Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2017, Síða 10
Helgarblað 24.–27. febrúar 201710 Fréttir
Smáralind - S: 578 5075 - www.bjarkarblom.iS
Persónuleg og
fagleg þjónus
ta
einstakar skreytingar
við öll tækifæri
Einu eggin á neytendamarkaði
með löggilda vottun
Lífrænu hænurnar
hjá Nesbúeggjum
• Fá lífrænt fóður
• Fá mikið pláss
• Njóta útiveru
nesbu.is
NESBÚ
EGG
V
iktor Orri Valgarðsson, vara-
þingmaður Pírata, lagði á
dögunum fram á Alþingi
fyrir spurn til samgöngumála-
ráðherra um viðhald vegakerfisins.
Fyrirspurnir af svipuðu tagi skipta
tugum og sjá má á vef Alþingis að
fyrir spurnir af ýmsu tagi flæða nú
inn á þinginu. Það sem gerir þessa
fyrirspurn Viktors Orra athyglis-
verða er að hún er samin á af manni
úti í bæ og sett fram á Facebook-síðu
Viktors Orra sem síðan bar hana upp
í þinginu.
Fékk fjölda hugmynda
Viktor Orri setti inn færslu á Face-
book 14. febrúar síðastliðinn þar sem
hann leitaði til almennings og bauð
fólki að koma með hugmyndir að
fyrirspurnum sem hann gæti síðan
lagt fram. Fjöldi manns tjáði sig við
færsluna með ýmsum hætti. „Ég fékk
fjölda góðra hugmynda, misjafnlega
vel og mikið útfærðar. Í fyrradag setti
ég síðan aftur inn færslu á Facebook
þar sem ég greindi frá því að ég væri
að vinna að fyrirspurn til félagsmála-
ráðherra vegna stöðunnar í hús-
næðismálum og óskaði eftir því að
fólk kæmi með innlegg í það. Það er
skemmst frá því að segja að undir-
tektir voru mjög góðar og ég bætti
talsvert við fyrirspurnina,“ segir
Viktor Orri í samtali við DV.
Sem fyrr segir hefur Viktor Orri
þegar lagt fram fyrirspurn um
viðhald vegakerfisins sem hann fékk
í athugasemdum. „Sú fyrirspurn var
skýrt framsett og sértæk og einfalt að
leggja hana fram. Fyrirspurnir eru
ákveðið verkefni þar sem hægt er
að leita eftir tilteknum upplýsingum
eða afstöðu ráðherra til ákveðinna
mála. Margar af athugasemdunum
sem ég fékk við færsluna voru skoð-
anir á ástandi eða reynslusögur og
í sumum tilfellum voru menn að
spyrja mjög víðtækra spurninga sem
kannski hentar betur að fara fram á
að teknar verði saman skýrslur um.“
Milliliðalaus samskipti
Viktor Orri segir að hann hafi verið
búinn að velta því talsvert fyrir sér
með hvaða hætti hann gæti átt í sem
bestum samskiptum við kjósendur
og leitt fram þeirra áherslur, spurn-
ingar og skoðanir. „Píratar standa
auðvitað fyrir beinna lýðræði og
milliliðalaus samskipti almennings
við stjórnvöld. Ég lít á það sem hlut-
verk þingmanna að reyna að brúa
það bil sem orðið er milli þings og
þjóðar. Fólk er, og það kannski eðli-
lega, ekki fyllilega upplýst um hvað
við erum að gera á þingi og hvað við
getum gert.“
Unnið fyrir allra augum
Það er auðvitað ekki nýtt að þing-
menn beri fram fyrirspurnir eða
önnur þingmál sem eiga uppruna
sinn hjá fólki úti í bæ, félagasam-
tökum eða jafnvel fyrirtækjum. Slík-
ar fyrirspurnir verða til þegar þing-
menn funda með fólki, þegar þeir fá
sendar ábendingar og svo framvegis.
Raunar hefur stundum verið slúðrað
um að þetta eða hitt frumvarpið hafi
verið samið af sérhagsmunahópum
úti í bæ og þótt lítt til sóma. Í þessu
tilviki er hins vegar verið að vinna
fyrir spurnir fyrir allra augum á sam-
skiptamiðli sem allir geta átt inn-
legg í. „Ég er með þessu að bjóða að
fyrra bragði fram leið fyrir kjósendur
til að koma spurningum og málum á
framfæri, leið sem er einföld og auð-
veld í framkvæmd,“ segir Viktor Orri
og bætir því við að hann muni halda
uppteknum hætti á meðan hann situr
á þingi, bjóða upp á og óska eftir að-
komu almennings að þingmálum. n
Fyrirspurnin
var samin á
Facebook
Viktor Orri Valgarðsson býður upp á
þátttöku almennings við að útbúa þingmál
Freyr Rögnvaldsson
freyr@dv.is
„Ég er með þessu
að bjóða að fyrra
bragði fram leið fyrir
kjósendur til að koma
spurningum og málum á
framfæri.