Fréttablaðið - 23.09.2017, Side 108

Fréttablaðið - 23.09.2017, Side 108
Heimildarmyndin Amateurs in Space ( V i ð va n i n g a r í geimnum) sem sýnd verður á RIFF hefur vakið mikla athygli, sérstaklega í ljósi þess að hinn danski Peter Madsen, sem er sakaður um að hafa myrt sænska blaðamann inn Kim Wall um borð í kaf báti sín um í ágúst, er í stóru hlutverki í myndinni. Amateurs in Space er saga tveggja vina sem eiga sér þann draum að ferðast út í geim í heimagerðri geimflaug og Madsen er annar þeirra. Leikstjóri Amateurs in Space, Max Kestner, hefur enn ekki tjáð sig um þá staðreynd að Madsen, ein aðal- persóna myndarinnar, sé grunaður um morð. „Ekki enn þá, við bíðum bara eftir yfirlýsingu frá honum um málið,“ segir Andrea Eyland, kynn- ingarfulltrúi kvikmyndahátíðar- innar RIFF. Þess má geta að Madsen neitar að hafa orðið Walls að bana en greindi frá því í vitnisburði fyrir dómara að Wall hefði látist af slysförum um borð í kafbátnum og að hann hefði kastað líkinu fyrir borð í grennd við Køge-flóa. Hann situr í gæsluvarð- haldi til 3. október. Amateurs in Space verður sýnd á RIFF í Háskólabíói þann 28. septem- ber og 7. október og í Norræna hús- inu þann 5. október. – gha Peter Madsen í einu aðalhlutverkinu Leikstjórinn Max Kestner hefur ekki tjáð sig um þá staðreynd að Peter Madsen, ein aðalpersóna heimildarmyndar hans Amateurs in Space, situr nú í gæsluvarðhaldi grunaður um morð. Myndin fjallar um Madsen og vin hans og draum þeirra um að komast út í geim. Smáforritið Karitas Sveinsdóttir Skemmtilegasta smáforritið? Ætli ég hafi ekki hlegið mest yfir Snapchat. Ég er alltaf að fá vídeó-skilaboð frá fjölskyldu minni og vinum sem eru alveg ótrúlega skemmtileg. Þetta app gefur manni líka tækifæri til að senda falleg móment sem maður hefði annars ekki getað deilt með vinum sínum. Mér þykir alveg ótrúlega vænt um öll þessi skemmtilegu vídeó sem ég fæ frá fólkinu mínu. Mest ávanabindandi smáforritið? Ég verð að segja Insta- gram. Ef það kemur smá dauður tími þá er ég mjög fljót að opna þetta app og skoða hvað vinir mínir og fjölskylda eru að gera. Það er líka alveg ótrúlega gaman að fylgjast með fólki úti í heimi sem er að gera flotta hluti, hvort sem það eru stílistar, hönnuðir eða bara einhver smart týpa sem er að gera áhugaverða hluti. Þetta veitir mér allavega mjög mikla inspírasjón á hverjum einasta degi hvort sem það er tengt vinnunni minni, heimilinu eða því sem ég klæðist. Það skemmir síðan alls ekki fyrir þegar það byrjaði að vera hægt að setja inn stories! Það gerði það allavega að verkum að ég nota Snapchat mun minna. Gagnlegasta smáforritið? Messenger. Við hjá HAF studio notum það mjög mikið tengt vinnunni og erum öll fjögur inni í sama spjallinu. Við getum því deilt hugmyndum, gagnlegum upplýsingum og verið í góðu sambandi hvar og hvenær sem er. Þetta er líka algjört snilldarapp til að spjalla við fjölskyldu sína og vini. Peter Madsen er grunaður um að hafa banað blaðamanninum Kim Wall. Ekki Enn þá, við bíðuM bara Eftir yfirlýSingu frá honuM uM Málið. 2 3 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r68 L í f i ð ∙ f r É t t A b L A ð i ð 2 3 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 1 1 2 s _ P 1 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D D 2 -9 2 2 0 1 D D 2 -9 0 E 4 1 D D 2 -8 F A 8 1 D D 2 -8 E 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 1 2 s _ 2 2 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.