Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2017, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2017, Side 21
Helgarblað 24.–27. febrúar 2017 reyndar sagt frá því að ungur mað- ur sem um hríð leigði þar í húsinu hafi fundið þessar stílabækur og vélritað þær upp. Það var „annað- hvort Hermann eða Svanur“. (Her- mann og Svanur birtast mjög aug- ljóslega báðir í bókum frá fyrri hluta höfundarferils Guðbergs sem einhvers konar alter ego hans sjálfs – eitt sinn gaf hann út bók undir dulnefninu Hermann Másson. Og því má bæta við að á einum stað í verkum Guðbergs segir Anna að kannski sé ekkert þeirra til nema í hugarheimi Svans). Allt um það. Í þessar stílabækur hefur Tómas párað ýmsar hug- leiðingar sínar og klögumál, oft heldur sundurlaust, og að auki minningar sínar og frásögur ýms- ar. Hann hefur alltaf búið einn, vann lengst af í banka en borðaði á matsölu og eru lýsingar hans og frásagnir af lífinu, starfinu og sam- starfsfólkinu í bankanum oft al- veg konunglegar, með persónum eins og þeim Sigurði, Ólafi og ung- frú Gerði. Langur kafli um mat- söluna, þar sem sami hópur kost- gangara borðar saman daglega er sömuleiðis einn konunglegur skemmtilestur; og ekki síður upp- rifjun um bókasöfnun Tómasar, með stórbrotnustu hugleiðingu um fornbókasala sem ég hef lesið; að auki er bókin full af frábærum inn- skotum, til dæmis úr „ Þjóðsögum Tómasar Jónssonar“, eða frásagnir sem hann hefur skráð eftir sam- ferðamönnum, eins og ævintýra- leg lýsing á íslensku óperusöng- konunni Katrínu Jónsdóttur sem slær í gegn í Þýskalandi og kemst í náin kynni við sjálfan Adolf Hitler. Svo eru kostulegar lýsingar á alls kyns reiptogi Tómasar við leigjend- ur sína og meðleigjendur, meðal annars þann sem fær að æfa sig á rafmagnsgítar og Tómas verðmetur á einn fermetra. Balsac og Tangaheimurinn Í nefndu útvarpsviðtali sem margir létu fara í pirrurnar á sér talaði Guðbergur líka um ýmislegt merki- legt, eins og þau áhrif sem franski 19. aldar höfundurinn Balsac hefði haft á sig, en ég hef á tilfinningunni að skoði menn stakar bækur þessara tveggja höfunda blasi skyldleikinn ekki við. En það sem Guð- bergur var eflaust að tala um var að Bals- ac, í sínum fjölmörgu verkum, skapaði sér- stakan sjálfbæran skáldskaparheim; þannig er bæði hægt að lesa flokk af bók- um hans sem stök verk, en líka skoða hvernig þau raðast svo saman eins og í mósíakmynd. Þar eru sömu persónur gegnumgangandi og sami söguheimur, og eitthvað sem er mið- lægt í einni bók verð- ur mikilvægt aukaat- riði í annarri. Og þetta sama á við um það sem mér finnst mikilvægast í höfundarverki Guðbergs, og er þá að tala um bækurnar frá fyrri hluta hans ferils og kenndar hafa verið við hið mjög svo Grindavíkurlega þorp Tanga, þar sem meðal annars er að finna húsin Ásgarð og Val- höll. Tómas Jónsson tengist þess- um heimi, í gegnum nágranna sína eins og Önnu, Katrínu, Hermann og Svan, auk þess sem fram kemur í TJM að Björg systir Tómasar hafi búið þar og dáið; líklega fæddist hann sjálfur þar. Í Hermann og Dídí sést svo til Tómasar út um glugga á húsi í Tanga; hann er þar líklega kominn að vitja leiðis systurinnar. Auk TJM tengjast Tangaheiminum smásagnasöfnin Ástir samlyndra hjóna, Hvað er eldi guðs og Leik- föng leiðans og skáldsögurnar Anna og svo þær sem hafa verið kallaðar Tangaþríleikurinn: Það sefur í djúpinu, Hermann og Dídí og Það rís úr djúpinu. Allar eru þessar bækur morandi í furðulegri snilld; ég mæli með sögunum sem tengjast Tangaheiminum í Ástum samlyndra hjóna; bæði er þar ein löng sem segir frá fjölskyldu- samkomu á Tanga og svo önnur þar sem fólkið þaðan fer með áætlun- arbíl til Reykjavíkur á þjóðhátíðar- daginn 17. júní. Mitt uppáhald er hins vegar klárlega Tangaþríleik- urinn (hann var reyndar seinna endurútgefinn nokkuð breyttur frá hendi höfundar, undir nafninu Sannar sögur, en mitt val er frum- gerðin). Fyrsti hluti þríleiksins, Það rís úr djúpinu, er reyndar á köfl- um heldur óhugnanleg lesning, og sá ofbeldisóhugnaður smitast líka inn í miðpartinn í Hermann og Dídí. Á löngum köflum er hún hins vegar einn sá mesti skemmtilestur sem íslenskur bókmenntaunnandi getur komist í, með heimsókn í frystihús staðarins og svo langa og óborganlega erfidrykkju handa þorpsfólkinu heima hjá Önnu, svo eitthvað sé nefnt. Og svo er fyrsti partur síðustu bókarinnar, Það rís úr djúpinu, algert konfekt; allir verða að lesa „Sönn saga af sálar- lífi systra“. Það duga engar afsakanir; Hvað ég vildi sagt hafa er þetta: Það er auðvelt að skilja þá sem láta rausið og fordómana í Guðbergi Bergssyni fara í taugarnar á sér. En enginn á samt að vera svo vitlaus að láta það afstýra því að hann njóti þess að lesa þær bókmenntaperlur sem grindvíski stórmeistarinn hefur borið okkur á borð. n Umræða 21 PLUSMINUS OPTIC Smáralind www.plusminus. is Su r kaupauki Sólgler með öllum gleraugum Index 1,5* Sjóngler plusminus.is • sími: 517 0317 Hágæða sjóngler frá nOVa TIlBOð Margskipt sjóngler frá 49.900 kr. Ný námskeið Hringsjá Náms- og starfsendurhæfing Er ekki kominn tími til að gera eitthvað Námskeið í mars 2017 • SjálfSumHyggja hefst 6. mars • Í fókuS – að ná fram því besta með ADHD hefst 13. mars • fjármál hefst 20. mars • HEilSa og HEilSuEfliNg hefst 27. mars • Tök á TilvEruNNi hefst 28. mars • TölvubókHald og ExcEl hefst 28. mars • aukiN vEllÍðaN HEST 28. mars Frekari upplýsingar og skráning í síma 510 9380 eða á hringsja.is Í fókus – að ná fram því besta með ADHD hefst 13. Mars Fjármál hefst 20. Mars Heilsa og heilsuefling 27. mars Tómas Jónsson metsölubók, og raus í gömlum köllum „Hann var kallaður gamall nöldrari og tuðari, hrokagikkur og fordómabúnt og jafn- framt fylgdu glósur um að verk hans væru of- metin eða í það minnsta með öllu úrelt. Guðbergur Bergsson Skáldsaga hans Tómas Jónsson metsölubók verð- ur kvöldsagan í Ríkisútvarpinu. Mynd SiGTryGGur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.