Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2017, Blaðsíða 31
Helgarblað 10.–13. mars 2017 Fólk Viðtal 27
ir að hann var svæfður vaknaði hann
og allt virtist ætla að ganga upp.
„Dóri var byrjaður að segja hjúkk
unum brandara á þriðjudegi og við
vorum farin að hugsa næstu skref
þegar ég fékk símtal á miðvikudags
morgni þar sem ég var beðin um að
koma strax þar sem hann væri kom
inn með blóðtappa.“
Fékk blóðtappa eftir
hjartastopp
Karólína segir ástæðu þess að Dóri
fékk blóðtappa þá að læknarnir
höfðu ekki þorað að gefa honum
blóðþynningarlyf, sem hann þurfti
vegna gervihjartalokunnar, eftir að
hann kom á sjúkrahúsið vegna inn
vortis blæðinga út frá brotnu rif
beinunum. „Þeir voru búnir ákveða
að byrja aftur að gefa honum blóð
þynningarlyfin á miðvikudegi en þá
var það orðið of seint.“
Að sögn Karólínu reyndist Dóri
vera kominn með fimm tappa vinstra
megin. Viku síðar var hann kominn
með sex og viku eftir það höfðu tveir
tappar bæst við hægra megin.
„Þegar þú ert kominn með tappa
báðum megin eru batahorfurnar
ekki góðar. Enda lá hann bara eins
og lifandi grænmeti. Hann gat hvorki
borðað né tjáð sig. Hann var alveg
lamaður og gat ekki reist sig upp úr
rúminu. Þetta var gríðarlegt áfall
fyrir okkur.“
Karólína gerði sér grein fyrir því
frá fyrsta degi að Dóri væri enn með
skýra hugsun þrátt fyrir að hann gæti
hvorki hreyft sig, né tjáð sig og hefði
verið mjög ringlaður fyrstu dagana
eftir að hann vaknaði.
Næstu sex vikurnar dvaldi Dóri
á hjartadeild Landspítalans. Karó
lína segir sjúkrahúsvistina hafa
gengið brösuglega og þarna tók hún
fyrst eftir því hvað spítalinn og heil
brigðiskerfið yfirhöfuð er fjársvelt og
undirmannað.
Á spítalanum gerðist ýmislegt
sem átti ekki að gerast, að sögn Karó
línu, en eftir að Dóri fékk pláss á
Grensás, þar sem hann dvaldi næstu
sjö mánuði, byrjaði honum smám
saman að fara fram.
„Þau ræktuðu hann frá því að vera
grænmeti upp í að vera karl í hjóla
stól. Sem að vísu getur ekki talað en
getur bjargað sér.“
Jákvæðnin fleytir honum áfram
Eftir að endurhæfingunni á Grensás
lauk fór Dóri aftur heim í Mosfells
bæinn en svo hann kæmist ferða
sinna um heimilið lögðust vinnufé
lagar hans á eitt og gerðu húsið að
gengilegt fyrir Dóra sem, þrátt fyrir
allt, er gríðarlega jákvæður og tekur
fötlun sinni með stóískri ró.
„Dóri er miklu sjálfstæðari nú
en þegar hann kom heim fyrir fjór
um árum. Hann klæðir sig sjálfur á
morgnana og yfirleitt situr hann eins
og kóngur í ríki sínu í hjólastólnum
þegar ég vakna á morgnana. Hann
hefur alltaf verið duglegur að
þjálfa sig sem hefur alveg bjargað
málunum. Þess vegna getur hann
verið heima. Það hefur eiginlega
aldrei neitt annað komið til greina.
En þetta er ekki alltaf auðvelt.“
Helst myndi Karólína vilja fá að
stoð við að baða Dóra en sú þjón
usta er aðeins í boði fyrir þau á milli
klukkan 08 og 16 á virkum dögum.
„Á þessum tíma er ég í vinnu og
hann í Hátúni. Auðvitað gæti Dóri
mætt seinna í Hátún en þá þyrfti ég
sömuleiðis að mæta seinna, sem er
ekki í boði á mínum vinnustað. Það
er líka mikilvægt fyrir hann að taka
þátt í öllu starfinu þarna. Það er bara
opið til hálf fjögur á daginn í Hátúni
og ef hann væri að mæta klukkan 10,
11 eða síðar þá myndi hann missa
mikið.“
Karólína bendir á að hentugast
væri fyrir Dóra að komast í bað
snemma á morgnana eða seint á
kvöldin, áður en hann fer að sofa. En
þjónustan, sem hann þarf á að halda,
er ekki í boði á þeim tíma.
„Stundum er ég alveg orðin upp
gefin. Dóri tekur yfirleitt eftir því og
byrjar að græja sig í háttinn og fer
upp í rúm þrátt fyrir að hann langi
ekkert að fara að sofa. En hann gerir
það fyrir mig svo ég fái hvíld. Hugs
aðu þér ef hann gæti fengið þjón
ustu sem gerði honum kleift að fara í
rúmið þegar hann er þreyttur.“
Hvíldarinnlögn erfið upplifun
Fyrr í vetur tóku þau sameiginlega
ákvörðun um að Dóri myndi prófa,
í eina viku, að fara í hvíldarinnlögn
á Hrafnistu í Reykjavík. „ Gömul
frænka hans var þarna og leið vel.
Við heimsóttum hana oft, þekktum
því svolítið til og vorum mjög ánægð
þegar hann fékk plássið.“
Þegar Dóri var kominn inn fengu
þau að vita hann fengi ekki að fara í
Hátún á meðan hann væri í hvíldar
innlögn. „Þú mátt ekki nota tvö úr
ræði samtímis.“ Þegar Karólína fór
að spyrjast fyrir um hvað væri í gangi
yfir daginn fyrir einstaklingana
komst hún að því að þar er engin
föst dagskrá. „Fólk getur horft á
sjónvarpið. Af og til er söngstund og
bingó. Þar með er það upptalið. Það
er ekkert gert með fólkinu þarna.
Það horfir enginn á sjónvarpið allan
daginn.“
Líkt og gefur að skilja urðu von
brigðin gríðarlega mikil þar sem
Karólína hafði hugsað sér að koma
Dóra í hvíldarinnlögn næsta haust
þegar henni stendur til boða að fara
í sextán daga draumaferðalag. Á
þessari viku, sem Dóri var á Hrafn
istu, gerði hún sér hins vegar grein
fyrir því að hvíldarinnlögn væri ekki
fyrir sinn mann. „Mér var mikið í
mun að þetta myndi ganga vel og
yrði skemmtilegt fyrir hann. En því
miður gæti ég aldrei verið róleg vit
andi af honum á svona stað. Þótt
hann sé fatlaður í hjólastól og geti
ekki talað þá er hann ennþá mann
eskja.“
Það sem setti punktinn yfir iið,
varðandi hvíldardvölina, fyrir Karó
línu var þegar henni var tjáð að
þarna væri fólk aðeins baðað einu
sinni í viku. Því miður væri ekki
mannskapur í annað.
„Einn morguninn kom ég að hon
um þar sem hann var búinn að pissa
yfir sig allan. Maður fann alveg lykt
ina svo þetta fór ekkert á milli mála.
Þegar ég sagði frá var mér tilkynnt
að hann þyrfti sjálfur að óska á eftir
aðstoð. Hvernig biður fólk sem ekki
talar um aðstoð? Segðu mér það?“
Þegar Dóri hafði enn ekki verið
baðaður tveimur dögum eftir
óhappið tók Karólína málin í eigin
hendur og baðaði hann sjálf.
„Seinna meir kom forstöðukon
an á Hrafnistu og talaði við mig. Hún
sagði að þau reyndu eftir fremsta
megni að koma til móts við óskir
fólks ef það vildi komast oftar í bað.
En því miður væri svo undirmannað
að það væri erfitt.“
Á biðlista í fjögur ár
Þá bendir Karólína blaðamanni
á hægri fót Dóra sem er augljós
lega hrjáður af miklum bjúg. Það
sem virkar best á bjúginn að sögn
Karó línu er að fóturinn fái að vera
í vatni. Þrátt fyrir að aðstaðan fyrir
lamaða sé gríðarlega góð á Reykja
lundi (sem er nánast í bakgarðinum
þeirra) og í Hátúni (þar sem Dóri
er á daginn) fer hann aldrei í sund.
Báðar laugarnar eru aðeins opnar
frá klukkan 09 til 16 á daginn.
Í fjögur ár hefur Dóri verið á
biðlista eftir því að komast að í sund
tímum í Hátúni. Enn er óvíst
„Þeir brutu öll rif-
beinin í Dóra með
hnoðinu en komu honum
þó í gang.
Veikindi Dóra breyttu
öllu Reyna að takast á við
tilveruna með bros á vör.
MynD Sigtryggur Ari
Fasti punkturinn í lífi Dóra Á
virkum dögum fer hann í Hátún sem er
dagþjónusta fyrir fólk sem þarfnast
endurhæfingar. MynD Sigtryggur Ari