Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2017, Page 54
Helgarblað 24.–27. febrúar 201746 Fólk
Bílahitari
Við einföldum líf bíleigandans
Termini 1700 bílahitarinn er tilvalin lausn. Hann er lítill og nettur
og auðvelt að koma honum fyrir t.d. undir mælaborði bílsins.
Allur tengibúnaður fylgir ásamt tímarofa sem ræsir hitarann t.d.
klukkutíma áður en þú leggur af stað.
Verð kr. 39.000
Væri ekki dásamlegt að sleppa við að skafa glugga og geta sest inn í
heitan og notalegan bílinn á köldum vetrarmorgni?
Láttu verkstæðið sjá um ísetninguna.
Verð frá kr. 49.900 með ísetningu.
11.0
52
Molar úr sögu
Óskarsverðlaunanna
Óskarsverðlaunin verða afhent
næstkomandi sunnudagskvöld í Los
Angeles. Hér eru nokkrir fróðleiksmolar
um vinningshafa og þá sem tilnefndir
hafa verið hvað oftast.
Allar myndir Cazale í fullri lengd tilnefndar Leikarinn John
Cazale varð ekki langlífur, lést 42 ára gamall úr krabbameini. Hann lék í fimm kvikmyndum í fullri lengd og
eftir lát hans voru gömul myndskot notuð í þeirri sjöttu. Allar þessar sex myndir voru tilnefndar til Óskarsverð
launa. Þrjár þeirra voru valdar besta myndin: Guðfaðirinn, Guðfaðirinn II og The Deer Hunter en þar lék Cazale
á móti sambýliskonu sinni, Meryl Streep.
Streep á metið
Enginn leikkona og leikari hefur hlot
ið fleiri tilnefningar til Óskarsverð
launa en Meryl Streep eða alls 20 en
hún hefur þrisvar hlotið verðlaunin.
Í ár er hún tilnefnd fyrir snjallan leik
sinn í Florence Foster Jenkins. Sá
karlleikari sem hlotið hefur flestar
tilnefningar til
Óskarsverðlauna er
Jack Nicholson en
tilnefningar hans
eru tólf.
Flestar tilnefningar
Walt Disney er sá sem oftast hefur verið tilnefndur til
Óskarsverðlauna, 59 sinnum. Hann hlaut 26 verðlaun á
sínum langa og farsæla ferli, sem er met.
Vinnur Kevin loksins? Hljóðmaðurinn Kevin O'Connell hefur verið kallaður
óheppnasti maður í sögu Óskarsverðlaunanna. Hann hefur tuttugu og einu sinni verið tilefndur til Óskars
verðlauna fyrir bestu hljóðsetningu en aldrei hlotið verðlaunin. Í ár er hann tilnefndur fyrir hljóðvinnu við
mynd Mel Gibson, Hawksaw Ridge. Ekki nema von að margir haldi með honum. Sjálfur segist hann ekki
velta verðlaunaveitingum mikið fyrir sér.
Réttir
verðlauna-
hafar
Stundum hefur því verið
velt upp hvort hætta sé
á því að tilkynnt sé um
rangan verðlaunahafa. Við
bragðsáætlun er til gerist
það. Fulltrúar Pricewater
houseCoopers hafa það
hlutverk að storma upp
á svið ef ekki er
tilkynnt
um réttan
sigur
vegara.
Hélt lengstu ræðuna
Lengsta þakkarræða í sögu Óskarsverðlaunanna var flutt af Greer
Garson þegar hún hlaut verðlaunin fyrir leik sinn í Frú Miniver.
Hún talaði í 5 mínútur og 30 sekúndur. Síðan var sett regla um
að þakkar ræður mættu ekki vera lengri en 45 sekúndur. Stystu
þakkar ræðurnar fluttu William Holden, þegar hann fékk verðlaun
in fyrir leik í Stalag 17, og Alfred Hitchcock, sem fékk heiðursverð
laun Akademíunnar. Báðir sögðu einfaldlega: „Þakka ykkur fyrir.“
50 tilnefningar
Á meðal núlifandi einstaklinga á
tónskáldið John Williams metið
þegar kemur að tilnefningum. Hann
hefur verið tilnefndur 50 sinnum til
Óskarsverðlauna og hlotið þau fimm
sinnum. Einungis Walt Disney var
tilnefndur oftar.