and the Shawshank Redemption og The Body (úr smásagnasafninu Different Seasons). Uppáhaldsbækurnar eru klárlega Græna mílan, skáldsagan sem hann gaf út í 6 bóka seríu. Ég man eftir að hafa hangið á hurðarhúninum á bókasafninu og beðið eftir að næsta bók kæmi úr pöntun að utan á safnið. Svo er það bók sem heitir On writing: a memoir of the craft, en í þeirri bók er hann að ræða um hvernig hann skrifar, hvaðan hann fær innblástur og hugmyndir á mjög skemmtilegan hátt. Margrét Gústavsdóttir, blaðamaður og ritstjóri Birtu Síðasta bókin sem ég las eftir hann var Mr. Mercedes en uppáhalds- bókin mín eftir hann heitir On Writing. Sú er kennslubók í skáld- sagnarlistinni og um leið óformleg sjálfsævisaga hans. Ég var tólf ára þegar ég byrjaði að lesa bækur eftir King. Það byrjaði allt með því að ég laumaðist til að horfa á Carrie, s e m v a r bönnuð börnum, í sjónvarpinu. Myndin fannst mér stórkostleg og eftir þessa upplifun skrifaði ég bréf í Velvakanda þar sem ég kvartaði yfir því að hún væri bönnuð. Eftir þetta hef ég verið mikill aðdáandi Kings. Þeir sem skrifa grín og hryll- ing eru oft ekki metnir að verð- leikum, bókmenntagagnrýnendur taka sig kannski of hátíðlega til að vilja fjalla um grín og hrylling? Stephen King var lengi virkur alkó- hólisti og kókaínfíkill en þegar hann hætti að drekka og neyta fíkniefna þá breyttust áherslurnar. Hann skrifaði t.d. Shawshank Redempt- ion og Green Mile og ímyndin fór smátt og smátt að breytast. Hryll- ingurinn fór út og mennskan kom inn í staðinn. Hann sýndi á sér fleiri hliðar sem rithöfundur sem er gott af því að hann er svo stórkostlega fær. Meira að segja á Twitter, þar sem hann dundar sér helst við að höggva í Trump með góðum árangri. Forsetinn móðgaðist svo mikið við eitt tístið að hann er búinn að blok- kera kónginn. Nýi þríleikurinn, sem hófst á „Mr. Mercedes“, er alger yndislestur sem óhætt er að mæla með og síðan ættu allir sem vilja kynnast mann- inum og list hans betur að lesa „On Writing: A Memoir of the Craft“. Helst að ná í hana á hljóðbók þar sem hann les sjálfur. Það er eins og að hafa hann andspænis sér við eldhúsborðið í notalegu spjalli. King er góður maður sem skrifar af stakri list um skuggahliðar mannssálarinnar og annan viðbjóð. H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 33L A U G A R D A G U R 2 3 . S E P T E M B E R 2 0 1 7 2 3 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 1 1 2 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 3 K _ N Ý.p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D D 2 -B 9 A 0 1 D D 2 -B 8 6 4 1 D D 2 -B 7 2 8 1 D D 2 -B 5 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 1 2 s _ 2 2 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.