Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2017, Síða 16
Helgarblað 24.–27. febrúar 201716 Fréttir
Þetta færðu fyrir 35 milljónir á
íslenska fasteignamarkaðnum
H
úsnæðisverð á Íslandi
hefur hækkað sífellt hraðar
undanfarna mánuði sem
skýrist af bættri eigna
stöðu heimila, kaupmátt
araukningu og vexti í innlendri
eftirspurn. Samkvæmt nýrri spá
Greiningardeildar Arion banka gæti
húsnæðisverð hækkað um allt að
30 prósent á næstu þremur árum.
Samkvæmt nýútkominni skýrslu er
„ íbúðarlagerinn“ að tæmast. Með
öðrum orðum hefur fjöldi íbúða sem
eru til sölu á landinu ekki verið jafn
lítill og nú í að minnsta kosti 11 ár. Á
meðan húsnæðisverð utan höfuð
borgarsvæðisins hefur hækkað um
20 prósent síðastliðna 12 mánuði er
oft og tíðum sláandi munur á fer
metraverði og sem dæmi nefna að
hægt væri að kaupa bæði parhús og
5 herbergja íbúð á landsbyggðinni
á meðan sama upphæð dugir fyr
ir örsmárri einstaklingsíbúð í Þing
holtunum í Reykjavík.
Fjölgun ferðamanna hefur aukið
eftirspurn eftir húsnæði á höfuð
borgarsvæðinu, sem leiðir til hærra
verðs. Telur Greiningardeildin að
þróun á húsnæðismarkaði næstu
misseri muni að miklu leyti ráðast
beint og óbeint af framgangi ferða
þjónustunnar. Þá kemur fram að
jafnframt hafi húsnæðisverð utan
höfuðborgarsvæðisins hækkað um
20 prósent síðastliðna 12 mánuði en
sú hækkun er að mestu leyti drifin
áfram af mikilli hækkun húsnæðis
verðs í nágrannasveitarfélögum
höfuð borgarsvæðisins.
En hvernig er ástandið nákvæm
lega á fasteignamarkaðnum, nú í
febrúarlok 2017, og hvað stendur ís
lenskri vísitölufjölskyldu til boða?
Hér er tekið gróft dæmi um hjón
á höfuðborgarsvæðinu sem eiga
fyrir útborgun í 35 milljóna króna
íbúð. Hjónin eiga tvö börn og
leita að íbúð með fjórum svefn
herbergjum. Á höfuðborgar
svæðinu hrökkva 35 milljónir
skammt ef íbúðin á að hafa
nóg pláss fyrir fjóra
fjölskyldumeðlimi
en ódýrasta íbúðin
með fjórum svefnher
bergjum kostar
36,9 milljónir.
Sætti fjöl
skyldan
sig við
íbúð
með
þrem
ur svefnherbergjum
eru einhverjir kostir í
boði. Við Rofabæ í Ár
bænum er til sölu 91,1 fermetra íbúð
með 3 svefnherbergjum á 34,9 millj
ónir. Á sama verði má finna 50 fer
metra, tveggja svefnherbergja ris
íbúð í Vesturbænum. Þá er til sölu 64
fermetra íbúð í fjórbýlishúsi á Vita
stíg, með tveimur svefnherbergjum,
á 34 milljónir.
Um leið og komið er út fyrir
höfuð borgarsvæðið eru ákjósan
legri kostir í boði. Við Keflavíkurveg
á Hellissandi má til að
mynda kaupa ný
legt, rúmlega 200
fermetra einbýl
ishús á 35 millj
ónir. Við Laufskála
á Hellu er hægt að
festa kaup á 240 fer
metra einbýlishúsi
með 5 svefnherbergjum
á 34,9 milljónir. Þá væri einnig hægt
að festa kaup á rúmlega 200 fer
metra einbýlishúsi í Stykkishólmi,
með fjórum svefnherbergjum á 34,9
milljónir og einbýlishús við Bakka
götu á Kópaskeri sem kostar aðeins
tæp 13 prósent af kaupverðinu sem
fjölskyldan ræður við, eða 4,5 millj
ónir. n
n sjö einbýlishús úti á landi fyrir andvirði
stúdíóíbúðar í miðborginni n Verð gæti
hækkað um 30% á næstu þremur árum
Auður Ösp Guðmundsdóttir
audur@dv.is
5 ódýrustu einbýlishús landsins
Hægt væri að kaupa samtals sjö einbýlishús víðs vegar á landsbyggðinni fyrir andvirði 45 fermetra stúdíóbúðar
í Þingholtunum. Þá mætti einnig festa kaup á tveimur einbýlishúsum fyrir 7,6 milljónir sem er álíka mikið og
útborgun í 35 milljóna króna íbúð á höfuðborgarsvæðinu.
1 Við Strandgötu á Eskifirði er til sölu 37,7 fermetra einbýlishús á 3,8 milljónir.
2 Annars staðar á Eskifirði, við Tungustíg, er til sölu 33,7 fermetra einbýlishús fyrir sama verð.
3 Við Bakkagötu á Kópaskeri má finna 210 fermetra einbýlishús á þremur hæðum á 4,5 milljónir.
4 84,8 fermetra einbýlishús við Miðvang í Bakkafirði, 5,4 milljónir.
5 Þá er til sölu 157 fermetra einbýlishús við Aðal-stræti á Þingeyri og er kaupverð 5,5 milljónir.
m
y
n
d
v
is
it
fj
A
r
d
A
b
y
G
G
d
.is
Vestfirðir Ásett verð m2 verð
400 Ísafjörður 265,6 fm.7 herb. parhús á Skólagötu. 4 svefnherbergi 25,6 millj. 96 þús.
400 Ísafjörður 139,5 fm.5 herb. íbúð að Pólgötu . 4 svefnherbergi 9 millj. 64 þús.
Vesturland Ásett verð m2 verð
300 Akranes 97,5 fm. 3ja herb. íbúð að Smáraflöt. 2 svefnherbergi 34,5 millj. 353 þús.
350 Grundarfjörður 232 fm. 7 herb. einbýlishús á Grundargötu.5 svefnherbergi 35 millj. 150 þús.
Höfuðborgarsvæðið Ásett verð m2 verð
101 Reykjavík 88,5 fm. 4ja herb. ósamþ. kjallaraíb. á Klapparstíg. 3 svefnherbergi 35 millj. 395 þús.
105 Reykjavík 73,7 fm. 3ja herb. íbúð á Hrefnugötu. 1 svefnherbergi 34,9 millj. 473 þús.
107 Reykjavík 61,3 fm. 2ja herb. íbúð á Kaplaskjólsvegi. 1 svefnherbergi 32,9 millj. 536 þús.
108 Reykjavík 62,5 fm. 2ja herb.íbúð að Hæðargarði. 1 svefnherbergi 32,9 millj. 395 þús.
109 Reykjavík 105,2 fm. 4ja herb íbúð að Grýtubakka. 3 svefnherbergi 34,9 millj. 331 þús.
112 Reykjavík 78,1 fm. 3ja herb íbúð í Mosarima. 2 svefnherbergi 34,9 millj. 446 þús.
200 Kópavogur 72 fm. 3ja herb íbúð á Marbakkabraut .2 svefnherbergi 34,9 millj. 484 þús.
220 Hafnarfjörður 95,5fm. 3ja herb íbúð að Kelduhvammi. 2 svefnherbergi xxx millj. 365 þús.
Suðurnes Ásett verð m2 verð
230 Reykjanesbær 158,4 fm. 4ja herb. einbýlshús að Klapparstíg. 3 svefnherbergi 33,5 millj. 211 þús.