Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.09.2017, Qupperneq 96

Fréttablaðið - 23.09.2017, Qupperneq 96
Laugardagur til lista Arion banki býður þér á opnun sýningar á verkum Sigurðar Guðmundssonar í höfuðstöðvum bankans að Borgartúni 19 í dag, laugardag. Sýningin verður opnuð með fyrirlestri Gunnars J. Árnasonar listheimspekings um verk Sigurðar. Fyrirlesturinn hefst kl. 13.30. Allir hjartanlega velkomnir arionbanki.is/list Mikill fjöldi leik-stjóra tekur þátt í RIFF, alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, í ár en hátíðin hefst í næstu viku. Þeirra á meðal eru Tinna Hrafnsdóttir, Þóra Hilmarsdóttir, Vala Ómarsdóttir og Eva Sigurðar- dóttir. Tinna er leikstjóri og framleiðandi stuttmyndarinnar Munda auk Freyju Filmwork og Pegasus. „Bergþóra Snæbjörnsdóttir skrifaði handritið, það var eitt af fimm sem sigruðu í handritakeppni Doris sem haldin var á vegum Wift, félags kvenna í kvik- myndagerð. Eftir að ég fékk það fyrst í hendurnar gerði Bergþóra nokkrar aðlaganir en myndin átti upphaf- lega að heita Eikí Breikí hjarta,“ segir Tinna og bætir við að ýmislegt hafi breyst í samstarfi við handritshöfund þótt meginhugmyndin hafi haldið sér. „Myndin fjallar um þráhyggju, hvernig við bælum tilfinningar okkar og hversu nauðsynlegt það er fyrir okkur að gera þær upp. Aðal- persónan Munda er ómannblendinn prestur á sjötugsaldri. Einn daginn er henni gert að hætta störfum, lífið fer á hvolf en hún finnur sína leið til að horfast í augu við sjálfa sig,“ segir Tinna. Hún er að vonum ánægð enda hefur Munda verið valin til þátttöku í aðalkeppni stuttmynda á kvik- myndahátíðinni í Varsjá, en hátíðin er með þeim virtustu í heiminum. „Þetta er mikill heiður, ég þurfti að draga til baka þátttöku myndarinnar á öðrum hátíðum þar sem þeir gera kröfu á Evrópufrumsýningu. Hins vegar er mér heimilt að sýna mynd- ina heima áður og því verður hún frumsýnd á RIFF,“ segir Tinna. Vala leikstýrir stuttmyndinni Mamma ætlar að sofna. „Ég byggi handritið á samnefndu ljóði eftir Davíð Stefánsson. Ég er að túlka þetta myndrænt. Myndin fjallar um móður og tvær dætur hennar. Ég er svolítið að leika mér með það súrrealíska, móðirin gengur í gegnum erfiðleika sem hún reynir að vernda dætur sínar fyrir. Það tekst ekki, erfiðleik- arnir leggjast á dæturnar,“ segir Vala frá. „Ég er svolítið ný að koma inn í þennan heim, kem úr sviðslistum. Ég hef mikinn áhuga á því að vinna með súrrealisma og setja hann inn í hvers- dagsleikann. Þetta er ljóðræn mynd.“ Þóra sýnir stuttmynd sína Frelsun. Þetta er hennar önnur stuttmynd en handritið skrifar Snjólaug Lúð- víksdóttir. Myndin mun keppa á kvikmyndahátíð Nordisk Panorama Fjórir leikstjórar á RIFF ræða verk sín Kvikmyndaleikstjórarnir Tinna Hrafnsdóttir, Þóra Hilmarsdóttir, Vala Ómarsdóttir og Eva Sigurðardóttir sýna kvikmyndir sínar á RIFF, alþjóðlegri kvikmyndahátíð, í ár og segja frá verkum sínum. Vala, Þóra, Eva og Tinna ræddu við blaðamann um kvik- myndir sínar á kaffihúsinu Gráa kettinum í Reykjavík. FRéTTablaðið/ Hanna. í flokknum besta skandinavíska stuttmyndin. „Snjólaug skrifaði líka með mér handritið að minni fyrstu kvikmynd, Sub Rosa. Við erum góðar vinkonur og vinnum ákaflega saman. Við höfum báðar mikinn áhuga á trú, sértrúarsöfnuðum og þeim siðferðis- spurningum sem kvikna í tengslum við trú. Aðalsöguhetjan tilheyrir sér- trúarsöfnuði sem bannar blóðgjafir en fær engu að síður blóðgjöf í æð á sjúkrahúsi,“ segir Þóra en hún og Snjólaug ræddu við fyrrverandi með- limi sértrúarsafnaða í undirbúningi fyrir myndina. Eva Sigurðardóttir sýnir stutt- myndina Cut á RIFF. Myndin fjallar um hefndarklám og fitness-heiminn. Myndin var sýnd á Motuvun-hátíð- inni í Króatíu í sumar og verður sýnd í Helsinki bráðlega. „Myndin fjallar um unga stúlku sem skráir sig í fitness- keppni. Hún er fórnarlamb hefndark- láms og vill breyta ímynd sinni.“ Eva ræddi við ungar stúlkur á Íslandi og Bretlandi um sýn þeirra á hefndarklám. „Þannig þróaðist handritið en ég horfði líka á fitness- keppnir og kynntist þessum heimi svolítið.“ kristjanabjorg@frettabladid.is Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is 2 3 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r56 m e n n i n G ∙ F r É t t A b L A ð i ð 2 3 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 1 1 2 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D D 2 -7 4 8 0 1 D D 2 -7 3 4 4 1 D D 2 -7 2 0 8 1 D D 2 -7 0 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 1 2 s _ 2 2 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.