Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2017, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2017, Qupperneq 18
Helgarblað 24.–27. febrúar 201718 Fréttir Erlent Verum þjóðleg til hátíðabrigða Frakkastíg 10 | Sími 551 3160 | gullkistan@vortex.is | www.thjodbuningasilfur.is Var veitt Michelin- stjarna fyrir mistök n Lítið kaffihús í Frakklandi fylltist af forvitnum matgæðingum K affihúsið Le Bouche á Oreille lætur ekki mikið yfir sér. Það er í borginni Bourges í miðju Frakklands og þar ræður eigandinn, Véronique Jacquet, ríkjum. Stað- urinn er með sæti fyrir 20 manns og þar skenkir Véronique í glös og tekur á móti glorsoltnum verka- mönnum sem eru helstu viðskipta- vinir staðarins. Hún er eini starfs- maðurinn í fullu starfi. Þar er ýmislegt á boðstólum, meðal annars heimagert lasanja og „beef bourguignon“ sem kokkur staðarins, Penelope Salmon, reiðir fram í hlutastarfi. Þrátt fyrir að við- skiptavinir staðarins séu alsælir með góðan mat og hagstætt verð (hlaðborð með vínflösku og eftir- rétt að eigin vali kostar tæpar 1.500 krónur) þá verðskuldar veitinga- staðurinn kannski ekki alþjóðlegar viðurkenningar. En einmitt það gerðist á dögunum þegar Le Bouche á Oreille var skyndilega úthlut- að Michelin-stjörnu á vefsíðunni heimsfrægu. Þar má sjá kort af öllum þeim stöðum sem státa af stjörnum og þar á meðal var stað- ur Véronique Jacquet. Þess má geta að fyrsti íslenski veitingastaðurinn fékk Michelin-stjörnu í vikunni þegar Dill hlotnaðist sá heiður. Rætt er við eiganda Dill framar í blaðinu. Skyndilega fylltist veitingahúsið af matgæðingum sem ólmir vildu smakka á réttunum auk þess sem síminn hringdi látlaust vegna fyrir- spurna frá forvitnum fréttamönnum. „Setti hjarta sitt í matreiðsluna“ Fáguðum matarsnobburum varð fljótlega ljóst að mistök hefðu átt sér stað og það gerðu forsvarsmenn Michelin-veitingarýninnar einnig. Það tók samt tvo daga að leiðrétta misskilninginn og á meðan var vit- laust að gera á litla staðnum í Bour- ges. Stjarnan eftirsótta átti að fara á sælkerastað með sama nafni stutt frá París. Það var ekki bara nafnið sem ruglaði starfsmenn Michelin í ríminu heldur stendur litli staður- inn hennar Véronique við Route de la Chapelle í Bourges á meðan sá „fínni“ stendur við götu sem nefnist Impasse de la Chapelle. „Það varð allt vitlaust á staðnum. Fjölmiðlamenn vildu ólmir fá við- tal og sonur minn hringdi öskrandi úr hlátri frá París. Allir vinir mínir og fastakúnnar staðarins hringdu í mig og skildu ekkert í af hverju ég hafði ekki sagt þeim frá Michel- in-stjörnunni,“ sagði eigandinn við þarlenda fjölmiða. Kokkur staðarins, áðurnefnd Penelope, sagði í viðtölum að vissu- lega hefði hún aldrei búist við að fá Michelin-stjörnu en að „hún setti hjarta sitt í matreiðsluna.“ Frönsk fréttastofa tók síðan stutt viðtal við viðskiptavin staðarins sem rumdi af ánægju: „Þessi staður ætti skilið að fá tvær stjörnur.“ En allt fór vel að lokum. Aymeric Dreux, yfirmatreiðslu- maður veitingastaðarins sem var réttmætur handhafi Michelin- stjörnunnar, hafði afar gaman af þessum misskilningi. „Ég hringdi í frú Jacquet og við skellihlógum að þessu. Ég bauð henni að koma í heimsókn og prófa veitingastað- inn minn við tækifæri og ef ég verð á ferðinni í Bourges þá mun ég hik- laust kíkja í hádegisverð og bjórglas til hennar,“ segir Dreux. n Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Ánægð Véronique Jacquet skenkir hér bjór. Mynd L'Echo RépuBLicain Le Bouche á oreille Það kom eigendum kaffihússins í opna skjöldu þegar tilkynnt var að þeim hefði hlotnast forláta Michelin-stjarna. „Þessi staður ætti skilið að fá tvær stjörnur. Fjórir eiga jafn mikið og 100 milljónir fátækra Gífurlegur ójöfnuður í Indónesíu F jórir ríkustu einstaklingarnir í Indónesíu eiga jafn mikið og fá- tækustu hundrað milljónirnar í landinu. Íbúar Indónesíu eru rúmlega 250 milljónir talsins. Um- ræðan um mikinn ójöfnuð hefur verið áberandi í landinu á undan- förnum árum og hefur forseti Indó- nesíu talað fyrir því að berjast þurfi gegn þeim ójöfnuði. Sýnilegur ár- angur virðist þó ekki hafa náðst. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Oxfam International, bandalagi sem vinnur gegn fátækt og ójöfnuði í heiminum. Í skýrslunni kemur fram að Indónesía sé það ríki heims þar sem einna mestur ójöfnuður ríkir. Þeir ríku verða sífellt ríkari og til marks um það hefur milljarðamær- ingum fjölgað tuttugufalt frá alda- mótum. Árið 2002 átti einn einstak- lingur í Indónesíu yfir einn milljarð Bandaríkjadala en árið 2016 voru þeir orðnir tuttugu talsins. Í skýrslu Oxfam var tekið dæmi af bræðrunum Budi og Michael Hartono sem eru ríkustu menn Indónesíu. Eignir þeirra eru metn- ar á 25 milljarða Bandaríkjadala, en þeir auðguðust mjög á tóbaksfyrir- tæki sínu. Í skýrslunni var bent á að vextirnir sem bræðurnir fá af auð- æfum sínum á ári myndu duga til að eyða sárustu fátæktinni í landinu. „Frá árinu 2000 hefur efnahagur Indónesíu batnað til muna. En það hafa ekki allir notið góðs af honum og milljónir íbúa hafa setið eftir, einna helst konur.“ Fátækt í landinu hefur nokkurn veginn staðið í stað frá aldamótum en miðað við alþjóðleg viðmið er talið að 93 milljónir Indónesa lifi undir fátæktarmörkum. n einar@dv.is Fátækt Talið er að 93 milljónir manna lifi undir fátæktarmörkum í Indónesíu. Mynd Epa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.