Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2017, Blaðsíða 38
Helgarblað 10.–13. mars 201734 Skrýtið Sakamál
Hver flutti líkið?
n Pascale Defolie hvarf fyrirvaralaust n Lík hennar fannst þremur árum síðar
L
ögreglan í belgíska þorpinu
Dison var ekki í vafa um
að Pascale Defolie, 33 ára,
tveggja barna móðir, væri
ekki lengur í tölu lifenda.
Fjölskylda Pascale hafði, 13. mars
2003, tilkynnt lögreglunni að hún
væri horfin og það voru engar ýkj-
ur því hálfu ári síðar hafði hvorki
fundist af henni tangur né tetur.
Ári eftir að Pascale hvarf var lög-
reglan þess fullviss að eitthvað illt
hefði komið fyrir Pascale og einu og
hálfu ári eftir hvarfið taldi hún víst,
sem fyrr segir, að Pascale væri látin.
En hvar var líkamsleifar hennar að
finna?
Líksins leitað
Pascale hafði síðast sést á lífi við
vatn við Gileppe-stífluna og í júlí
2004 einbeitti lögreglan sér að
svæðinu þar í grennd. Kafarar leit-
uðu í vatninu og fundu eitthvað,
en yfirvöld ákváðu að upplýsa ekki
nánar um hvað rekið hefði á fjörur
hennar.
Þó var ljóst að ekki var um lík
Pascale að ræða og fór sá orðrómur
á kreik að lík einhvers annars hefði
fundist. En allt um það.
Eiginmaðurinn handtekinn
Lík eða ekki lík, lögreglan hand-
tók Francesco Licata, 45 ára, og í
desember 2004 var hann ákærð-
ur fyrir morð á Pascale. Umrædd-
ur Francesco, sem reyndar var
eiginmaður Pascale, viðurkenndi
síðar að hafa kyrkt hana og flutt lík-
ið, með aðstoð mágs síns. Höfðu
þeir félagar grafið líkið skammt frá
orkuveri Dison.
Reyndar gat Francesco ekki gef-
ið lögreglunni nákvæmar upplýs-
ingar um staðsetningu grafarinnar.
Gröf en ekkert lík
Ekki einfaldaði það leitina að líki
Pascale að eftir að Francesco gróf
það hafði hluti orkuversins verið
jafnaður við jörðu vegna breytinga.
Lögreglan gróf hér og þar en án ár-
angurs og greip þá til þess ráðs að
beita fyrir sig leitar-
hundum sem voru
sérstaklega þjálfað-
ir til að finna niður-
grafnar líkamsleifar.
Hundarnir fundu
stað þar sem ein-
hvern tímann hafði
legið lík, en þegar
þarna var komið
sögu var ekkert slíkt
að sjá.
Ættingi leysir
gátuna
Liðu nú nokkrir tíð-
indalitlir mánuðir
en þá bar svo við að
ættingi Francesco
leysti gátuna. Hann
upplýsti lögregluna
um að vissulega
hefði Francesco
grafið lík eiginkonu
sinnar við orkuverið.
En þegar Francesco
varð þess áskynja
að byggingafram-
kvæmdir væru í bí-
gerð hefði hann
brugðið á það ráð
að grafa líkið upp og
hola því niður í garði yfirgefins húss,
ekki langt frá heimili hans sjálfs,
sagði þessi ónafngreindi ættingi.
Líkið finnst
Og viti menn, eftir þriggja ára
árangurslausa leit fundust loks
líkams leifar Pascale Defolie.
Reyndar hefur Francesco alla tíð
þvertekið fyrir að hafa flutt líkið
frá orkustöðinni í garðinn og eftir
stendur spurningin: ef ekki hann
– hver þá? Árið 2007 var réttað yfir
Francesco og var hann sakfelldur
fyrir morðið á eiginkonu sinni. n
Pascale Defolie Lengi vel var allt á huldu um afdrif hennar.
„Brá
hann
á það ráð að
grafa líkið
upp og hola því
niður í garði
yfirgefins húss.
L
ögregluyfirvöld í Clark County
í Nevada leita enn að konu,
Andreu Heming, að nafni sem
setti eitur í morgunkorn eigin-
manns síns.
Tvö ár eru liðin síðan Heming
viðurkenndi að hafa notað svonefnda
bórsýru sem hún setti meðal annars
í Lucky Charms-morgunkornið sem
eiginmaður hennar, Ralph, borðaði.
Bórsýra getur haft skaðleg áhrif á lík-
amann, en hana má meðal annars
finna í skordýraeitri.
Ástæðan fyrir því að Andrea
eitraði fyrir eiginmanni sínum er sú
að hún vildi ekki stunda með honum
kynlíf. Taldi hún að eitrið myndi
verða til þess að honum gæti ekki
risið hold. Fyrir dómi kom fram að
markmiðið hefði ekki verið að koma
eiginmanninum fyrir kattarnef, þó
ef til vill hafi ekki mátt miklu muna.
Ralph var með látlausan niðurgang
í sex mánuði, var orkulaus og svaf
mikið auk þess sem hann fékk reglu-
lega blóðnasir.
Þegar kveða átti upp dóm í málinu
var Andrea hins vegar á bak og burt
og hefur ekkert sést til hennar síðan.
Varla þarf að taka fram að Andrea og
Ralph eru ekki lengur hjón. n
Eitraði fyrir
eiginmanninum
Leigumorðingi
tekinn af lífi
Bandaríkjamaðurinn Rolando
Ruiz var tekinn af lífi á dauðadeild
í Texas í vikunni, 25 árum eftir að
hann var sakfelldur fyrir morð á
29 ára konu, Theresu Rodriguez.
Theresa var skotin til bana fyrir
utan heimili sitt árið 1992 þegar
hún steig út úr bifreið sinni. Með
henni í för var eiginmaður hennar
og mágur sem sluppu ómeiddir.
Síðar kom í ljós að umræddur
eiginmaður hafði greitt Rolando
fyrir að myrða eiginkonuna. Fékk
hann greidda tvö þúsund Banda-
ríkjadali, tæpar 220 þúsund krón-
ur á núverandi gengi. Vildi eigin-
maður Theresu fá greidda út
líftryggingu eiginkonu sinnar þar
sem hann taldi sig vera í fjárþörf.
Rolando hafði dvalið á dauða-
deild í 25 ár og reyndu verjendur
hans hvað þeir gátu að fá dómn-
um breytt í lífstíðarfangelsi. Þeir
höfðu ekki erindi sem erfiði og
hafnaði dómari umleitunum verj-
anda hans aðeins örfáum klukku-
stundum áður en dauðadómnum
var framfylgt.
Rolando sagði, áður en eitri
var dælt í líkama hans, að hann
sæi eftir gjörðum sínum. „Ég vona
að þessi endalok færi ykkur frið,“
sagði hann við aðstandendur
Theresu sem fylgdust með síðustu
andartökunum í lífi hans.
Þess má geta að eiginmaður
Theresu og mágur hennar fengu
báðir lífstíðardóma fyrir aðild
sína að morðinu. Mágurinn, Mark
Rodriguez, fékk reynslulausn árið
2011 en eiginmaðurinn, Michael
Rodriquez, var dæmdur til dauða
eftir að hann slapp úr fangelsi,
ásamt sex samföngum, árið 2000
og myrti lögregluþjón. Michael
var tekinn af lífi árið 2008.