Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2017, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2017, Blaðsíða 42
Helgarblað 10.–13. mars 201738 Lífsstíll n Einbeittu þér að því sem þú gerir vel n Minntu þig á hvers virði þú ert Ö ll vitum að gott sjálfstraust er lykilatriði þegar kemur að ýmsum þáttum daglegs lífs; hvort sem um er að ræða vinnu, nám, íþróttir eða sam- skipti við annað fólk. Þeir sem hafa gott sjálfstraust eru síður berskjald- aðir fyrir kvíða og eiga oft og tíðum auðveldara með að mynda tengsl við aðra. Jákvæðir þættir góðs sjálfstrausts eru ótvíræðir en það hvernig við öðl- umst meira sjálfstraust getur verið vandkvæðum bundið. Guy Winch er bandarískur sálfræðingur með yfir tuttugu ára reynslu. Nýverið rit- aði hann áhugaverða grein fyrir vef- síðu Ted, en margir þekkja eflaust Ted-fyrirlestrana sem taka á ýms- um áhugaverðum málefnum. Hann deildi með lesendum nokkrum at- riðum sem fólk getur gert sjálft til að efla sjálfstraust sitt og hvernig er best að glíma við þau andlegu högg sem geta á köflum gert okkur lífið leitt. n Notaðu jákvæðar staðhæfingar Stundum er sagt að maður sé það sem maður borðar en fullyrðingin að maður sé það sem maður hugsar á jafnvel enn betur við. Með jákvæðum staðhæfingum er átt við að maður fylli hugann af jákvæðum hugsunum þar til maður byrjar að trúa þeim. „Þetta er vinsæl leið þegar markmiðið er að efla sjálfstraustið, enda er hún einföld,“ segir Winch en bætir þó við að það skipti máli hvernig hugsanirnar eru settar fram. Þannig geti jákvæðar staðhæf- ingar gert einstaklingum með mjög lágt sjálfstraust erfitt fyrir. Winch mælir til dæmis með því að skipta út fullyrðingu eins og: „Mér mun ganga vel“ fyrir hófstilltari fullyrðingu eins og: „Ég mun ekki gefast upp heldur halda áfram að reyna þar til mér gengur vel.“ Einbeittu þér að því sem þú gerir vel Winch segir að sjálfstraust einstaklinga eflist þegar þeir hlutir eru framkvæmdir sem viðkomandi veit að hann hefur hæfileika í. Winch hvetur fólk til að koma auga á styrkleika sína og leggja rækt við þá. Ef þú ert góð eða góður í hlaupum, skráðu þig í þá í hlaupaklúbb. Ef þú ert góður kokkur, haltu þá fleiri matarboð. Lykilatriðið, segir Winch, er að finna hvar hæfileikarnir liggja og koma auga á tækifærin til að rækta þá. Lærðu að taka hrósi Þegar okkur líður illa í eigin skinni, af einhverjum ástæðum, getur verið erfitt fyrir aðra að draga okkur upp úr svaðinu, ef svo má segja. Þegar svo ber undir eigum við það til að verða ómóttækileg fyrir hrósi og jafnvel afskrifa það sem lygar eða órökstudda fullyrðingu sem sett er fram til þess eins að okkur líði betur. Winch segir að í stað þess að gera það eigi fólk að læra að taka hrósi og nota það til að byggja sig upp. Sumir eiga erfitt með að taka hrósi, fara jafnvel hjá sér eða hlæja vandræðalega, þegar það kemur. Winch segir að fólk eigi að temja sér að þakka alltaf fyrir hrósið. „Hvötin til að hlæja eða fara hjá sér þegar hrósið kemur mun á endanum hverfa, sem aftur er merki þess að þú sért farinn að trúa því sem er sagt við þig,“ segir Winch. Ekki rífa þig niður Flest okkar eru þannig úr garði gerð að okkur líður illa þegar sparkað er í liggjandi mann, hvort heldur sem er í orði eða á borði. Af hverju ættum við að gera okkur sjálfum það? Þegar sjálfstraust okkar er lítið eigum við til að gera einmitt þetta; stunda sjálfsniðurrif svo okkur líði jafnvel enn verr. Winch segir mikilvægt að fólk búi yfir réttu verkfærunum til að eiga við þetta og stunda eins konar hluttekningu með sér sjálfu. „Þegar þitt innra sjálf byrjar á niðurrifinu, spurðu sjálfan þig hvort þú myndir undir einhverjum kringumstæðum segja þessa hugsun upphátt við besta vin þinn. Lík- lega ekki, ekki satt?“ Winch segir að við eigum það til að vera hluttekningarfyllri gagnvart náunganum, vin- um eða fjölskyldu, en okkur sjálfum. Hann hvetur fólk til að hafa þetta í huga, þá sérstaklega spurninguna hér að framan, þegar við byrjum að rífa okkur niður. Minntu þig á hvers virði þú ert Þegar sjálfstraust okkar bíður hnekki, af einhverjum ástæðum, segir Winch að besta leiðin til að endurheimta það sé að minna sig á hvers virði maður er. Hann nefnir sem dæmi erfið sambandsslit sem geta skaðað sjálfs- traust okkar. Í stað þess að rífa sig niður og telja sjálfum sér trú um hversu ómögulegur maki maður var, mælir Winch með því að fólk setji saman lista yfir þau atriði og þá kosti sem einmitt gera mann að góðum maka. Og ef maður fær ekki stöðuhækkunina í vinnunni, sem maður vonaðist eftir, mælir Winch með því að maður riti niður þá kosti sem maður býr yfir sem gera mann að verðmætum starfsmanni. Ef þú ert áreiðanlegur starfskraftur eða trúr þínum vinnuveitanda, skrifaðu það niður. Skrifaðu eina eða tvær málsgreinar um það hvers vegna þínir eiginleikar séu mikilvægir og af hverju þeir skipta máli. Það krefst vinnu að byggja upp sjálfstraust, en Winch bendir á að ávinningurinn af því sé ótvíræður. Guy Winch Segir að ýmislegt sé hægt að gera til að efla sjálfstraustið. Það krefjist þó nokkurrar vinnu.Þessi fimm einföldu atriði hjálpa þér að bæta sjálfs- traustið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.