Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2017, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2017, Blaðsíða 28
Helgarblað 10.–13. mars 20172 Vel að merkja - Kynningarblað Vandaðar vörur, skemmtilegar merkingar – og merkingar á vinnufötum Allt merkilegt A llt merkilegt er lítið og skemmtilegt fyrirtæki sem annars vegar býður upp á merkingaþjónustu og hins vegar selur vandaðar vörur með fallegum og leiftrandi skemmti­ legum merkingum. Fólk getur val­ ið sínar eigin merkingar eða valið staðlaða texta. Dæmi um sívinsæl­ ar vörur verslunarinnar eru bolir sem á stendur „Ég er að verða stóra systir“ og „Ég er að verða stóri bróðir.“ Annað afar vinsælt eru kjólar með merkingunni „Ef þér finnst ég vera dúlla ættirðu að sjá ömmu mína.“ Þá hafa samfellur með merkingunni „Fjúkk, loksins laus eftir níu mánuði inni“ notið mikilla vinsælda. Erna Arnardóttir er eigandi fyrir­ tækisins Allt merkilegt. Hún er graf­ ískur hönnuður að mennt og bera merkingarnar þess vitni. Þær eru í senn smekklegar, áferðarfallegar og afar skemmtilegar. Allt merkilegt er merkingaþjónustufyrirtæki og við­ skiptavinir geta bæði valið eigin texta eða notið sköpunargáfu Ernu fyrir merkingar á sínar vörur. Hægt er að koma með eigin boli og láta merkja þá. Einnig selur Allt merkilegt könnur sem viðskiptavinir geta látið merkja að vild, til dæmis með mynd af sér og með hvaða áletrun sem óskað er eftir. Þrátt fyrir áherslu fyrirtækisins á skemmtilegar merkingar leggur Allt merkilegt mikið upp úr því að selja vandaðar flíkur. Fötin eru þekkt fyrir að endast og halda sér vel. Allt merkilegt er með vinnustofu og verslun að Garðatorgi 3 en mest er keypt í vefverslun fyrirtækisins á allt­ merkilegt.is. Þar eru líka fínar upplýs­ ingar um vörurnar. Í vefversluninni er hægt að velja um lit, stærð, mynd til að prenta utan á vöruna og texta. Greitt er fyrir vörurnar í vefversl­ uninni með korti eða millifærslu, en hægt er að velja um hvort kaupandi fær þær póstsendar eða sækir þær á Garðatorg 3. Það er gaman að skoða úrvalið á alltmerkilegt.is en viðskiptavinir eru líka velkomnir í verslunina að Garða­ torgi 3. Þá er líka óhætt að segja að verðið sé hagstætt en allt er vand­ lega verðmerkt í vefversluninni á allt­ merkilegt.is Merkingar á vinnuföt og hentug öryggisvesti á góðu verði Sérmerkt vinnuföt eru nauðsynleg í ýmsum störfum, ekki síst í þjónustu­ störfum. Þau auka traust á fyrirtæk­ inu, eru hluti af ímynd þess og geta komið sér vel í ýmsum aðstæðum þar sem greina þarf starfsfólk frá öðr­ um viðstöddum. Allt merkilegt býður upp á smekklegar og skemmtilegar merkingar á hag­ stæðu verði, en það fer eftir um­ fangi merk­ inganna og fjölda flíka hver kostnaðurinn er. Um hann er samið við viðskiptavininn fyrir­ fram. Þetta fer þannig fram að viðskipta­ vinurinn kemur fötunum til Ernu Arnar­ dóttur, að Garðatorgi 3, og hún sér um að merkja fatnaðinn samkvæmt óskum viðskiptavinarins. Merkingarnar geta til dæmis verið nafn fyrirtækis, síma­ númer, heimilisfang eða vefslóð, sem og lógó fyrirtækis­ ins. Allt merkilegt get­ ur merkt ótakmarkaða magn starfsmanna­ fatnaðar. Allt merkilegt býður líka upp á smekk­ leg og hentug öryggisvesti sem henta vel fyrir leikskóla og grunnskóla, sem og fyrir ferðaþjón­ ustuaðila sem bjóða upp á norður­ ljósaferðir. Vestin eru á hag­ stæðu verði. Einnig er hægt að fá bolla merkta nafni fyrirtækis og nöfn­ um starfsmanna. n Allt merkilegt Garðatorgi 3, Garðabæ Símanúmer 555-3569 alltmerki- legt.is Erna og dóttir hennar, Anna Kolbrún, í skemmtilegum bolum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.