Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2017, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2017, Page 32
Helgarblað 24.–27. febrúar 20178 Allt fyrir heimilið - Kynningarblað Harðviðarval, Krókhálsi 4, Reykjavík V egna tækniþróunar síð­ ustu ára og með samstarfi við framleiðendur sem eru fremstir á sínu sviði get­ ur verslunin Harðviðarval boðið upp á vínylparket og vínyl­ flísar sem líkja eftir bestu verkum náttúrunnar. Mikill vöxtur hefur verið í sölu á þessari tegund gólfefna síðastliðin ár, þar sem mörg af helstu hótelum landsins og ýmis önnur fyrir tæki hafa séð kosti þess umfram önn­ ur gólfefni. Þeir kostir sem heilla við þetta frábæra gólfefni eru mikið högg­ og slitþol auk þess sem það dempar gönguhljóð. Einnig er efnið mjög vatnshelt þannig að það má setja á baðherbergi, forstofu og eld­ hús án þess að hafa teljandi áhyggj­ ur. Sem dæmi um staði sem hafa lagt hjá sér vínylefni frá Harðviðar­ vali eru Würth í Norðingaholti, Joe and the Juice Laugavegi og Lágmúla, Skuggi hótel, Íslandsbanki Norður­ turn, Domino's á Selfossi, Tokyo Sus­ hi í Glæsibæ og svo mætti lengi telja. Gífurleg reynsla er því kominn á vín­ ylparket og vínylflísar á svæðum þar sem vanda þarf valið og velja öflugt og endingargott gólfefni vegna mik­ ils ágangs. Þetta frábæra gólfefni er samt ekki bara hentug lausn fyrir fyrirtæki í al­ mannarými heldur nýta sífellt fleiri það á heimilum sínum. Hefur sala vegna íbúðarhúsnæðis aukist mjög mikið. Sá misskilningur er nokkuð útbreiddur að vínylefni séu nýjung á markaðnum sem verið sé að prófa sig áfram með en staðreyndin er sú að komin er góð reynsla á þetta efni bæði hér og í öðrum löndum. „Við erum með eitthvert mesta úr- val landsins af hágæða vínylparketi og vínylflísum. Við höfum valið að versla við framleiðendur sem fram- leiða öll sín efni í Evrópu í fullkomn- um verksmiðjum þar sem gerðar eru miklar gæðakröfur. Framleiðendur sem við kaupum frá eru Quick-Step í Belgíu, sem er þekktur fyrir sitt há- gæða harðparket, DLW frá Þýska- landi og Gerflor frá Frakklandi. Úr- valið er mikið og bjóðum við upp á yfir 20 tegundir á lager og aðra 85 liti til sýnis í sýningarsal okkar að Krók- hálsi 4. Við hvetjum fólk til að skoða þetta framúrskarandi gólfefni og eru sölusérfræðingar okkar meira en til- búnir að gefa góð ráð um val á efni og fleira. Harðviðarval hefur allt frá stofnun árið 1978 sérhæft sig í þjón- ustu við arkitekta, fyrirtæki og stofn- anir með sölu á línóleum-dúkum, teppum, teppaflísum, parketi, hurð- um ásamt gólf- og veggflísum,“ segir Einar Andri Einarsson, rekstrarstjóri hjá Harðviðarvali. n Fyrirtækið er til húsa að Krók- hálsi 4, Reykjavík. Sjá nánar vef- síðuna www.parket.is. Sími er 567- 1010. Opið er virka daga frá kl. 9–18 og laugardaga 11–15. Myndir Sigtryggur Ari Vínylparket: Vinsælasta gólfefnið 2017

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.