Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2017, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2017, Blaðsíða 18
Helgarblað 10.–13. mars 201718 Fréttir Erlent Hrina ofbeldisglæpa tengist alræmdum glæpasamtökum n MS-13 eru ein stærstu gæpasamtök heims n Áhyggjur af vaxandi ofbeldi Þ etta er skelfilegt og allt að því stjórnlaust,“ segir Edwin C. Roessler, lögreglustjóri í Fairfax-sýslu í Virginíuríki í Bandaríkjunum, í samtali við Washington Post. Bandarísk lög- gæsluyfirvöld hafa vaxandi áhyggjur af auknu ofbeldi sem tengist einu stærsta glæpagengi heims, Mara Salvatrucha, eða MS-13. Fjölmörg mál Fyrir skemmstu fundust líkams- leifar tveggja ungmenna í Virginia Park, en talið er að meðlimir MS-13 hafi myrt þau. Nokkrum mánuðum áður hafði ungt par verið myrt í þess- um sama garði og líkt og nú er talið að morðin tengist MS-13. Fleiri mál sem tengjast genginu hafa komið upp í Bandaríkjunum undanfarnar vikur. Tveir meðlimir samtakanna voru handteknir á dögunum, grun- aðir um rán og nauðgun á 14 ára stúlku í Houston og morð á annarri stúlku. Mennirnir, Diego Rivera og Miguel Flores, eiga yfir höfði sér dauðadóm. Í október voru um 35 meðlimir samtakanna handteknir á Long Island í New York grunaðir um morð og aðra glæpi og 16 til viðbótar voru handteknir á dögun- um grunaðir um morðin í Virginíu. Fylgist með börnum sínum Ekki hafa verið borin kennsl á líkams leifar þeirra tveggja sem fundust látnir í Virginíuríki í liðinni viku, en lík hinna tveggja voru af fimmtán ára stúlku og tuttugu og eins árs karlmanni. Roessler hvatti á blaðamannafundi foreldra til að fylgjast með börnum sínum og vera vakandi gagnvart þeim félagsskap sem börnin sækja í. Timothy Slater, fulltrúi bandarísku alríkislög- reglunnar, FBI, í Washington, sagði við Washington Post að gengjastarf- semi MS-13 væri mikil í nágrenni höfuðborgarinnar. Sömu sögu er að segja af Texas og New York. 30 þúsund meðlimir Talið er að meðlimir MS-13 á heims- vísu séu um 30 þúsund talsins, en samtökin eru með ítök víða í Banda- ríkjunum og Mið-Ameríku. Sam- tökin eiga rætur sínar að rekja til níunda áratugar liðinnar aldar þegar fjölmargir íbúar El Salvador flýðu heimaland sitt og settust að í Banda- ríkjunum eftir að borgarastyrjöld braust út í landinu. Margir settust að í Kaliforníu, Los Angeles og nágrenni, og var félagsskapurinn stofnaður til að vernda salvadorska innflytjendur fyrir þeim gengjum sem fyrir voru á svæðinu. Starfsemi samtakanna blés út á níunda og tíunda áratug liðinnar aldar og nú eru meðlimir frá mörgum ríkjum; El Salvador, Bandaríkjunum, Hondúras, Gvatemala og Mexíkó þar á meðal og eru samtökin með starf- semi í öllum þessum löndum. Margir undir lögaldri Sú hrina ofbeldisverka sem riðið hefur yfir í Bandaríkjunum að undanförnu er talin tengjast átök- um innan samtakanna. Leiðtogar MS-13 í El Salvador hafa kallað eftir breytingum á æðstu stjórn sam- takanna í Bandaríkjunum. Wash- ington Post greindi frá þessu og vísaði í hátt setta einstaklinga inn- an bandarísku löggæslunnar sem fylgst hafa með þróun mála. Þá hafi samtökin átt auðvelt með að safna nýliðum og þykja til dæmis ungir innflytjendur auðveld skotmörk samtakanna. Þannig hafi það kom- ið lögreglu á óvart hversu ungir einstaklingar væru meðlimir í sam- tökunum, oftar en ekki óharðnaðir unglingar. Þannig eru sex af þeim sem handteknir voru vegna morð- anna í Virginíu undir lögaldri. Féll úr náðinni Um miðjan febrúar fundust líkams- leifar hinnar 15 ára Damaris A. Reyes Rivas og hins 21 árs gamla Christian Alexander Sosa Rivas. Damaris hafði strokið að heiman um miðjan desember og segir móð- ir hennar við Washington Post að hún hafi lent í slagtogi með með- limum MS-13. Talið er að stúlkan hafi verið lokkuð að iðnaðarsvæði að kvöldi 8. janúar undir því yfir- skini að þar ætlaði hópur vina að reykja gras. Þegar þangað var komið var stúlkan leidd burt og hún spurð út í samband sitt við Rivas þar sem það hafði spurst út að þau ættu í ástarsambandi. Damaris er sögð hafa gengist við því og í kjölfarið verið stungin til bana. Nokkrum dögum síðar fannst svo lík Rivas, sem var meðlimur samtakanna en hafði fallið úr náðinni nokkru áður af ótilgreindum ástæðum. Alþjóðleg glæpasamtök Á undanförnum árum hafa fjöl- margir einstaklingar, með tengsl við MS-13, verið handteknir og dæmd- ir fyrir glæpi í Bandaríkjunum. Há glæpatíðni varð til þess að banda- ríska alríkislögreglan stofnaði sér- stakan vinnuhóp árið 2004 sem hef- ur það eina hlutverk að uppræta samtökin. Sem fyrr segir er talið að meðlimir séu um 30 þúsund, þar af eru um 6 þúsund í Bandaríkjunum, og þekkjast þeir oftar en ekki á húð- flúri eða fatnaði þar sem nafn sam- takanna kemur fyrir. Árið 2012 varð MS-13 fyrsta götugengið – og enn sem komið er það eina – sem komst á lista bandarískra stjórnvalda yfir alþjóðleg skipulögð glæpasamtök. Mikil ítök Á síðustu árum hafa bandarísk yfir- völd reynt ýmislegt til að stemma stigu við útbreiðslu samtakanna, meðal annars með því að vísa með- limum samtakanna úr landi. Það hefur aðeins stækkað vandamálið utan Bandaríkjanna, til dæmis í El Salvador þar sem samtökin hafa gríðarlega mikil ítök. Því hefur meira að segja verið haldið fram að aðgerðir Bandaríkjamanna hafi gert samtökin alþjóðleg, þúsund- ir meðlima hafi verið sendir aftur heim þar sem þeir héldu upptekn- um hætti. Í El Salvador er morð- tíðni enda ein sú hæsta í heiminum og að miklu leyti er rakin til með- lima MS-13. n Fyrir dómi Diego Rivera og Miguel Flores eiga yfir höfði sér dauðadóm. Þeir eru ákærðir fyrir morð á ungri stúlku og mannrán og nauðgun gegn annarri. Mynd Houston CHroniCle MS-13 virðast beita sífellt nýstárlegri að- ferðum til að hagnast á glæpum sínum. La Prense Gráfica, eitt stærsta dagblað El Salvador, greindi frá því fyrir skemmstu að lögreglan í El Salvador hefði upprætt hóp innan samtakanna nýlega sem neyddi ungar konur í hjónabönd. Þessar konur áttu svo að hvetja eiginmenn sína til að kaupa líftryggingu eftir að í hjónaband var komið. Meðlimir MS-13 myrtu svo eiginmennina og hirtu þá peninga sem fengust úr tryggingun- um. Þrjár konur, sem kallaðar voru svörtu ekkjurnar, voru handteknar þann 24. febrúar síðastliðinn en fimm manns, sem sagðir eru skipuleggjendur, ganga enn lausir. Upp komst um málið eftir að tvær konur stigu fram og sögðu lögreglu sögu sína. Þær sögðust hafa fengið vinnu við hreingerningar en síðan verið hnepptar í ánauð af meðlimum MS-13. Þær hafi verið neyddar til að ganga í hjónaband og meðlimir samtakanna sannfært verðandi eiginmenn um að kaupa líftryggingu, allt í þeim tilgangi að hjálpa þeim að komast til Bandaríkjanna. Ekki stóð steinn yfir steini og voru mennirnir myrtir af útsend- urum samtakanna. Talið er að MS-13 hafi þénað fleiri milljónir á þessu. einar Þór sigurðsson einar@dv.is Svörtu ekkjurnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.