Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2017, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2017, Page 28
Helgarblað 24.–27. febrúar 20174 Allt fyrir heimilið - Kynningarblað Klassískt postulín í bland við nýrri og djarfari stíla Klassískt postulín í bland við nýrri og djarfari stíla V erslunin Borð fyrir tvo, sem meðal annars er þekkt fyrir afskaplega fallegan og vin- sælan borðbúnað, flutti ný- lega af Laugavegi 97 upp í Síðumúla 33. Una Gunnarsdótt- ir eigandi er afar ánægð með nýju staðsetninguna: „Það eru að verða svo miklar og jákvæðar breytingar hérna í Síðumúlanum, fjölbreyttari verslanir og töluvert mikið af hús- búnaðarverslunum. Hér er góð að- koma og næg bílastæði fyrir fólk að leggja í hér fyrir utan. Ég hef fengið mjög góð viðbrögð við flutningnum hjá viðskiptavinum, fólk er ánægt með að fá okkur hingað.“ Í Borð fyrir tvo fæst gott úrval af vönduðu og fallegu postulíni á fínu verði, eða eins og Una segir: „Ég náði góðum samningi við framleiðanda sem framleiðir postulín fyrir þekkt merki eins og t.d. Ralph Lauren og Charter Club-línuna fyrir Macy's og með því að versla beint og sleppa milliliðum er hægt að bjóða hagstæðara verð. Annar kostur við þetta fyrirkomu- lag er sá að ég get stjórnað því hvað línurnar fást lengi hjá mér og þarf ekki að sætta mig við að einhver lína sé tekin úr framleiðslu af því hún er ekki nægi- lega vinsæl lengur á stórum erlend- um mörkuðum. Í þessum bransa eru tískustraumar eins og annars staðar og framleiðendurnir taka þátt í sýning- um tvisvar á ári þar sem þeir eru undir miklum þrýstingi um að koma fram með eitthvað nýtt. Það aftur á móti veldur því að þeir geta ekki haldið öllum fyrri línum í framleiðslu. Ég þarf hins vegar ekki að hafa áhyggjur af þessu.“ Að sögn Unu eru vörurnar hjá Borð fyrir tvo afar vinsælar til brúðar- gjafa og algengt er að lagð- ir séu inn brúðargjafalistar í verslunina. Þeir sem skrá gjafalista í Borð fyrir tvo fá inneign að verðmæti 10% af því sem keypt er af list- anum. Þessar vörur eru líka vinsælar til annars konar gjafa. En hvers konar borð- búnaður er vinsæll núna? „Postulínsstellin eru mjög vinsæl og þar hef ég lagt áherslu á að hafa þau stílhrein og klassísk, eitt- hvað sem fólk sér fyrir sér að vilja eiga og nota áratugum saman. En svo eru líka aðrar og ólíkar línur að koma sterkar inn. Má þar nefna hollensku línuna PIP Studio þar sem lögð er áhersla á litagleði og skrautleika. Slagorð þeirra er „For Happy People“ og má fullyrða að maður verður glaður innan um þessa hluti. Úr allt annarri átt er síð- an danska línan Bitz. Þær vörur eru ekki úr postulíni heldur úr leir. Þar er áhersla á svart, grátt og grænt. Líka svört hnífapör. Þetta er mun grófari hönnun og bæði vinsæl og flott sem slík,“ segir Una. Það er óhætt að mæla með heim- sókn í verslunina Borð fyrir tvo að Síðumúla 33. Það er gaman að skoða þann fallega borðbúnað sem þar er í boði. Verslunin er opin virka daga frá 11 til 18 og á laugardögum frá frá 12 til 16. Símanúmer er 568-2221. n „Postulínsstellin eru mjög vinsæl og þar hef ég lagt áherslu á að hafa þau stílhrein og klassísk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.