Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2017, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2017, Side 17
Helgarblað 24.–27. febrúar 2017 Fréttir 17 Þetta færðu fyrir 35 milljónir á íslenska fasteignamarkaðnum Fasteigna- verð í fjölbýli hækkar hraðar Samkvæmt skýrslu Global House Price Index sem kom út í desember síðastliðnum hefur húsnæðisverð hækkað hvað hraðast í heim- inum á Íslandi. Greiningardeild Arion banka spáir því að fasteignaverð í fjölbýli muni halda áfram að hækka hraðar en verð á sér- býli, að minnsta kosti til skamms tíma. Hrein eign í húsnæði er lægri hjá þeim sem eru yngri en 55 ára nú en hún var fyrir áratug og er því talið að áfram verði meiri eftirpurn eftir litlum íbúðum í fjölbýli frekar en sérbýli. Fermetraverð á Akureyri um 76% af verði í Reykjavík Um 79 prósent landsmanna búa á höfuðborgar- svæðinu og í fjórum stærstu bæjarfélögum lands- ins, Akranesi, Akureyri, Árborg og Reykjanesbæ. Samkvæmt Hagsjá Landsbankans frá því í sept- ember síðastliðnum var fermetraverð fasteigna á Akureyri um 76 prósent af verðinu í Reykjavík á öðrum ársfjórðungi 2016 og hefur lengi verið á því bili. Samkvæmt sömu mælistiku var fermetraverð í hinum bæjunum töluvert lægra, á bilinu 56 til 63 prósent af verðinu í Reykjavík. Þessar tölur sýna að verðþróun á fasteigna- markaði á höfuðborgarsvæðinu er í stórum dráttum ekki frábrugðin því sem gerist í stærri bæjum úti á landi. Eftir sem áður er mikill munur á fermetraverði á milli þessara staða. Austurland Ásett verð m2 verð 700 Egilsstaðir 226,3 fm. 5 herb. einbýlishús í Brekkuseli. 4 svefnherbergi 34,9 millj. 154 þús. 730 Reyðarfjörður 208,2 fm. 6 herb. einbýlishús á Heiðarvegi. 5 svefnherbergi 32 millj. 153 þús. Suðurland Ásett verð m2 verð 900 Vestm.eyjar 236,6 fm. 6 herb. einbýlishús við Ásaveg. 6 svefnherbergi 35 millj. 148 þús. 800 Selfoss 141,4fm. 3ja herb.parhús á Borgarbraut. 4 svefnherbergi 34,9 millj. 246 þús. 810 Hveragerði 122,6 fm 4ja herb. raðhús að Smyrlaheiði. 3 svefnherbergi 34,9 millj. 284 þús. Höfuðborgarsvæðið Ásett verð m2 verð 101 Reykjavík 88,5 fm. 4ja herb. ósamþ. kjallaraíb. á Klapparstíg. 3 svefnherbergi 35 millj. 395 þús. 105 Reykjavík 73,7 fm. 3ja herb. íbúð á Hrefnugötu. 1 svefnherbergi 34,9 millj. 473 þús. 107 Reykjavík 61,3 fm. 2ja herb. íbúð á Kaplaskjólsvegi. 1 svefnherbergi 32,9 millj. 536 þús. 108 Reykjavík 62,5 fm. 2ja herb.íbúð að Hæðargarði. 1 svefnherbergi 32,9 millj. 395 þús. 109 Reykjavík 105,2 fm. 4ja herb íbúð að Grýtubakka. 3 svefnherbergi 34,9 millj. 331 þús. 112 Reykjavík 78,1 fm. 3ja herb íbúð í Mosarima. 2 svefnherbergi 34,9 millj. 446 þús. 200 Kópavogur 72 fm. 3ja herb íbúð á Marbakkabraut .2 svefnherbergi 34,9 millj. 484 þús. 220 Hafnarfjörður 95,5fm. 3ja herb íbúð að Kelduhvammi. 2 svefnherbergi xxx millj. 365 þús. Norðurland Ásett verð m2 verð 603 Akureyri 190,2 fm. 6 herb. einbýlishús í Lyngholti. 3 svefnherbergi 34,9 millj. 183 þús. 640 Húsavík 175,1 fm. 6 herb. einbýlishús að Ásgarðsvegi. 4 svefnherbergi 34,9 millj. 199 þús. 189 milljónir Eitt dýrasta einbýlishús landsins er við Skildinganes 54 í Reykjavík. Um er að ræða 456 fermetra, 6 herbergja einbýlishús á sjávarlóð í Skerjafirðinum. Kaupverðið er 189 milljónir en í húsinu eru 3 svefnher- bergi og 3 baðherbergi. „Einstök eign í sérflokki“ segir í auglýsingu á fasteignavef Vísis. 70 ára hús á 120 milljónir Við Brautarland í Fossvogi má finna dæmi um fasteign til sölu þar sem fermetraverðið er með því hærra sem sést. Um er að ræða 184 fermetra einbýlishús og er kaupverðið 120 milljónir króna. Þetta kemur fram á fasteignavef mbl.is. Fermetraverðið er því tæpar 650 þúsund krónur. Það sem vekur athygli er að húsið er byggt árið 1947.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.