Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2017, Blaðsíða 40
Helgarblað 24.–27. febrúar 201732 Sport
Í
slensku landsliðsmennirnir sjö
á Englandi eiga misjöfnu gengi
að fagna um þessar mundir. Þrír
þeirra hafa ekki spilað leik undan-
farnar vikur; eru meiddir eða hafa
misst sæti sitt í liðum sínum. Á hinn
bóginn eru tveir til þrír þeirra fasta-
menn í sínum liðum. Burðarstólparn-
ir á miðjunni í landsliðinu, Gylfi Þór
Sigurðsson og Aron Einar Gunnars-
son hafa átt stórkostlega leiktíð. Þeir
hafa vart stigið feilspor að undan-
förnu og leika við hvern sinn fingur.
Mánuður í leik
Íslenska landsliðið leikur næsta
keppnisleik eftir sléttan mánuð,
þegar liðið sækir Kósóvó heim.
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálf-
ari segir við DV að hann hafi ekki
miklar áhyggjur af stöðu mála. „Í
fullkomnum heimi væru allir að spila
alla leiki. En það er aldrei þannig.“
Hann bendir á að Jóhann Berg
Guðmundsson hafi verið meiddur
að undanförnu en hann spilaði síð-
ast leik þann 7. janúar. Þá hafi Jón
Daði Böðvarsson, Birkir Bjarnason
og Hörður Björgvin Magnússon allir
verið að koma sér fyrir hjá nýjum lið-
um. Það taki tíma.
Hópurinn breiðari
„Ég hef ekki stórar áhyggjur af þess-
um leikmönnum. Það hefur lengi
verið styrkur okkar Íslendinga að við
erum fljótir að aðlagast.“ Hann bend-
ir líka á að Ísland eigi nú fleiri menn
en áður sem spilað geti í landsliðinu.
„Hópurinn okkar hefur breikkað og
þess vegna hef ég ekki miklar áhyggj-
ur af einstaka leikmönnum.“
Tveir íslenskir framherjar, sem
leika utan Englands, hafa verið lengi
frá vegna meiðsla. Kolbeinn Sigþórs-
son hefur ekkert spilað frá því á EM
í sumar og Alfreð Finnbogason hef-
ur sömuleiðis misst marga mánuði
úr. Heimir segist fylgjast með gangi
mála. Alfreð sé að byrja að æfa á nýj-
an leik en hann eigi ekki von á því að
þessir leikmenn verði klárir í næsta
landsliðsverkefni, hið minnsta. n
Skin og
Skúrir á
Englandi
n Kóngarnir í Wales standa upp úr n Mæta
Kósóvó í mars n Varnarmennirnir í basli
Hissa á ráðningu Lars
„Það er gott fyrir Nor-
eg að fá hann til að
taka þetta að sér,“ segir
Heimir Hallgrímsson
spurður um ráðn-
ingu Lars Lagerbäck
til norska landsliðsins.
Hann viðurkennir að
það hafi komið honum
á óvart að Lars skyldi
taka við Noregi. „Ég
varð svolítið hissa því
hann gaf upp þá ástæðu
þegar hann hætti að hann væri þreyttur. Hann sagðist hafa fæðst of
snemma.“ Hann hafi ekki yngst síðan hann hætti með Ísland. Hann sé
hins vegar ánægður og glaður ef Lars hafi fundið starfsorkuna á nýjan
leik. „Ég held og vona að þetta muni bara ganga vel hjá honum.“ Hann
segist aðspurður ekki hafa vitað af ráðningunni áður en um hana var til-
kynnt en þeir Lars hafi átt langt og gott samtal í kjölfarið.
Heimir segir aðspurður að honum lítist vel á nýkjörinn formann
KSÍ, en Guðni Bergsson var kosinn formaður sambandsins á dögunum.
„Mér líst vel á. Hann mætir fyrstur og fer síðastur heim,“ segir Heimir og
bætir við að Guðni sé í óða önn að setja sig inn í starfið.
Gylfi Þór
Sigurðsson
Félag: Swansea
Deild: Premier League
Síðasti heili leikur: 12. febrúar
Mínútur frá áramótum: 630
Líklega má fullyrða að Gylfi Þór Sig-
urðsson sé á toppi síns ferils. Hann
er hlaðinn lofi fyrir frammistöðu
sína í hverjum leiknum á fætur öðr-
um og hefur nánast einn síns liðs
lyft Swansea upp úr fallsæti. Hann
hefur skorað átta mörk og lagt upp
önnur átta á keppnistímabilinu og
er einn allra besti leikmaður ensku
úrvalsdeildarinnar. Um það vitnar
öll hans tölfræði.
Ragnar
Sigurðsson
Félag: Fulham
Deild: Championship
Síðasti heili leikur: 8. janúar
Mínútur frá áramótum: 208
Ragnar hefur misst sæti sitt í
byrjunarliði Fulham, en þang-
að fór hann eftir EM. Hann
hefur verið í byrjunarliðinu
í innan við helmingi leikja
liðsins á tímabilinu og hefur
lítið spilað að undanförnu.
Hann var tekinn af velli eftir
28. mínútur í síðasta deildar-
leik og var svo ekki í hópi í bik-
arleiknum á móti Tottenham
í vikunni. Hann virðist eiga
frekar erfitt uppdráttar.
Jón Daði Böðvarsson
Félag: Wolverhampton
Deild: Championship
Síðasti heili leikur: 18. febrúar
Mínútur frá áramótum: 581
Jón Daði hefur verið inn og út úr liði Úlfanna að undan-
förnu. Hann hefur verið um það bil annan hvern leik í
byrjunarliði en það sem hefur háð honum mjög er svæsin
markaþurrð. Tvö mörk í 29 leikjum er ekki til fyrirmyndar
fyrir framherja. Hann heldur þó áfram að fá tækifæri
og er í fínu leikformi. Það eru góðu fréttirnar, enda ekki
beysin staða á framherjum íslenska landsliðsins.
Jóhann Berg
Guðmundsson
Félag: Burnley
Deild: Premier League
Síðasti heili leikur: 7. janúar
Mínútur frá áramótum: 151
Jóhann Berg er búinn að vera meiddur
býsna lengi, eða frá því í janúarbyrj-
un. Hann var loksins kominn aftur á
völlinn um síðustu helgi, þegar Burnley
mætti utandeildarliðinu Sutton.
Adam var ekki lengi í paradís því
Jóhann Berg fór meiddur af velli eftir
20 mínútna leik eftir slæma tæklingu.
Óvíst er að hann verði orðinn heill
heilsu fyrir næsta landsleik.
Baldur Guðmundsson
baldur@dv.is
Aron Einar
Gunnarsson
Félag: Cardiff
Deild: Championship
Síðasti heili leikur: 18. febrúar
Mínútur frá áramótum: 900
Aron Einar er í geggjuðu formi. Hann hefur
spilað hverja einustu mínútu fyrir Cardiff á
árinu og er algjör lykilmaður hjá félaginu. Nýr
stjóri hefur varla haft undan að hrósa Aroni
fyrir frammistöðu hans, enda er hann líklega í
sínu besta formi á ferlinum. Það eru frábærar
fréttir fyrir landsliðið að Aron sé í toppformi
en hann var á öðrum fætinum á EM í sumar.
Hörður Björgvin
Magnússon
Félag: Bristol City
Deild: Championship
Síðasti heili leikur: 21. janúar
Mínútur frá áramótum: 180
Hörður hefur flestum að óvörum misst sæti sitt
í liðinu. Hann var fastamaður fyrir áramót en
var síðan tekinn út úr liðinu. Stuðningsmenn
hafa margir hverjir mótmælt enda þótti hann
einn besti maður liðsins fyrir áramót. Þjálfarinn
hefur gefið sérkennilegar skýringar á því hvers
vegna hann hefur ekki einu sinni setið á bekkn-
um. Framhaldið er óvíst.
Birkir Bjarnason
Félag: Aston Villa
Deild: Championship
Síðasti heili leikur: 20. febrúar
Mínútur frá áramótum: 354
Birkir hefur átt erfitt uppdráttar í deildinni
frá því hann gekk í raðir félagsins í lok
janúar. Hann hefur verið í byrjunarliðinu í
öllum leikjum nema einum en hefur alls
ekki náð sér á strik frekar en aðrir leikmenn
liðsins. Aston Villa hefur tapað öllum
leikjunum síðan Birkir kom til félagsins. Þó
ekki sé beinlínis við hann að sakast er ljóst
að sjálfstraustið gæti verið meira.