Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2017, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2017, Blaðsíða 6
Helgarblað 10.–13. mars 20176 Fréttir Skipar starfshóp Benedikt Jóhannesson, fjár- mála- og efnahagsráðherra, hef- ur skipað starfshóp sem fær það verkefni að skoða erlenda lög- gjöf um aðskilnað eða takmörk- un á viðskiptabanka- og fjár- festingarbankastarfsemi, leggja mat á kosti og galla slíkrar lög- gjafar fyrir fjármálamarkað hér á landi og einnig að skoða hvort aðrar leiðir séu færar eða bet- ur til þess fallnar að takmarka áhættu af fjárfestingarbanka- starfsemi alhliða banka. Þetta kemur fram á vef fjár- mála- og efnahagsráðuneytis- ins. Þar segir að hópurinn eigi að skila niðurstöðum í formi skýrslu til ráðherra í maí næst- komandi og verður skýrslan lögð fram á Alþingi. Starfshópinn skipa Leifur Arnkell Skarphéðinsson, frá fjár- mála- og efnahagsráðuneytinu, sem jafnframt er formaður hópsins. Björk Sigurgísladótt- ir frá Fjármálaeftirlitinu, Fjóla Agnarsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Jónas Þórðarson frá Seðlabanka Ís- lands, Jón Þór Sturluson frá Fjár- málaeftirlitinu og Sigríður Loga- dóttir frá Seðlabanka Íslands. Tveir milljarðar í vegagerð Þingmenn úr röðum Vinstri grænna hafa lagt fram frum- varp til laga um sérstakar fjár- öflunarráðstafanir í vegamál- um. Í tilkynningu frá þingflokki VG kemur fram að frumvarp- inu sé ætlað að bregðast við því ófremdarástandi sem skapast hefur í vegamálum landsins og aðgerðarleysi stjórnvalda gagn- vart þessum uppsafnaða og risa- vaxna vanda. „Í frumvarpinu er lagt til að tekið sé skref í átt til þess að færa helstu markaða tekjustofna til vegamála (aðra en kílómetra- gjald) í að vera fullnýttir miðað við verðlagsþróun. Með þeirri hækkun sem lögð er til í frum- varpinu væri unnt að afla 2 milljarða í viðbót til nýfram- kvæmda í vegagerð á árinu. Vert er að benda á að hér er um gjald á jarðefnaeldsneyti að ræða, en hækkun gjalda þar hvetur neytendur frekar til notkunar á umhverfisvænum orkukost- um. Í greinargerð með málinu er einnig fjallað um þær tekjur sem ríkissjóður hefur orðið af vegna ákvarðana fyrri ríkisstjórna um að færa ekki hina mörkuðu tekjustofna upp til verðlags og áhrifum þessa á Vegagerðina,“ segir í tilkynningu VG. Fékk 700 þúsund í bætur frá ríkinu Var grunaður um að hafa kveikt í bíl fyrrverandi eiginkonu sinnar Í slenska ríkið var á fimmtudag dæmt í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða karlmanni 700 þús- und krónur í miskabætur fyrir ólögmæta handtöku og að hafa verið haldið á lögreglustöð í meira en hálf- an sólarhring áður en tekin var af honum framburðarskýrsla. Maðurinn var handtekinn eftir að fyrrverandi eiginkona hans, Kamila Modzelewska, tilkynnti lög- reglu að hana grunaði að maðurinn hefði kveikt í bifreið hennar. Mál- ið var látið niður falla. Þá var niður- staða dómsins að þessi framkvæmd lögreglunnar hafi verið án nægilegs tilefnis og með þessu hafi lögreglan brotið gegn manninum. Kamila fjallaði opinskátt um upp- lifun sína af því að lifa í stöðugum ótta við fyrrverandi maka sinn í Kastljósi árið 2015, sem vakti mikla athygli. Kamila fékk fyrst nálgunar- bann á manninn árið 2013 en það rann út í ársbyrjun 2014. Í Kast- ljósi kvaðst hún ekki hafa fengið frið frá manninum frá því að nálg- unarbannið rann út. Síðan þá hefur Kamila fengið annað nálgunarbann gegn manninum. Helstu atvik málsins voru þau að þann 31. mars 2015 kviknaði eldur í bifreið sem stóð mannlaus á bíla- stæði á höfuðborgarsvæðinu. Um var að ræða bifreið í eigu Kamilu. Þegar lögreglumenn komu á vett- vang sagði Kamila þeim að hana grunaði að maðurinn hefði kveikt í bifreiðinni. Hún sýndi lögreglumönnunum myndband úr öryggismyndavél sem sýndi karlmann hella bensíni yfir bifreiðina og kveikja í henni. Í niður- stöðu dómsins segir að í málinu liggi fyrir að rannsókn áðurlýsts sakamáls var hætt og það fellt niður. n kristin@dv.is Mynd Rakel Ósk siguRðaRdÓttiR 800 milljóna gjaldþrot Varmaborgar Þ ann 17. febrúar síðast- liðinn lauk skiptum í þrota- búi Varmaborgar ehf. Lýstar kröfur í búið voru rétt tæplega 800 milljón- ir króna en engar eignir fundust í búinu. Aðalkröfuhafinn var Arion banki. Segja má að gjaldþrot Varma- borgar sé enn ein harmsagan úr hruninu sem kippti fótunum und- an rekstrar grundvelli fyrirtækisins. Lánin hækkuðu, framkvæmdum var slegið á frest og eigendur réðu ekki við afborganir. Þá gengu stórhuga hugmyndir eigendanna varðandi breytingar á aðalskipulagi Reykja- víkurborgar ekki eftir. Draumurinn varð að engu. tvennir feðgar í eigendahópnum Félagið Varmaborg ehf. var stofnað í nóvember 2005, utan um fjárfestingu á jörðinni Varmalandi á Kjalarnesi. Voru eigendur þess í upphafi sex talsins: Feðgarnir Sigurður Fannar Guðmundsson og Guðmundur Sig- urðsson og feðgarnir Magnús Al- bertsson og Albert Þór Magnús- son, sem er einn eigenda Lindex á Íslandi, Grímur Arnarson, fram- kvæmdastjóri HP Kökugerðar, og Snorri Arnar Viðarsson bankastarfs- maður. Sigurður Fannar, sem í dag starfar sem sölufulltrúi fasteigna hjá Borg fasteignasölu, seldi sinn hlut árið 2010 og þá áttu fyrrnefndir fimm einstaklingar 20 prósenta hlut hver, allt til loka. Samkvæmt ársreikning- um var Albert Þór framkvæmdastjóri fyrirtækisins alla tíð. yfir þúsund íbúðir ráðgerðar Metnaðarfullar hugmyndir eigend- anna komu fram í athyglisverðu við- tali við Sigurð Fannar í tímaritinu Landi og Sögu árið 2007. Þar kom fram að eigendurnir bæru þá von í brjósti að hægt yrði að breyta aðal- skipulagi borgarinnar á þann hátt að Varmaland yrði tekið inn sem byggingarland innan tveggja ára og þar myndu rísa 1.125 íbúðir. Að auki voru þeir vongóðir um að Sunda- braut myndi rísa og þar með væri landið stutt frá miðborginni. Gerðu áætlanir ráð fyrir 185 ein- býlishúsum, 280 rað- og parhús- um, 500 íbúðum í fjölbýlishúsum og 160 íbúðum fyrir 50 ára og eldri. Sagði Sigurður Fannar að þeir félagar hefðu séð jörðina auglýsta og talið að um ákjósanlegt tækifæri væri að ræða. stærsta byggingarþróunar- verkefni Íslands í einkafram- kvæmd „Tækifærið með Varmadal lá meðal annars í því að jörðin er í útjaðri Reykjavíkur og tengist miðborginni með afgerandi og beinum hætti þegar Sundabrautin kemur, vonandi innan ekki margra ára. Það verður ekki nema 10 til 15 mínútna akstur í miðborgina og á stærstu vinnustað- ina þegar Sundabrautin kemur.“ Að sögn Sigurðar Fannars var um að ræða stærsta byggingarþróunarverk- efni á Íslandi í einkaframkvæmd á þessum tíma auk þess sem hugmynd fjárfestanna var að skólamannvirki á landinu yrðu reist í einkafram- kvæmd og mögulega einkarekin. Þriggja milljarða tilboð Hugmyndirnar eru að mörgu leyti athyglisverðar, sérstaklega þegar horft er til þess ástands sem nú ríkir varðandi byggingalóðir í Reykjavík. Það þótti fleirum og heimildir DV herma að ýmsir fjársterkir aðilar hafi fylgst náið með. Þar á meðal Róbert Wessman sem gerði tilboð upp á ríf- lega þrjá milljarða í verkefnið með þeim fyrirvara að breytingarnar á aðalskipulaginu myndu ganga eftir. En allt kom fyrir ekki. Borgar- yfirvöld drógu lappirnar varðandi aðalskipulagið enda umrótatímar þar sem ótt og títt var skipt um borgar stjóra. Að endingu sogaðist verkefnið inn í hrunið, lánin stökk- breyttust og fyrirtækið varð gjald- þrota. Arion banki leysti Varmaland til sín á nauðungarsölu nokkrum árum síðar og svo fór að Reykja- víkurborg keypti landið af bank- anum. Í maí 2015 var tilkynnt um kaupin og var verðið 312 milljónir króna. Á landinu ofan Esjumela er núna ráðgert að byggja upp at- vinnustarfsemi, meðal annars gagnaver. n Varmadalur Áætlanir eigenda Varmaborgar ehf. voru metnaðarfullar. Þeir ráðgerðu að 1.125 íbúðir mundu rísa á landinu. albert Þór Magnús- son Var skráður fram- kvæmdastjóri Varmaborgar allt til loka. Hann gerir það gott í dag sem annar eigenda Lindex á Íslandi. n Ekkert varð úr 1.100 íbúða byggð á Kjalarnesi n Eigandi Lindex á Íslandi meðal eigenda Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.