Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2017, Blaðsíða 14
Helgarblað 10.–13. mars 201714 Fréttir
Á
áramótunum árið 1996
voru tvær fjölskyldur sam-
ankomnar til þess að fagna
nýju ári á heimili í ótil-
greindu bæjarfélagi. Þessar
tvær fjölskyldur höfðu hist reglulega
á þessum tímamótum og fögn-
uðu ávallt saman komu nýs árs. Í
báðum fjölskyldunum voru börn
og kom þeim vel saman. Þessi ára-
mót áttu þó ekki eftir að enda með
gleði og flugeldum eins og síðustu
ár. Þessi áramót komst upp um
ógeðslegt leyndarmál sem annar
faðirinn hafði haldið leyndu í mörg
ár. Ítrekaða misnotkun á yngsta
barni sínu, ungri stúlku sem þá var
orðin þrettán ára gömul. En hvernig
komst upp um leyndarmálið? Var
yngsta barnið hans það eina sem
hann misnotaði?
„Ég gleymi aldrei þessu kvöldi,
þann 31. desember árið 1996. Þetta
var ekki bara kvöldið sem upp
kemst um kynferðislega misnotkun
á systur minni heldur er þetta líka
kvöldið sem ég áttaði mig á því að ég
var ekki eina barnið hans sem hann
nauðgaði reglulega,“ segir Hjörleifur,
verkamaður á fertugsaldri sem nú
er búsettur í Reykjavík.
Hjörleifur bjó lengst af ásamt fjöl-
skyldu sinni í umræddu ótilgreindu
bæjarfélagi en þar rak móðir hans
verslun og faðir hans vann þar. Út á
við leit þessi fjölskylda ekki út fyrir
að vera frábrugðin öðrum, bæði
börnin stunduðu skóla og þrátt fyrir
örlitla þroskaskerðingu hjá systur
Hjörleifs þá virtist ekkert vera að.
Þroskaskerðing systur hans var þó
eitthvað sem skólayfirvöld höfðu
sýnt áhuga en hún hafði þó ekki
fengið neina sérstaka greiningu.
Örlagarík áramót
En aftur að þessu örlagaríka kvöldi
þann 31. desember árið 1996. Báðar
fjölskyldurnar höfðu borðað og
krakkarnir léku sér saman um allt
hús og virtist gleðin allsráðandi.
Allt þar til faðir Hjörleifs vildi fara
að koma sér heim og kallaði fjöl-
skylduna að útidyrum hússins.
Móðir Hjörleifs fór að taka sig til
fyrir bílferðina heim en börnin tvö,
Hjörleifur og systir hans, sýndu
engan vilja til þess að fara heim og
létu sem þau heyrðu ekki köll föður
þeirra sem sagði ítrekað: „Krakkar,
nú skulum við koma heim og drífa
okkur í háttinn.“
„Það var ástæða fyrir því að ég
vildi ekki fara heim þetta kvöld en
ég hélt að ástæða þess að systir mín
vildi ekki fara heldur væri einfald-
lega sú að það var gaman að leika
sér þarna. Það var hins vegar ekki
ástæðan eins og báðar fjölskyldurnar
komust að þarna í anddyri hússins.
Pabbi var orðinn frekar pirraður á
því að bíða eftir okkur krökkunum og
var því orðinn dálítið hvass í skipun-
um og róminn hækkaði hann í hvert
skipti,“ segir Hjörleifur sem á þess-
um tímapunkti var sjálfur farinn að
leita að skónum sínum og úlpu og
gera sig tilbúinn til heimferðar.
Systir Hjörleifs, sem var tveimur
árum yngri en hann, stóð þó fast á
sínu og vildi ekkert fara heim með
foreldrum sínum. Faðir Hjörleifs er
þá sagður hafa snöggreiðst og spurt
systur hans af hverju hún vildi ekki
koma heim.
„Því þú ert alltaf að nauðga mér!“
„Þá sagði systir mín orðrétt: „Því þú ert
alltaf að nauðga mér!“ og strax eftir að
hún sagði þetta þá mátti heyra saum-
nál detta. Andlitin á þeim fullorðnu
sem stóðu í kring urðu hvít af losti og
ég sjálfur átti erfitt með andardrátt. Ég
vissi ekki mitt rjúkandi ráð. Þarna var
systir mín að stíga fram og viðurkenna
að pabbi minn hefði misnotað hana.
Nauðgað henni. Nauðgað henni al-
veg eins og hann hafði nauðgað mér.
Mamma brotnaði að sjálfsögðu saman
en fólk virtist taka þessu með smá
fyrir vara og þannig sannfærði pabbi
mömmu á sínum tíma; að þetta væri
bara vitleysa. Hann hefði aldrei gert
neitt svona við systur mína og þetta
væri bara einhver mótþrói,“ segir Hjör-
leifur.
En af hverju steig Hjörleifur
ekki fram á sama tíma og sagði frá
þeirri misnotkun sem hann kveðst
hafa orðið fyrir af hálfu föður síns?
Af hverju studdi hann ekki þessar
ásakanir systur sinnar?
„Þetta var afskaplega erfitt og
skrítið tímabil. Ég átti í mikilli innri
baráttu við sjálfan mig og hvað ég
ætti að gera. Pabbi byrjaði að mis-
nota mig þegar ég var átta ára og
þá var systir mín fimm ára. Pabbi
hafði algjörlega heilaþvegið mig og
ég vissi ekki í hvorn fótinn ég átti
að stíga lengur. Í hvert skipti sem
misnotkunin átti sér stað þá var
mamma erlendis að versla inn fyrir
verslunina sem hún rak og þá nýtti
pabbi tækifærið. Þá vorum við ein
með pabba. Þá vorum við ein með
þessum sem við eigum að treysta
fyrir lífi okkar,“ segir Hjörleifur sem
er mikið niðri fyrir þegar hann ræðir
þetta og þurrkar tárin.
Ofurhetjan með skikkjuna
„Pabbi sagði við mig að þetta væri
eitthvað sem allir pabbar gerðu
með börnunum sínum. Síðan byrj-
aði hann að klæða mig úr buxunum
og bað mig að klæða mig úr öllum
fötunum. Þetta byrjaði með káfi og
fitli. Hann nuddaði mig á miðsvæð-
inu og strauk á mér afturendann.
Allan tímann sagði hann að þetta
væri bara eðlilegt. Ég var bara átta
ára. Auðvitað trúði ég honum. Hann
var ofurhetjan mín með skikkjuna,“
segir Hjörleifur og grætur.
Hjörleifur segir að faðir hans hafi
byrjað að misnota hann árið 1989
og að misnotkunin hafi staðið yfir í
sex ár eða allt til ársins 1995. Þá var
Hjörleifur aðeins fjórtán ára gamall
og stutt í fermingu.
„Þessi áramót breyttu öllu. Þarna
var eitt ár frá því pabbi nauðgaði
mér síðast og á þessum tímapunkti
hafði ég ekki hugmynd um að hann
væri að misnota systur mína líka.
Pabbi fór að sjálfsögðu ekki heim
með okkur þetta kvöld. Við gistum
hjá ömmu og hann fór heim. Næstu
daga og vikur fór lögreglan að rann-
saka málið og þá var ég einmitt
spurður að því hvort ég hefði ein-
hvern tímann verið misnotaður og
ég sagði nei og þar við sat. Það var
enginn sálfræðingur kallaður til eða
ég fluttur í sérstakt barnahús eða
verndað umhverfi svo hægt væri að
ræða við mig. Sem betur fer er verk-
lag lögreglu þegar kemur að svona
málum í dag töluvert þróaðra en
það var þá. Það getur vel verið að
ég hefði sagt frá öllu á þessum tíma
ef einhver fagaðili hefði spurt mig
meira út í það en þetta var bara ein
spurning og ég svaraði neitandi og
þar við sat,“ segir Hjörleifur sem
reyndi að gleyma þessu öllu saman.
Á sambýli
„Þetta var náttúrlega að eyðileggja
líf mitt á þessum tíma. Ég átti erfitt
uppdráttar í skóla og við systkinin
höfðum fengið okkar skerf af ein-
elti í gegnum skólagöngu okkar.
Systir mín varð fyrir miklu einelti
og þá sérstaklega vegna þess að
hún þótti skrítin en enginn vissi þó
af hverju. Enginn vissi að systir mín
var svona því pabbi okkar hafði
misnotað hana reglulega í fjölda-
mörg ár. Nauðgað henni í fjölda-
mörg ár,“ segir Hjörleifur sem vill
þó ekki tala mikið um systur sína,
hún sé enn að glíma við alvarlegar
„Af hverju nAuðgAðir
þú mér pAbbi? ég vAr
8 ÁrA, ég treysti þér!“
n hjörleifur segist hafa verið átta ára þegar faðir hans nauðgaði honum fyrst n systir hans er á sambýli eftir misnotkun
Atli Már Gylfason
atli@dv.is
„Andlitin á
þeim full-
orðnu sem stóðu í
kring urðu hvít af
losti og ég sjálfur
átti erfitt með
andardrátt
Skilar skömminni Hjörleifur
segist ekki ætla að láta misnotkun-
ina stjórna lífi sínu lengur. Nú skal
skömminni skilað. Skömminni skal
skilað til pabba. Mynd HeiðA HelGAdóttir