Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2017, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2017, Blaðsíða 18
Helgarblað 24.–27. febrúar 201718 Fréttir Erlent Verum þjóðleg til hátíðabrigða Frakkastíg 10 | Sími 551 3160 | gullkistan@vortex.is | www.thjodbuningasilfur.is Var veitt Michelin- stjarna fyrir mistök n Lítið kaffihús í Frakklandi fylltist af forvitnum matgæðingum K affihúsið Le Bouche á Oreille lætur ekki mikið yfir sér. Það er í borginni Bourges í miðju Frakklands og þar ræður eigandinn, Véronique Jacquet, ríkjum. Stað- urinn er með sæti fyrir 20 manns og þar skenkir Véronique í glös og tekur á móti glorsoltnum verka- mönnum sem eru helstu viðskipta- vinir staðarins. Hún er eini starfs- maðurinn í fullu starfi. Þar er ýmislegt á boðstólum, meðal annars heimagert lasanja og „beef bourguignon“ sem kokkur staðarins, Penelope Salmon, reiðir fram í hlutastarfi. Þrátt fyrir að við- skiptavinir staðarins séu alsælir með góðan mat og hagstætt verð (hlaðborð með vínflösku og eftir- rétt að eigin vali kostar tæpar 1.500 krónur) þá verðskuldar veitinga- staðurinn kannski ekki alþjóðlegar viðurkenningar. En einmitt það gerðist á dögunum þegar Le Bouche á Oreille var skyndilega úthlut- að Michelin-stjörnu á vefsíðunni heimsfrægu. Þar má sjá kort af öllum þeim stöðum sem státa af stjörnum og þar á meðal var stað- ur Véronique Jacquet. Þess má geta að fyrsti íslenski veitingastaðurinn fékk Michelin-stjörnu í vikunni þegar Dill hlotnaðist sá heiður. Rætt er við eiganda Dill framar í blaðinu. Skyndilega fylltist veitingahúsið af matgæðingum sem ólmir vildu smakka á réttunum auk þess sem síminn hringdi látlaust vegna fyrir- spurna frá forvitnum fréttamönnum. „Setti hjarta sitt í matreiðsluna“ Fáguðum matarsnobburum varð fljótlega ljóst að mistök hefðu átt sér stað og það gerðu forsvarsmenn Michelin-veitingarýninnar einnig. Það tók samt tvo daga að leiðrétta misskilninginn og á meðan var vit- laust að gera á litla staðnum í Bour- ges. Stjarnan eftirsótta átti að fara á sælkerastað með sama nafni stutt frá París. Það var ekki bara nafnið sem ruglaði starfsmenn Michelin í ríminu heldur stendur litli staður- inn hennar Véronique við Route de la Chapelle í Bourges á meðan sá „fínni“ stendur við götu sem nefnist Impasse de la Chapelle. „Það varð allt vitlaust á staðnum. Fjölmiðlamenn vildu ólmir fá við- tal og sonur minn hringdi öskrandi úr hlátri frá París. Allir vinir mínir og fastakúnnar staðarins hringdu í mig og skildu ekkert í af hverju ég hafði ekki sagt þeim frá Michel- in-stjörnunni,“ sagði eigandinn við þarlenda fjölmiða. Kokkur staðarins, áðurnefnd Penelope, sagði í viðtölum að vissu- lega hefði hún aldrei búist við að fá Michelin-stjörnu en að „hún setti hjarta sitt í matreiðsluna.“ Frönsk fréttastofa tók síðan stutt viðtal við viðskiptavin staðarins sem rumdi af ánægju: „Þessi staður ætti skilið að fá tvær stjörnur.“ En allt fór vel að lokum. Aymeric Dreux, yfirmatreiðslu- maður veitingastaðarins sem var réttmætur handhafi Michelin- stjörnunnar, hafði afar gaman af þessum misskilningi. „Ég hringdi í frú Jacquet og við skellihlógum að þessu. Ég bauð henni að koma í heimsókn og prófa veitingastað- inn minn við tækifæri og ef ég verð á ferðinni í Bourges þá mun ég hik- laust kíkja í hádegisverð og bjórglas til hennar,“ segir Dreux. n Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Ánægð Véronique Jacquet skenkir hér bjór. Mynd L'Echo RépuBLicain Le Bouche á oreille Það kom eigendum kaffihússins í opna skjöldu þegar tilkynnt var að þeim hefði hlotnast forláta Michelin-stjarna. „Þessi staður ætti skilið að fá tvær stjörnur. Fjórir eiga jafn mikið og 100 milljónir fátækra Gífurlegur ójöfnuður í Indónesíu F jórir ríkustu einstaklingarnir í Indónesíu eiga jafn mikið og fá- tækustu hundrað milljónirnar í landinu. Íbúar Indónesíu eru rúmlega 250 milljónir talsins. Um- ræðan um mikinn ójöfnuð hefur verið áberandi í landinu á undan- förnum árum og hefur forseti Indó- nesíu talað fyrir því að berjast þurfi gegn þeim ójöfnuði. Sýnilegur ár- angur virðist þó ekki hafa náðst. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Oxfam International, bandalagi sem vinnur gegn fátækt og ójöfnuði í heiminum. Í skýrslunni kemur fram að Indónesía sé það ríki heims þar sem einna mestur ójöfnuður ríkir. Þeir ríku verða sífellt ríkari og til marks um það hefur milljarðamær- ingum fjölgað tuttugufalt frá alda- mótum. Árið 2002 átti einn einstak- lingur í Indónesíu yfir einn milljarð Bandaríkjadala en árið 2016 voru þeir orðnir tuttugu talsins. Í skýrslu Oxfam var tekið dæmi af bræðrunum Budi og Michael Hartono sem eru ríkustu menn Indónesíu. Eignir þeirra eru metn- ar á 25 milljarða Bandaríkjadala, en þeir auðguðust mjög á tóbaksfyrir- tæki sínu. Í skýrslunni var bent á að vextirnir sem bræðurnir fá af auð- æfum sínum á ári myndu duga til að eyða sárustu fátæktinni í landinu. „Frá árinu 2000 hefur efnahagur Indónesíu batnað til muna. En það hafa ekki allir notið góðs af honum og milljónir íbúa hafa setið eftir, einna helst konur.“ Fátækt í landinu hefur nokkurn veginn staðið í stað frá aldamótum en miðað við alþjóðleg viðmið er talið að 93 milljónir Indónesa lifi undir fátæktarmörkum. n einar@dv.is Fátækt Talið er að 93 milljónir manna lifi undir fátæktarmörkum í Indónesíu. Mynd Epa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.