Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2017, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2017, Page 16
Helgarblað 24.–27. febrúar 201716 Fréttir Þetta færðu fyrir 35 milljónir á íslenska fasteignamarkaðnum H úsnæðisverð á Íslandi hefur hækkað sífellt hraðar undanfarna mánuði sem skýrist af bættri eigna­ stöðu heimila, kaupmátt­ araukningu og vexti í innlendri eftirspurn. Samkvæmt nýrri spá Greiningardeildar Arion banka gæti húsnæðisverð hækkað um allt að 30 prósent á næstu þremur árum. Samkvæmt nýútkominni skýrslu er „ íbúðarlagerinn“ að tæmast. Með öðrum orðum hefur fjöldi íbúða sem eru til sölu á landinu ekki verið jafn lítill og nú í að minnsta kosti 11 ár. Á meðan húsnæðisverð utan höfuð­ borgarsvæðisins hefur hækkað um 20 prósent síðastliðna 12 mánuði er oft og tíðum sláandi munur á fer­ metraverði og sem dæmi nefna að hægt væri að kaupa bæði parhús og 5 herbergja íbúð á landsbyggðinni á meðan sama upphæð dugir fyr­ ir örsmárri einstaklingsíbúð í Þing­ holtunum í Reykjavík. Fjölgun ferðamanna hefur aukið eftirspurn eftir húsnæði á höfuð­ borgarsvæðinu, sem leiðir til hærra verðs. Telur Greiningardeildin að þróun á húsnæðismarkaði næstu misseri muni að miklu leyti ráðast beint og óbeint af framgangi ferða­ þjónustunnar. Þá kemur fram að jafnframt hafi húsnæðisverð utan höfuðborgarsvæðisins hækkað um 20 prósent síðastliðna 12 mánuði en sú hækkun er að mestu leyti drifin áfram af mikilli hækkun húsnæðis­ verðs í nágrannasveitarfélögum höfuð borgarsvæðisins. En hvernig er ástandið nákvæm­ lega á fasteignamarkaðnum, nú í febrúarlok 2017, og hvað stendur ís­ lenskri vísitölufjölskyldu til boða? Hér er tekið gróft dæmi um hjón á höfuðborgarsvæðinu sem eiga fyrir útborgun í 35 milljóna króna íbúð. Hjónin eiga tvö börn og leita að íbúð með fjórum svefn­ herbergjum. Á höfuðborgar­ svæðinu hrökkva 35 milljónir skammt ef íbúðin á að hafa nóg pláss fyrir fjóra fjölskyldumeðlimi en ódýrasta íbúðin með fjórum svefnher­ bergjum kostar 36,9 milljónir. Sætti fjöl­ skyldan sig við íbúð með þrem­ ur svefnherbergjum eru einhverjir kostir í boði. Við Rofabæ í Ár­ bænum er til sölu 91,1 fermetra íbúð með 3 svefnherbergjum á 34,9 millj­ ónir. Á sama verði má finna 50 fer­ metra, tveggja svefnherbergja ris­ íbúð í Vesturbænum. Þá er til sölu 64 fermetra íbúð í fjórbýlishúsi á Vita­ stíg, með tveimur svefnherbergjum, á 34 milljónir. Um leið og komið er út fyrir höfuð borgarsvæðið eru ákjósan­ legri kostir í boði. Við Keflavíkurveg á Hellissandi má til að mynda kaupa ný­ legt, rúmlega 200 fermetra einbýl­ ishús á 35 millj­ ónir. Við Laufskála á Hellu er hægt að festa kaup á 240 fer­ metra einbýlishúsi með 5 svefnherbergjum á 34,9 milljónir. Þá væri einnig hægt að festa kaup á rúmlega 200 fer­ metra einbýlishúsi í Stykkishólmi, með fjórum svefnherbergjum á 34,9 milljónir og einbýlishús við Bakka­ götu á Kópaskeri sem kostar aðeins tæp 13 prósent af kaupverðinu sem fjölskyldan ræður við, eða 4,5 millj­ ónir. n n sjö einbýlishús úti á landi fyrir andvirði stúdíóíbúðar í miðborginni n Verð gæti hækkað um 30% á næstu þremur árum Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is 5 ódýrustu einbýlishús landsins Hægt væri að kaupa samtals sjö einbýlishús víðs vegar á landsbyggðinni fyrir andvirði 45 fermetra stúdíóbúðar í Þingholtunum. Þá mætti einnig festa kaup á tveimur einbýlishúsum fyrir 7,6 milljónir sem er álíka mikið og útborgun í 35 milljóna króna íbúð á höfuðborgarsvæðinu. 1 Við Strandgötu á Eskifirði er til sölu 37,7 fermetra einbýlishús á 3,8 milljónir. 2 Annars staðar á Eskifirði, við Tungustíg, er til sölu 33,7 fermetra einbýlishús fyrir sama verð. 3 Við Bakkagötu á Kópaskeri má finna 210 fermetra einbýlishús á þremur hæðum á 4,5 milljónir. 4 84,8 fermetra einbýlishús við Miðvang í Bakkafirði, 5,4 milljónir. 5 Þá er til sölu 157 fermetra einbýlishús við Aðal-stræti á Þingeyri og er kaupverð 5,5 milljónir. m y n d v is it fj A r d A b y G G d .is Vestfirðir Ásett verð m2 verð 400 Ísafjörður 265,6 fm.7 herb. parhús á Skólagötu. 4 svefnherbergi 25,6 millj. 96 þús. 400 Ísafjörður 139,5 fm.5 herb. íbúð að Pólgötu . 4 svefnherbergi 9 millj. 64 þús. Vesturland Ásett verð m2 verð 300 Akranes 97,5 fm. 3ja herb. íbúð að Smáraflöt. 2 svefnherbergi 34,5 millj. 353 þús. 350 Grundarfjörður 232 fm. 7 herb. einbýlishús á Grundargötu.5 svefnherbergi 35 millj. 150 þús. Höfuðborgarsvæðið Ásett verð m2 verð 101 Reykjavík 88,5 fm. 4ja herb. ósamþ. kjallaraíb. á Klapparstíg. 3 svefnherbergi 35 millj. 395 þús. 105 Reykjavík 73,7 fm. 3ja herb. íbúð á Hrefnugötu. 1 svefnherbergi 34,9 millj. 473 þús. 107 Reykjavík 61,3 fm. 2ja herb. íbúð á Kaplaskjólsvegi. 1 svefnherbergi 32,9 millj. 536 þús. 108 Reykjavík 62,5 fm. 2ja herb.íbúð að Hæðargarði. 1 svefnherbergi 32,9 millj. 395 þús. 109 Reykjavík 105,2 fm. 4ja herb íbúð að Grýtubakka. 3 svefnherbergi 34,9 millj. 331 þús. 112 Reykjavík 78,1 fm. 3ja herb íbúð í Mosarima. 2 svefnherbergi 34,9 millj. 446 þús. 200 Kópavogur 72 fm. 3ja herb íbúð á Marbakkabraut .2 svefnherbergi 34,9 millj. 484 þús. 220 Hafnarfjörður 95,5fm. 3ja herb íbúð að Kelduhvammi. 2 svefnherbergi xxx millj. 365 þús. Suðurnes Ásett verð m2 verð 230 Reykjanesbær 158,4 fm. 4ja herb. einbýlshús að Klapparstíg. 3 svefnherbergi 33,5 millj. 211 þús.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.