Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2017, Blaðsíða 47
Helgarblað 10.–13. mars 2017 Menning 43
leynilöggur, dráp, eiturlyfjavandamál
og svo framvegis. Karlarnir laumast
í þessar sögur. Framan á eru menn
með byssur og blaðið er svart, þannig
að það höfðar meira til þeirra. Karl-
arnir kaupa líka frekar rafbækur því
það getur enginn séð hvað þeir eru
að lesa í iPadinum.“
Hún segir það annars vera fólk úr
öllum stigum samfélagsins sem sæki
í bækurnar. „Menntun virðist ekki
skipta máli, það er engin tenging.
Þeir sem eru meira menntaðir og í
hærri stöðum eru oft þreyttir þegar
þeir koma heim og vilja hvíla heil-
ann. Það er nefnilega gott að lesa
þetta fyrir svefninn þá þá sofnar þú
í friði. Ég átti til dæmis í samtali við
lækni sem sagði þetta bara vera eins
og svefnpillu. Þú einbeitir þér að
lestrinum og gleymir öllum vanda-
málum þínum á meðan.“
En nú er mikið talað um minnk
andi lestur í samtímanum. Er að eiga
sér stað einhver endurnýjun í lesenda
hópnum?
„Já, en það er miklu minna en
áður. Ég veit samt til þess að sumir
unglingar byrja að lesa bækurnar hjá
mömmu sinni eða í sumarbústaðn-
um hjá ömmu. Unga fólkið byrjar
svo oft aftur að lesa um þrítugt. Þá er
komið meira stress og þá koma kon-
urnar inn aftur. Þá eru þær kannski
komnar með börn og vilja fá þessa
gleði. En karlarnir kíkja í sumarfrí-
inu.“
Þú segir að alls konar fólk lesi
sögurnar en hvernig hafa viðbrögðin
verið í bókmenntaheiminum?
„Það hafa alltaf verið fordómar.
Þetta þykja ekki bókmenntir. En ég
spyr þá hvað eru bókmenntir? Þetta
er bara snobb!“
Hefur þú þá aldrei fengið neinar
jákvæðar athugasemdir frá frammá
fólki úr bókmenntaheiminum?
„Nei, nei, nei. Aldrei fengið neitt
jákvætt. Þetta þykir ekki merkilegt, er
ekki hluti af elítunni. Svo er ég ekkert
góður gemsi í augum forlaganna –
þeim finnst þetta of ódýrt. Það væri
auðvitað betra að hafa þetta dýrara.
En við viljum hafa bækurnar nógu
ódýrar svo allir hafi efni á að kaupa
þær, og þær þurfa að vera nógu litlar
til að það fari ekki mikið fyrir þeim.
Það sé hægt að setja þær í veski eða
vasann.“
Fallegt klám
En ef við snúum okkur að sögunum
sjálfum. Hvað gerir góða ástarsögu?
„Í fyrsta lagi þarf að vera efni í
henni. Á blaðsíðu 15 þarf að vera
komin spenna. Það er rómantíkin
sem við stílum inn á, en oft er við
einhver vandamál að etja. Sagan
þarf líka að ganga upp. Fólk á að ná
saman í lokin. Allar mínar bækur
enda vel. Maður er ekki skilinn eftir í
uppnámi – ekki þannig að maður viti
ekki hver endirinn er. Við erum að
lesa til að öðlast gleði, en ekki til að
fá ný vandamál. Þetta er það sem við
viljum í lífinu og bækurnar eiga ekki
að vera neitt öðruvísi að þessu leyti.
Við viljum hitta maka sem hentar
okkur vel, viljum búa til hreiður og
eiga börn, ef við getum, eða kannski
fósturbörn. Og svo viljum við að
börnunum okkar gangi vel. Þetta eru
bara frumhvatir.“
Hafa sögurnar breyst mikið í gegn
um tíðina?
„Já. Nútíminn kemur oft við sögu,
til dæmis þegar flóðin voru í New
Orleans, stríðið í Sýrlandi. En kúreka-
búgarðarnir í Bandaríkjunum eru
samt alltaf alveg lygilega vinsæl-
ir. Þessi litlu þorp í Bandaríkjunum
eru náttúrlega svolítið gamaldags,
en það er svo gott að gera sögur um
þetta, búgarðastríðin og „sherriffinn“
í smáþorpinu. Ég þarf eiginlega að
komast þangað, í þessi þorp og skoða
þau til að vita hvað ég er að tala um.“
En kynjahlutverkin, eru þau ekki
voðalega stöðluð?
„Sögurnar byggja á sterkum
karakterum. Þarna eru konur í
löggunni og hernum. En karlarnir
eru samt engir aular. Það er ekki
verið að niðurlægja neinn. Ef þetta
væri ekki svona myndu konur ekki
vilja lesa þetta. Þetta eru samt ekk-
ert endilega neinir sakleysingjar, það
eru vondir og góðar karlar. En það er
líka allur gangur á þessu, þetta geta
þess vegna verið hommar, sem eru
að ættleiða barn og svo framvegis.“
En svo er það kynlífið, það er náttúr
lega mikilvægur hluti af ástinni, hvern
ig er tekist á við það í Rauðu seríunni?
„Það er mikið kynlíf í sögunum,
en þetta er fallegt kynlíf. Kynlíf er fal-
legt. Það er bara hluti af lífinu og til-
verunni og þannig viljum við hafa
það. En þetta er ekkert drullukynlíf.“
Sem sagt ekkert klám?
„Bara fallegt klám,“ segir Rósa og
hlær.
En hvað með framhaldið, þú
verður sjötug síðar á árinu. Muntu
halda lengi áfram að gefa út Rauðu
seríuna?
„Þegar maður er kominn yfir sjö-
tugt þá verður þetta eflaust of mikil
vinna – þetta er 110 prósent vinna.
Þannig að ég þarf að skoða þetta. Ef
einhver vill kaupa þetta þá mun ég
skoða hvort ég geti hjálpað með það í
nokkur ár. En það er að minnsta kosti
skemmtilegt að vita til þess að þegar
ég verð dauð þá verða bækurnar
ennþá í fullu gildi.“ n
Litabreytingar í húð
Ör / húðslit
Húð með lélega
blóðrás / föl húð
Öldrun og sólarskemmdir
í húð / tegjanleiki húðar
Blandaða og feita húð /
stíflaðir fitukirtlar
Hin upphaflega JURTA HÚÐENDURNÝJUN
Árangur um allan heim í yfir 50 ár. Máttur náttúrulegrar fegurðar
www.vilja.is
Leyndardómar Rauðu seríunnar
meira en 30 ár n Ástir, örlög og „fallegt klám“
„Allar
mínar
bækur enda
vel
Les að meðaltali fimmtán bækur á mánuði Í hverjum mánuði fer Rósa í gegnum fjölda bóka frá bandarísku útgáfunni Harlequin og
finnur bestu sögurnar til að gefa út á íslensku. Mynd Sigtryggur Ari