Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2017, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2017, Blaðsíða 8
Helgarblað 10.–13. mars 20178 Fréttir → Inni- og útimerkingar → Sandblástursfilmur → Striga- og ljósmyndaprentun → Bílamerkingar → Gluggamerkingar → Prentun á símahulstur → Frágangur ... og margt fleira Skoðaðu þjónustu okkar á Xprent.is SundaBorG 1, reykjavík / SímI 777 2700 / XPrent@XPrent.IS Þórdís og Tom tekin af dagskrá Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og Tom Stranger munu ekki flytja fyrirlestur á ráðstefnunni WOW - Women of the World sem fram fer í Lundúnum um helgina. Þetta er ákvörðun forsvarsmanna ráðstefnunnar til að bregðast við undirskriftasöfnun en 2.300 manns mótmæltu því að fyrir- lesturinn yrði haldinn. Gagnrýnin sneri að því að nærvera Stranger myndi vekja upp vondar minningar hjá þolendum kynferðisofbeldis. Þórdís Elva og Tom hafa vak- ið mikla athygli í kjölfar bókar og fyrirlestra sem þau hafa skrifað og flutt saman og fjallar um reynslu þeirra af sáttar- og ábyrgðarferli. Þórdís Elva hafði samband við Tom mörgum árum eftir að hann nauðgaði henni en þá var hún 16 ára og hann 18. Björn sýknaður Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Björn Steinbekk í miðasölumálinu svokallaða. Fjölmargir Íslendingar ferðuðust til Frakklands í fyrra til að sjá leik gegn Frökkum í átta liða úrslitum EM. Fjölmargir Íslendingar, sem keypt höfðu miða, sátu eftir með sárt ennið þegar miðarnir voru ekki afhentir. Héraðsdómur féllst á að Sónar Reykjavík ehf. hafi verið seljandi miðanna, en ekki Björn, jafnvel þótt Björn hafi auglýst þá á sinni Facebook- síðu. Kaupanda hafi mátt vera ljóst að hann væri að kaupa miðana af Sónar Reykjavík þar sem peningurinn var lagður inn á reikning félagsins. Skólalóðir endurgerðar Gert ráð fyrir 425 milljóna kostnaði B orgarráð samþykkti á fundi sín- um á fimmtudag að bjóða út framkvæmdir við endurgerð og lagfæringar á lóðum sex skóla á höfuðborgarsvæðinu; fjögurra grunn- skóla og tveggja leikskóla. Kostnað- aráætlun er 425 milljónir króna og stendur til að hefja framkvæmdir í maí næstkomandi og ljúka þeim í ágúst. Um er að ræða framkvæmdir við endurgerð og lagfæringar á lóðum við leikskólana Bakkaborg og Fálkaborg. Þá verða lóðir endurbættar við Foss- vogsskóla, á báðum starfsstöðvum Háaleitisskóla, Brúarskóla og Mela- skóla. n Þ eir sem kvörtuðu undan fjölda ferðamanna á landinu í fyrrasumar þurfa heldur betur að anda með nefinu á þessu ári því sam- kvæmt spá Íslandsbanka mun einn af hverjum fimm einstaklingum á landinu næsta sumar verða ferða- maður. Þetta kemur fram í ítarlegri skýrslu Íslandsbanka um íslenska ferðaþjónustu á þessu ári sem kynnt var á fimmtudag. „Mikilvægi ferðaþjónustu í gjald- eyrissköpun þjóðarbúsins, á vinnu- markaði og í landsframleiðslu mun þar af leiðandi enn aukast. Greinin mun því halda áfram að auka um- fang sitt í hagkerfinu og styrkjast sem máttarstólpi í íslensku samfélagi. Ís- landsbanki gefur í ár út skýrslu um íslenska ferðaþjónustu í þriðja sinn. Með útgáfunni vill Íslandsbanki leggja sitt af mörkum við að upp- lýsa um stöðu ferðaþjónustunnar. Er það von okkar að skýrslan reynist gagnleg og góð viðbót við þá miklu umfjöllun sem greinin hefur alið af sér og verðskuldar,“ segir í tilkynn- ingu frá Íslandsbanka. 90 prósent með flugi Fjölmargir áhugaverðir punktar eru í skýrslunni en þar kemur meðal annars fram að Íslandsbanki spá- ir því að 2,3 milljónir ferðamanna muni heimsækja Ísland á þessu ári en það er fjölgun sem nemur um þrjátíu prósentum frá síðasta ári. Gangi spáin eftir mun ferða- mönnum því fjölga um 530 þúsund milli áranna 2016 og 2017 sem er metfjölgun á einu ári hér á landi. Þá segir einnig að rúmlega 90 prósent erlendra ferðamanna komi til með að ferðast hingað með flugi en til samanburðar má nefna að þetta hlutfall er um 54 prósent í öðrum ríkjum OECD. Hvað gistingu varðar þá hefur það mikið verið rætt að undanförnu hversu margar Airbnb-íbúðir bjóðast nú ferða- mönnum víðs vegar um landið en samkvæmt skýrslunni velja hlut- fallslega fleiri erlendir ferðamenn að gista í íbúðarhúsi, orlofshúsi eða heimagistingu og færri á hótelum og gistiheimilum. Airbnb flæðir yfir markaðinn „Haldi gistiþjónusta í gegnum Air- bnb áfram að vaxa líkt og á undan- förnum árum má ætla að afkasta- geta Airbnb í Reykjavík verði orðin sambærileg við afkastagetu allra hótela höfuðborgarsvæðisins til samans á líðandi ári,“ segir í skýrsl- unni. Að meðaltali voru um þrjú hundruð íbúðir í útleigu öllum stundum á Airbnb á árinu 2015 og um 809 á árinu 2016. Segir í skýr- slunni að þetta sé fjölgun um 509 íbúðir en til samanburðar voru 399 fullgerðar nýjar íbúðir í Reykjavík á árinu 2016. „Fjölgun íbúða í heilsársútleigu Airbnb hefur því verið talsvert um- fram fjölgun nýrra íbúð í Reykjavík yfir sama tímabil og þannig átt stór- an þátt í mikilli hækkun íbúðaverðs á svæðinu,“ segir í skýrslunni. Þá hefur gistiþjónusta á lands- byggðinni einnig vaxið hraðar en á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2013 en þær gistinætur, það er að segja gistinætur á landsbyggðinni, eru um þessar mundir rúmlega helm- ingur allra seldra gistinátta á lands- byggðinni. Þrátt fyrir það kemur fram í skýrslunni að engu að síður séu árstíðasveiflur enn vandamál á landsbyggðinni þrátt fyrir að þær hafi minnkað nokkuð á undanförn- um árum. n Stór hluti gjaldeyristekna á árinu kemur frá ferðamönnum sem hingað koma Airbnb vinsælla en hótelherbergi á Íslandi Atli Már Gylfason atli@dv.is Vilja frekar Airbnb Samkvæmt skýrslu Íslandsbanka velja hlutfallslega fleiri ferðamenn að gista í íbúðarhúsi, orlofshúsi eða heimagistingu. Mynd SiGtryGGur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.