Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2017, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2017, Page 2
Helgarblað 24.–27. febrúar 20172 Fréttir Er skipulagið í lagi...? Lausnir fyrir heimili og fyrirtæki Brettarekkar Gey mslu - og dekk jahi llur Mikil burðargeta Einfalt í uppsetningu KÍKTU VIÐ Á WWW.ISOLD.IS OPIÐ 08:00 - 17:00 Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík Sími 53 53 600 - Fax 567 3609 „Þetta mun breyta leiknum hér heima“ Gunnar Karl Gíslason, einn eigenda Dill, er himinlifandi með Michelin-stjörnuna Þ etta er fyrst og fremst stór- kostleg viðurkenning fyrir okkur hjá Dill. Þetta sýnir okkur að við höfum verið á réttri leið með staðinn og ég get ekki lýst því hvað þetta er sætt,“ segir Gunnar Karl Gíslason, einn af eigendum Dill restaurant. Veitinga- staðurinn varð á miðvikudaginn þess heiðurs aðnjótandi að fá fyrstu Michelin-stjörnuna sem íslensku veitingahúsi hlotnast. Gunnar Karl hefur þó áður upp- lifað viðurkenningu frá Michelin. Fyrir rúmi ári hætti hann afskipt- um af daglegum rekstri Dill og hélt til New York þar sem hann opnaði, ásamt Claus Meyer, nýjan veitinga- stað, með norrænu ívafi, á Grand Central-járnbrautarstöðinni heims- frægu. Það ævintýri hefur gengið vonum framar því veitingastaðurinn, sem nefnist Agern, hlaut Michelin- stjörnu í nóvember síðastliðnum, auk þess sem hann var nýlega valinn einn af 10 bestu veitingastöðum í New York-borg af virtum matargagn- rýnanda á síðum New York Times. Fylgist náið með „Það hefur gengið afar vel hérna úti í New York. Ég ákvað að ein- beita mér alveg að Agern að minnsta kosti fyrstu tvö árin og fékk Ragnar Eiríksson til þess að taka við stjórn- inni í eldhúsinu. Hann hef- ur staðið sig stórkostlega en það sama má segja um alla aðra starfsmenn okkar. Það er valinn maður í hverju rúmi, frá kokki til uppvaskara. Ég er afar stoltur af mínu fólki,“ segir Gunnar Karl. Af- skipti hans eru helst þau að hann skoðar alla matseðla á Dill gaum- gæfilega sem og myndir af öllum réttum. Tókst í fyrstu tilraun Undanfarin ár hefur sá orðrómur komist á kreik að gagnrýnendur Michelin hafi komið til Íslands og tekið út ís- lensk veitingahús. Sá orðrómur á ekki við rök að styðjast. „Michelin gerði Norður- löndin að sérstöku svæði fyrir fjórum árum. Fyrst um sinn héldu þeir sig alfarið við allra stærstu borgirnar og það heyrðist meira að segja að þeir myndu ekki fara til borga með undir hálfri milljón íbúa. Sem betur fer varð sú ekki raunin. Útsendarar Michelin voru því að heimsækja landið í fyrsta sinn og það er því gleðilegt að okkur tókst að fá viðurkenninguna í fyrstu tilraun,“ segir Gunnar Karl. Heimildir DV herma að allir helstu veitingastaðir Reykjavíkur hafi verið teknir út af Michelin-fólkinu en það gat Gunnar Karl ekki staðfest. Vill aðra stjörnu „Þetta er auðvitað frábær auglýsing fyrir okkur og mun örugglega skila sér í aukinni aðsókn. Íslenskir mat- reiðslumeistarar eru keppnisfólk og því efast ég ekki um að þetta muni hreinlega breyta leiknum heima. Núna sjá allir að þetta er hægt og þá er ég viss um fjölmargir muni herða róðurinn,“ segir Gunnar Karl. Þótt að stjarnan sé mikil viður- kenning fyrir Dill er ekki þar með sagt að starfsmenn og eigendur geti slegið slöku við. „Stjörnurnar eru veittar árlega og það er meira en að segja það að halda stjörnunni. Við þurfum því að vera á tánum og helst gera enn betur. Kannski setjum við stefnuna á að bæta annarri við,“ segir Gunnar Karl og hlær. n Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Árið 1900 hóf franska dekkjafyrirtæk- ið Michelin að gefa út bækur þar sem fyrirtækið mælti með veitingahúsum fyrir ferðalanga, sem og hótelum og öðru sem nauðsynlegt er í ferðalögum. Markmið fyrirtækisins var að hvetja einstaklinga til að leggja land undir fót og þar með hugsanlega til kaupa á bifreið. Ef það gengi eftir þá myndi það óhjákvæmilega leiða til aukinnar sölu á dekkjum. Um aldarfjórðungi síðar, árið 1926, byrj- aði Michelin að gefa völdum veitingahúsum stjörnur. Eina stjörnu fá veitingahús sem eru sérstaklega góð í sínu fagi en tvær stjörnur fá veitinga- hús sem eru frábær og verðskulda að ferðalangar leggi lykkju á leið sína. Þrjár stjörnur fá síðan einstakir veitingastaðir sem verðskulda sérstakt ferðalag til að viðskiptavinir geti notið matarins. Allt þetta hljómar einfalt en sannleikurinn er sá að aðeins útvaldir veitingastaðir ná því markmiði að fá yfirhöfuð eina stjörnu. Dill er nú í þeim hópi. Af hverju Michelin-stjarna? „Það heyrðist meira að segja að þeir myndu ekki fara til borga með undir hálfri milljón íbúa. Sem betur fer varð sú ekki raunin. Ánægðir veitingamenn Dill Á myndinni eru Kristinn Vilbergsson, Ólafur Ágústsson, Ragnar Eiríksson og Gunnar Karl Gíslason. Bræður í fangelsi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt bræður í fangelsi fyrir að- ild að skotárás við Leifasjoppu í Iðufelli í Breiðholti í ágúst í fyrra. Marcin Nabakowski var dæmdur í tveggja ára og sjö mánaða fangelsi en bróðir hans, Rafal Nabakowski, var dæmdur í tveggja ára og átta mánaða fangelsi. Marcin var ákærður fyrir að skjóta á bíl fyrir utan sjoppuna og stefna þannig lífi fólks í bílnum í hættu. Rafal var sakfelldur fyrir að stefna lífi og heilsu annarra í aug- ljósan háska með því að hleypa af skotvopni. Hann var hins vegar sýknaður af ásetningi brotsins. Gæsluvarðhald sem bræðurnir hafa sætt síðan í ágúst í fyrra dregst frá refsidómnum. Ráðherra í málið „Ef það eru engar aðrar málefna- legar ástæður fyrir því að þessar reglur hafa verið notaðar með þessum hætti þá munum við ein- faldlega láta kippa þessu í liðinn.“ Þetta segir Þorsteinn Víglunds- son, félags- og jafnréttismálaráð- herra, á RÚV um mál bræðranna Baldvins Týs og Baldurs Ara, sem haldnir eru ólæknandi vöðva- rýrnunarsjúkdómi. Þeir notast við hjólastóla og eiga rétt á bif- reiðastyrk frá Tryggingastofnun. Fjölskyldan má hins vegar ekki samnýta styrkina til að kaupa einn bíl sem rúmar báða hjólastólana. RÚV hefur fjallað um málið. Nú er komið á daginn að ráð- herra hyggst beita sér í málinu en móðir drengjanna, Sif Hauks- dóttir, segir að ákvæði vanti í reglugerð um bifreiðastyrki, sem heimili þeim sem eiga tvö fötluð börn, að fá tvo styrki. „Ég er að láta kanna þetta mál í ráðu- neytinu,“ er haft eftir ráðherra. Drónaflug bannað í miðbænum Drónaflug hærra en hæstu hús eru hér með háð leyfi Ó heimilt er að fljúga dróna hærra en í 130 metra hæð án sérstaks leyfis frá Samgöngustofu. Frá þessari ákvörðun stofnunar- innar er sagt í tilkynningu. Þar segir að mjög hafi verið kallað eftir regl- um um flug dróna. Ákvörðunin nær til allra dróna, eða fjarstýrðra loftfara. Fram kemur að lögregla og aðrir viðbragðsaðilar séu undanþegnir þessari hæðartakmörkun sem og þeir sem stunda rannsóknarflug í vísinda- skyni. Stofnunin hefur einnig ákveðið að drónaflug í nágrenni flugvalla sé háð leyfi rekstraraðila viðkomandi vall- ar. Radíusinn er tveir kílómetrar fyrir áætlunarflugvelli en 1,5 kílómetrar um aðra flugvelli. Þetta hefur í för með sér að drónaflug er bannað í miðbæ Reykjavíkur, Hlíðunum, Kársnesi og víðar, nema með leyfi rekstraraðila Reykjavíkurflugvallar. Fram kemur að þrátt fyrir þessa tak- mörkun sé heimilt að fljúga dróna án leyfis ef þeir fara ekki hærra en hæstu mannvirki í næsta nágrenni. Í tilkynningunni segir að ákvörðun Samgöngustofu gildi þar til reglugerð um notkun og starfrækslu dróna hefur fengið samþykki ráðherra. Slík reglu- gerð sé í vinnslu. n baldur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.