Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2017, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2017, Page 8
Helgarblað 24.–27. febrúar 20178 Fréttir F immtíu og fimm tommu sjónvarpstæki hafa á Íslandi að jafnaði lækkað um 5% í verði frá því í nóvember. Sjónvarpstækin í ELKO hafa lækkað mest, eða um 8,8% að jafnaði en minnst í Ormsson og Heimilis­ tækjum. Framkvæmdastjóri ELKO, Gestur Hjaltason, segir við DV að fyrirtækið hafi ráðist í flata lækkun um áramótin, vegna niðurfellinga tolla, jafnvel þótt mörg sjónvarps­ tækin hafi komið frá Evrópu og ekki borið tolla. DV birti í desember stóra úttekt á verði allra 55 tommu sjónvarpstækja sem seld eru á Íslandi og bar saman við verð á öðrum Norðurlöndum. Niðurstaðan var sú að sjónvarps­ tækin voru að jafnaði 30% dýrari á Íslandi en á hinum Norður­ löndunum. Þess má geta að þegar DV fór að spyrjast fyrir um tækin munaði fyrst 40% að jafnaði en tækin lækkuðu sum hver snarlega í verði þegar DV fór að leita skýringa á þessum mikla verðmun. Tollarnir farnir Um áramótin voru tollar af sjónvarps­ tækjum, sem og öðrum raftækjum, afnumdir en þeir námu áður 7,5%. Það er því ódýrara nú fyrir sjónvarpssala, en nokkru sinni áður, að flytja inn sjónvarps­ tæki. Athugun DV á verði þessara sömu sjónvarstækja nú sýnir að mörg sjónvarpstækin hafa lækkað í verði. Það gildir þó alls ekki um öll tækin enda hafa sum hækkað svolítið í verði frá því í desember. Jafnvel þótt ný tæki séu komin á mark­ að og um sé að ræða eldri týpur. Mismikil lækkun Þegar rýnt er í verð­ breytingar einstakra fyrir­ tækja kemur ELKO best út hvað umrædd tæki varðar. Lækkunin er 8,8% að jafn­ aði en nokkur tæki hafa ekki lækkað í verði, þrátt fyrir að Gestur tali um flata lækkun. Sjónvarpsmið­ stöðin hefur lækkað verðið um 3,5%, Árvirkinn um 7,6%, HT um 4%, Ný­ herji um 4,5% (þrjú tæki hafa hækk­ að í verði en eitt lækkað mikið), sjón­ vörpin í Ormsson hafa lækkað um 2% í verði að jafnaði. Sony KD55XD9305 hefur lækkað mest í verði hjá ELKO eða um 28%. Það kostar nú 235 þúsund krónur í stað 300 þúsund króna í desem­ ber. Af tuttugu og þremur 55 tommu tækjum kosta fjögur það sama og í desember en fjögur eru ekki lengur fáanleg. Eitt tæki hefur hækkað lítil­ lega í verði (Philips 55PUS6501) en önnur hafa lækkað. Algeng lækkun er á bilinu 7–14%. Barist við birgja Gestur segir mikla samkeppni á Íslandi þegar kemur að sjónvarpstækjum. Með netvæðingu og auknum utan­ landsferðum Íslendinga hafi hún auk­ ist til muna. Gestur bendir á að tolla­ lækkunin hafi náð til raftækja sem framleidd voru utan Evrópu. Hann segir að niðurfelling tolla skýri að ein­ hverju leyti þá lækkun sem DV hefur orðið vart við en einnig hefur fyrirtæk­ ið unnið mikið í því að ná betri samn­ ingum við birgja. Umfjöllun um verð­ lag og verðsamanburður hjálpi þar til. „Við berjum á okkar birgjum eins og við getum og almennt séð eykur um­ fjöllun líkur okkar á að sækja í sömu brunna og stóru aðilarnir.“ Costco verður opnað á Íslandi í maí. Gestur á von á að tilkoma fyrir­ tækisins muni herða samkeppnina enn frekar. Hann sér fram á að þeir muni vera með fáar vörutegundir, og þá helst línur sem eru á útleið, en á mjög góðu verði sem erfitt geti verið að keppa við. ELKO muni áfram vera með mikið úrval, nýjustu vörurnar, og keppast við að bjóða hagstætt verð. n Allt fyrir raftækni Yfir 500.000 vörunúmer Miðbæjarradíó ehf. - Ármúla 17, Reykjavík - www.mbr.is - S: 552-8636 Sony lækkar meSt Hér má sjá hvernig verð á 55 tommu sjónvarpstækjum hefur breyst frá því 9. desember. Eins og sjá má tróna tvö sjónvarpstæki frá Sony á toppnum yfir þau tæki sem mest hafa lækkað í verði. Flest LG-tæki hafa lækkað á bilinu 7 til 9 prósent í verði. Að öðru leyti virðist lækkanir, eða hækkanir eftir atvikum, vera tilviljunum háðar. Tegund Vörunúmer Verslun 9. des. 21. feb. Breyting Sony KD55SD8505 Nýherji 254.991 194.994 - 31% Sony KD55XD9305 Elko 299.995 234.995 - 28% Samsung UE55KS9005 Elko 319.995 254.995 - 25% Samsung UE55KU6515 Elko 189.995 159.995 - 19% Samsung UE55KU6075 Elko 139.995 119.995 - 17% Samsung UE55KS8005 Ormsson 269.900 234.900 - 15% Samsung UE55KU6175 Árvirkinn 159.900 139.900 - 14% LG 55EG960V Elko 399.995 349.995 - 14% Samsung UE55KS8005 Elko 249.995 219.995 - 14% Samsung UE55KU6675 Elko 179.995 159.995 - 13% Sony KD55X8505 Árvirkinn 189.990 169.990 - 12% Samsung UE55KU6655 Árvirkinn 189.900 169.915 - 12% LG OLED55E6V Elko 449.995 409.995 - 10% Philips 55PUS7101 Elko 179.995 164.995 - 9% LG 55UH850V SM 249.990 229.990 - 9% LG 55UH850V HT 249.995 229.995 - 9% LG OLED55E6V SM 439.990 409.990 - 7% LG 55UH650V Elko 149.995 139.995 - 7% LG 55UH668V HT 159.995 149.995 - 7% TCL U55S7906 Elko 159.995 149.995 - 7% Sony KD55XD8005 Elko 154.995 149.995 - 3% Sony KD55XD8505 Elko 164.990 159.995 - 3% Samsung UE55KU6655 Ormsson 189.900 184.900 - 3% Samsung UE55KS7005 Elko 189.995 184.995 - 3% Sony KD55XD8599 Árvirkinn 199.990 199.990 0% Sony KD55XD8599 Nýherji 199.990 199.990 0% LG 55UH750V Elko 169.995 169.995 0% Philips 55PUS6031 HT 109.995 109.995 0% TCL U55S6906 Elko 99.995 99.995 0% LG 55UH950V Elko 269.995 269.995 0% Thomson 55UA6406 SM 149.990 149.990 0% Philips 55PUT6401 HT 129.995 129.995 0% Samsung UE55KS7505 Elko 249.995 249.995 0% Samsung UE55KS7005 Ormsson 209.900 209.900 0% Samsung UE55KS9005 Ormsson 339.900 339.900 0% Samsung UE55KS7505 Ormsson 269.900 269.900 0% Samsung UE55KU6475 Árvirkinn 179.900 179.900 0% Philips 55PUS7181 SM 249.990 249.990 0% Philips 55PUS6501 Elko 144.995 149.995 +3% Sony KD55XD8005 Nýherji 169.989 179.990 +6% Samsung UE55K5505 Ormsson 149.990 159.900 +6% Sony KD55XD9305 Nýherji 259.990 279.990 +7% Fimm prósenta lækkun í verði eftir afnám tolla n Sjónvarpstæki hafa lækkað mest í verði hjá ELKO n Sum tækin hafa hækkað í verði Baldur Guðmundsson baldur@dv.is „Við berjum á okkar birgjum eins og við getum. 13. desember 2016 Framkvæmdastjóri Gestur Hjaltasson hjá Elko.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.