Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2017, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2017, Blaðsíða 56
Helgarblað 10.–13. mars 2017 19. tölublað 107. árgangur Leiðbeinandi verð 785 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Hann sá þó 57% markanna! Sautján ár samfleytt n Útvarpsmaðurinn Ívar Guð- mundsson á Bylgjunni var meyr í vikunni, en þá áttaði hann sig á því að hann hefði unnið á Bylgjunni samfleytt í sautján ár. „Stundum er alveg magnað hvað tíminn líður hratt þegar maður er að gera það sem maður hefur gaman af,“ sagði Ívar sem hóf störf á Bylgjunni þann 1. mars árið 2000. „Ég er nú ekki sérfræðingur í sögu útvarps á Íslandi en held að enginn hafi verið lengur á sama tíma á sömu stöð samfleytt,“ sagði Ívar sem þakkaði hlust- endum kær- lega. Næstkynþokka- fyllstur og fór því heim n Á dögunum birti vefsíðan Bleikt lista yfir kynþokkafyllstu karlmenn lands- ins sem hópur álitsgjafa hafði komið sér saman um. Það kom fáum á óvart að fréttamaðurinn Einar Þorsteinsson átti sæti á listanum enda með afbrigðum föngulegur maður. „Eitthvað svo voðalega passlegur og líka með seiðandi rödd,“ var haft eftir álitsgjafa. Vinir og samstarfs- menn Einars hafa hent gam- an að tilnefningunni og þegar tilkynnt var um komu Måns Zelmer löw, sænsku Eurovision- stjörnunnar, í Útvarpshúsið spurði fyrrverandi fjölmiðla- maðurinn Guðfinnur Sigurvins- son hvernig Einari liði að vera ekki lengur sá kynþokkafyllsti í húsinu. „Ég fór heim,“ sagði Einar léttur. Þ etta var ótrúlega svekkjandi,“ segir Gunnar Theodór Gunnarsson, ökukennari með meiru, sem skellti sér á leik Barcelona og Paris Saint- Germain í 16-liða úrslitum Meist- aradeildarinnar á miðvikudag. Leikurinn er einn sá eftirminni- legasti í sögu keppninnar enda þurfti Barcelona að vinna upp fjögurra marka forskot frá fyrri leiknum sem tapaðist 4-0. Þegar þrjár mínútur voru eftir af venju- legum leiktíma var staðan 3-1 Barcelona í vil og útlitið ekki bjart. Á þeim tímapunkti þurfti Barcelona að skora þrjú mörk til að komast á áfram á þeim örfáu mínútum sem eftir lifðu. Gunnar taldi – eins og eflaust margir – að Barcelona næði aldrei að skora þrjú mörk á þeim mínút- um sem eftir lifðu. Gunnar og félagi hans sem var með honum á leikn- um ákváðu því að drífa sig af vell- inum til að komast hjá því að lenda í mannþrönginni eftir leikinn. Það hefðu þeir betur látið ógert. „Þegar við vorum nýkomnir út af vellinum heyrðust fagnaðar- læti,“ segir Gunnar en þá var brasil- íski snillingurinn Neymar búinn að skora gullfallegt mark beint úr aukaspyrnu og koma stöðunni í 4-1. „Svo heyrðum við önnur fagn- aðarlæti stuttu síðar,“ bætir Gunnar við en þá var Barcelona nýbúið að skora fimmta markið og vantaði því aðeins eitt mark til að komast áfram. „Svo vorum við komnir nokkuð víðs fjarri þegar allt gjörsamlega trylltist. Bílar flautuðu og það varð allt vitlaust,“ segir Gunnar sem missti af þessum ótrúlega lokakafla, en sá þó sjötta markið á skjá á nærliggjandi bar og þegar flautað var til leiksloka. Gunnar segir að það sé vissulega svekkjandi að hafa misst af þessum ótrúlega lokakafla sem fer í sögu- bækurnar. Aldrei áður hefur liði tekist að komast áfram í Evrópu- keppni eftir að hafa tapað fyrri leiknum með fjórum mörkum. n einar@dv.is Fór af vellinum í stöðunni 3-1 n Gunnar skellti sér á leik Barcelona og PSG n Missti af ótrúlegum lokakafla Svekkelsi Gunnar og félagi hans fóru af vellinum rétt áður en lokakaflinn hófst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.