Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2017, Page 12
Helgarblað 24.–27. febrúar 201712 Fréttir
Hótelmergðin í miðbænum
Hafnarfjörður
n Hótel Hafnarfjörður Reykjavíkurvegur 72 220 Hafnar-
fjörður Gisting: 71 herbergi (150 rúm)
n Hótel Vellir Tjarnarvellir 3 221 Hafnarfjörður Gisting: 68
herbergi
n Hótel Víking Strandgata 55 220 Hafnarfjörður Gisting:
42 herbergi (85 rúm)
n T10 Hótel Trönuhraun 10 220 Hafnarfjörður Gisting: 26
herbergi (60 rúm)
Kópavogur
n Hótel Smári Hlíðasmári 13 201 Kópavogur
Gisting: 40 herbergi (80 rúm)
Radisson Blu Hótel Saga
Hagatorg 1, 107 Reykjavík
Gisting: 236 herbergi (415 rúm)
Kvosin
Downtown
Hotel
Kirkjutorg 4
101 Reykjavík
Gisting: 24 herbergi
(85 rúm)
Hótel Reykjavik Centrum
Aðalstræti 16 - 101 Reykjavík
Gisting: 89 herbergi (174 rúm)
Hótel Hilda
Bárugata 11 - 101 Reykjavík
Gisting: 13 herbergi (25 rúm)
Metropolitan Hotel
Ránargata 4a - 101 Reykjavík
Gisting: 31 herbergi (73 rúm)
F
jöldi hótela á höfuðborgar
svæðinu hefur tvöfaldast
á rúmum áratug. Á höfuð
borgarsvæðinu nú eru 50
hótel, með 4.672 herbergi og
9.692 rúm. Af þessum 50 hótelum eru
44 í Reykjavík. Af þessum 44 hótelum
í Reykjavík eru 27 í 101 Reykjavík.
Eru þá ótalin fjöldamörg gistiheim
ili, hostel og önnur minni gistirými
á þessu svæði sem og leyfislaus gisti
rými sem starfrækt eru víða á höfuð
borgarsvæðinu.
Hóteluppbyggingu á höfuð
borgarsvæðinu er hvergi nærri lokið,
enn eru stór hótel í byggingu. Sam
kvæmt upplýsingum frá Reykjavíkur
borg eru nú 22 þekkt hótelverkefni til
viðbótar á hinum ýmsu stigum fram
kvæmda á höfuðborgarsvæðinu,
langflest þeirra í Reykjavík. Borgar
stjóri Reykjavíkur er sammála því að
miðbærinn sé kominn að þolmörk
um. Unnið sé markvisst að því nú
að beina hóteluppbyggingu annað
og dreifa álaginu betur því borgar
yfirvöld vilji ekki að hótelin verði öll
á sama stað.
Í ferðamannasprengju síðustu
ára hefur þörfin fyrir hótel og gisti
rými aukist gríðarlega og þegar
uppbyggingin gerist svo hratt, á til
tölulega skömmum tíma, þá hafa
breytingarnar verið bæði sýnilegri
og áþreifanlegar fyrir íbúa og veg
farendur viðkomandi svæða, eins
og miðborgarinnar. Á meðan ferða
þjónustuaðilar sjá enn tækifæri til að
mæta eftirspurn með fjölgun hótela
og gistirýma þá eru þó margir á því að
of mikið sé komið af því góða á kostn
að íbúðabyggðar og verslunar.
Svona hefur þeim fjölgað
DV ákvað því að skoða og setja upp
með myndrænum hætti hótelin á
höfuðborgarsvæðinu, og þá sérstak
lega í og við miðborgina, sem og
sýna einnig fram á hversu ör upp
byggingin hefur verið á umliðnum
árum. Fjöldi hótela á höfuðborgar
svæðinu var í árslok 2015 44, en nú
eru þau orðin 50. Það gerir fjölgun
um 13,6% milli ára.
Sé litið enn lengra aftur í tímann,
aftur til ársins 2005, þegar ástandið
var allt annað en nú og menn voru
m.a. að glíma við fækkun ferða
manna og sterk króna var að leika
ferðaþjónustuna grátt, var fjöldi
hótela á höfuð borgarsvæðinu 25. Á
rúmum áratug sem liðinn er síðan þá
hefur fjöldi hótela því tvöfaldast.
Betri nýting
En það er ekki að ósekju sem verið
er að byggja upp hótel og gistirými.
Þessi herbergi standa ekki auð allan
ársins hring, þökk sé fjölgun ferða
manna. Nýting herbergja og rúma
hefur nefnilega verið að aukast, og
það talsvert á milli áranna 2015 og
2016.
Sem fyrr segir eru 4.672 hótel
herbergi og 9.692 hótelrúm á
höfuð borgarsvæðinu núna. Í
ársbyrjun 2015 voru her
bergin 3.400 en rúmin
7.140. Nýting herbergja
var árið 2015 78,4%
sem er samkvæmt upp
lýsingum DV nokkuð
umfram þá meðalnýt
ingu sem kallar á aukna
uppbyggingu. Nýtingin var
síðan 85,4% í fyrra að meðal
tali. Veruleg aukning þar.
Sama má segja um nýtingu rúma.
Hún var árið 2015 64,1% en skaust
upp í 71,3% árið 2016.
Meðfylgjandi kort segir meira en
mörg orð um hversu fyrirferðarmik
il hótel eru, sérstaklega í miðbænum.
27 hótel í 101 hverfinu einu og sér,
eða 61% allra hótela í Reykjavík, er
mikið á ekki stærra landsvæði. Þá
eru einnig merkt inn á kortið þau
hótel sem stendur til að koma upp á
næstu misserum. Dagur B. Eggerts
son, borgarstjóri Reykjavíkur, er því
sammála að miðbærinn er kominn
að hótelþolmörkum.
Ekki lausn að banna –
litið til kvóta
„Við höfum fylgst vel með þessari
þróun og höfum metið það svo að ef
við leyfum ekki hóteluppbyggingu þá
eykur það mjög þrýstinginn á hús
næðismarkaðnum, sem er nægur
fyrir, vegna þess að þá sækja ferða
menn í auknum mæli í íbúða
gistingu. Við þurfum því að gefa
leyfi fyrir hótelum til að mæta ferða
mannastraumnum en við viljum alls
ekki að þau séu öll á sama stað,“ segir
Dagur í samtali við DV.
Hann segir að því hafi verið settur
hótelkvóti á Kvosina sem geri að verk
um að engin ný verkefni verði sam
þykkt þar, umfram það sem þegar
hefur verið samþykkt.
„Ný tillaga sem nú er komin í
auglýsingu lýtur að hótelkvótum á
Laugavegi. Við höfum verið að undir
búa það núna því við viljum tryggja
að það verði ekki of mikið af hótel
um þar heldur. Við höfum verið að
beina hóteluppbyggingunni ann
að, upp með Suðurlandsbraut, upp
í Skeifu, að Grensásvegi og fjárfest
ar hafa tekið mjög vel við sér í því.
Við höfum líka sagt að við myndum
fagna því ef hóteluppbygging verð
ur í nágrannasveitarfélögunum en
við áttum okkur á því, bara eins og
þegar maður er sjálfur ferðamaður
þá vill maður gjarnan vera miðsvæð
is, þannig að lykillinn að því að dreifa
álaginu um höfuðborgarsvæð
ið er öflugri almennings
samgöngur. Þar kemur
þessi stefnumörkun um
borgarlínuna, sem er
afkastameiri hágæða
almenningssamgöng
ur, inn og það er orðin
algjör samstaða milli
sveitarfélaganna á höf
uðborgarsvæðinu um
þetta. Þannig að þetta er
heildstæð sýn sem gengur út
á að dreifa álaginu betur um leið og
við þurfum að vera raunsæ varðandi
það að maður stýrir ekki að öllu leyti
ákvörðunum ferðamanna. Þeir vilja
komast eins nálægt miðborginni og
hægt er því þar virðast allir vilja vera.“
Komið að þolmörkum
Aðspurður um hin títtnefndu þol
mörk í miðbænum og hvort miðbær
inn sé kominn að þeim segir borgar
stjórinn:
„Já, það er mín skoðun. Við höfum
verið að bera okkur saman við aðrar
hraðvaxta ferðaþjónustuborgir í
Evrópu og Reykjavík er róttækari en
flestar aðrar borgir að þessu leyti.
Barcelona setti að vísu á tímabili alls
herjar uppbyggingarbann en nei
kvæðu afleiðingarnar af því var alls
konar svört atvinnustarfsemi og
íbúðagisting sem hefur bitnað mjög
mikið á íbúunum þar. Við höfum því
meiri trú á þessum kvótum sem hafa
vakið athygli annarra borga vegna
þess að það eru ekki margir sem hafa
treyst sér til að taka þessi skref.“
Hótel geta verið góðir nágrannar
En nú þegar þrýstingur er til staðar til
að dreifa álaginu frá miðbænum og
til nærliggjandi svæða, hafa margir
ekki farið varhluta af þeirri þróun og
margir sem ekki sætta sig við breytta
ásýnd síns nærumhverfis. Hvað verð
ur um svæðin í kring og skilur borgar
stjóra áhyggjur fólks af því, því um er
að ræða fína línu sem feta þarf í þess
um efnum svo ferðaþjónustutengdur
rekstur gleypi ekki íbúðabyggð þar
líka.
„Já, ég skil þær, sérstaklega ef
það er óljóst hvar við erum að hugsa
þetta. En við erum að benda á svæð
in Ármúla, Síðumúla, Skeifuna og
Grensásveg sem mega við meiri upp
byggingu og endurfjárfestingu. Hús
næði þar er sumt barn síns tíma og
komið á aldur þannig að við sjáum
ýmsa möguleika þar og það gæti verið
gott fyrir Skeifuna og Grensásveg
að fá hótel. Við sjáum þennan
þróunarás, úr miðborginni alveg
upp á Ártúnshöfða, með öflugum al
menningssamgöngum og borgarlínu
eftir Laugavegi – Suðurlandsbraut og
upp á Ártúnshöfða. Þetta getur ver
ið eitt helsta vaxtarsvæði borgarinn
ar og mjög skemmtileg borgargata.
Þarna geta hótel vel átt heima, þau
trufla lítið íbúðabyggðina. Hótel eru
alls ekki slæm, nema það sé of mikið
af þeim, því þau geta fært með sér
veitingastaði, kaffihús og alls konar
líf og þjónustu sem nálæg hverfi geta
notið. Ef hótel eru í og með, en ekki
of yfirþyrmandi, þá geta þau verið
frábærir nágrannar.“ n
n Fjöldi hótela á höfuðborgarsvæðinu tvöfaldast á áratug og eru þau 50 í dag n 44 eru í reykja- vík og þar af 27 í 101 reykjavík n miðbærinn kominn að þolmörkum, segir borgarstjóri
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is