Fréttablaðið - 23.09.2017, Page 72

Fréttablaðið - 23.09.2017, Page 72
Elín Albertsdóttir elin@365.is Veitingahúsið Þrír frakkar verður 30 ára eftir tvö ár. Úlfar og Stefán, sonur hans, hafa lagt áherslu á að gestir geti alltaf gengið að sínum réttum. „Ef við tökum einhvern rétt af mat- seðli er stöðugt spurt um hann,“ segir Stefán. „Plokkfiskurinn okkar hefur verið mjög vinsæll og við gerum honum alltaf hátt undir höfði. Í gamla daga voru settir afgangar í plokkfisk en hjá okkur er ekkert til sparað og eingöngu eðalhráefni notað. Plokkfiskur er stolt íslensku húsmóðurinnar og við eigum marga fastagesti sem koma reglulega til að smakka á honum. Við klæðum plokkfiskinn í kjólföt,“ segir Stefán sem var alltaf ákveðinn í að verða kokkur eins og pabbinn. Nú er sonur Stefáns í læri hjá honum. Kokkastarfið gengur því mann fram af manni í þessari fjölskyldu. „Ég er alinn upp í eldhúsinu og matargerðin hefur alltaf verið líf mitt og yndi. Faðir minn varð sjötugur fyrir stuttu en hann hefur ekki tekið sér sumarfrí í sextán ár, það var kominn tími til að hann færi að slaka á. Hann kemur þó alltaf til okkar, annað hvort til að heilsa upp á kunnug- lega gesti eða hjálpa til í eldhúsinu. Hann hefur glímt við erfið veikindi en er á batavegi og getur farið að njóta lífsins,“ segir Stefán en Þrír frakkar eiga stóran hóp fastagesta í hádeginu. „Á kvöldin er meira um erlenda ferðamenn. Einnig er algengt að íslenskir viðskiptamenn komi með erlenda gesti sína.“ Góð stemming í sláturgerð Stefán er alinn upp við slátur og sláturgerð. „Slátur er góður matur. Þegar amma mín var á lífi var fjölskyldunni hóað saman í sláturgerðina. Allir hjálpuðust að við að sauma vambir og allt var hakkað í handsnúinni hrærivél. Amma hrærði blönduna í stórum bala. Það eru góðar minningar frá þessum tíma og mikil stemm- ing sem myndaðist. Þetta voru skemmtilegar samverustundir. Svo hittist fjölskyldan aftur til að skera út laufabrauð fyrir jólin,“ segir Stefán. „Við erum ekki með slátur Tók við 3 frökkum af pabba Stefán Úlfarsson matreiðslumaður hefur tekið yfir rekstur á veitingahúsi föður síns, Úlfars Ey- steinssonar, Þremur frökkum. Stefán segir að matarsmekkur fólks sé öðruvísi á sumrin en haustin. Kótelettur í raspi er uppáhalds- matur margra. Það er einfalt að útbúa þennan rétt. MYND/EYÞÓR Stefán Úlfarsson matreiðslumaður hefur tekið við rekstri á Þremur frökkum af föður sínum. MYND/EYÞÓR á matseðlinum okkar en bjóðum stundum upp á forréttabakka með lifrarpylsu, súrum hval og þess háttar. Það er eiginlega smakk fyrir útlenda gesti. Við leggjum mikla áherslu á að bjóða íslenskan mat úr okkar eigin náttúru.“ Stefán segir að á fyrstu árum Þriggja frakka hafi Íslendingar ekki pantað sér fisk á veitingahúsum. „Þeir fengu nóg af soðningunni heima hjá sér. Við þóttum framúr- stefnulegir að vera með sjávar- réttastað. Við fundum strax áhuga erlendra ferðamanna á íslenska fiskinum. Eftir að hinn kunni mat- reiðslumaður Anthony Bourdain gerði þátt um okkur fundum við verulega aukinn áhuga hjá útlend- ingum á að fá sér plokkfisk,“ segir Stefán sem gefur hér uppskrift að vinsælum haustrétti, kótelettum í raspi. „Þetta er gríðarlega vinsæll réttur. Við erum alltaf með nokkra kjötrétti á matseðlinum, lamba- kjöt, hvalkjöt, svartfugl, lunda og hrossalundir svo eitthvað sé nefnt.“ Kótelettur í raspi að hætti togarasjómanna Kótilettur 3 til 4 á mann eftir stærð Kóteletturnar eru lamdar (flattar út) Síðan er þeim velt upp úr hveiti svo eggjablandan loði betur við kjötið, síðan velt upp úr eggja- hræru með salti og pipar og að lokum velt upp úr raspi. Steikt upp úr miklu smjöri á miðlungshita þannig að þær verða gullinbrúnar á hvorri hlið, um það bil 3-4 mínútur. Raðið kótelettunum í ofnskúffu og setjið meira smjör ofan á. Bakist í ofni í 30 mínútur á um 140°C. Meðan kóteletturnar eru í ofninum er gott að sykurbrúna kartöflur og laga brúna sósu. Kóteletturnar eru bornar fram með grænum baunum, rauðkáli og rabarbara sultu. JÓLABLAÐ FRÉTTABLAÐSINS Stóra jólablaðið frá Fréttablaðinu kemur út þriðjudaginn 28. nóvember. Áhugasamir auglýsendur geta haft samband við auglýsingadeild Fréttablaðsins: Símanúmer 512 5402 Netfang serblod@365.is 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 3 . S E p T E M B E R 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 2 3 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 1 1 2 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D D 2 -D 2 5 0 1 D D 2 -D 1 1 4 1 D D 2 -C F D 8 1 D D 2 -C E 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 1 2 s _ 2 2 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.