Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2017, Page 8
Helgarblað 10.–13. mars 20178 Fréttir
→ Inni- og útimerkingar
→ Sandblástursfilmur
→ Striga- og
ljósmyndaprentun
→ Bílamerkingar
→ Gluggamerkingar
→ Prentun á símahulstur
→ Frágangur
... og margt fleira
Skoðaðu
þjónustu
okkar á
Xprent.is
SundaBorG 1, reykjavík / SímI 777 2700 / XPrent@XPrent.IS
Þórdís og Tom
tekin af dagskrá
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og
Tom Stranger munu ekki flytja
fyrirlestur á ráðstefnunni WOW
- Women of the World sem fram
fer í Lundúnum um helgina.
Þetta er ákvörðun forsvarsmanna
ráðstefnunnar til að bregðast
við undirskriftasöfnun en 2.300
manns mótmæltu því að fyrir-
lesturinn yrði haldinn.
Gagnrýnin sneri að því að
nærvera Stranger myndi vekja
upp vondar minningar hjá
þolendum kynferðisofbeldis.
Þórdís Elva og Tom hafa vak-
ið mikla athygli í kjölfar bókar
og fyrirlestra sem þau hafa
skrifað og flutt saman og fjallar
um reynslu þeirra af sáttar- og
ábyrgðarferli. Þórdís Elva hafði
samband við Tom mörgum árum
eftir að hann nauðgaði henni en
þá var hún 16 ára og hann 18.
Björn sýknaður
Héraðsdómur Reykjavíkur
hefur sýknað Björn Steinbekk
í miðasölumálinu svokallaða.
Fjölmargir Íslendingar
ferðuðust til Frakklands í fyrra
til að sjá leik gegn Frökkum í
átta liða úrslitum EM.
Fjölmargir Íslendingar, sem
keypt höfðu
miða, sátu eftir
með sárt ennið
þegar miðarnir
voru ekki
afhentir.
Héraðsdómur
féllst á að
Sónar Reykjavík ehf. hafi verið
seljandi miðanna, en ekki
Björn, jafnvel þótt Björn hafi
auglýst þá á sinni Facebook-
síðu. Kaupanda hafi mátt vera
ljóst að hann væri að kaupa
miðana af Sónar Reykjavík þar
sem peningurinn var lagður
inn á reikning félagsins.
Skólalóðir endurgerðar
Gert ráð fyrir 425 milljóna kostnaði
B
orgarráð samþykkti á fundi sín-
um á fimmtudag að bjóða út
framkvæmdir við endurgerð og
lagfæringar á lóðum sex skóla á
höfuðborgarsvæðinu; fjögurra grunn-
skóla og tveggja leikskóla. Kostnað-
aráætlun er 425 milljónir króna og
stendur til að hefja framkvæmdir í maí
næstkomandi og ljúka þeim í ágúst.
Um er að ræða framkvæmdir við
endurgerð og lagfæringar á lóðum við
leikskólana Bakkaborg og Fálkaborg.
Þá verða lóðir endurbættar við Foss-
vogsskóla, á báðum starfsstöðvum
Háaleitisskóla, Brúarskóla og Mela-
skóla. n
Þ
eir sem kvörtuðu undan
fjölda ferðamanna á
landinu í fyrrasumar þurfa
heldur betur að anda með
nefinu á þessu ári því sam-
kvæmt spá Íslandsbanka mun einn
af hverjum fimm einstaklingum á
landinu næsta sumar verða ferða-
maður. Þetta kemur fram í ítarlegri
skýrslu Íslandsbanka um íslenska
ferðaþjónustu á þessu ári sem
kynnt var á fimmtudag.
„Mikilvægi ferðaþjónustu í gjald-
eyrissköpun þjóðarbúsins, á vinnu-
markaði og í landsframleiðslu mun
þar af leiðandi enn aukast. Greinin
mun því halda áfram að auka um-
fang sitt í hagkerfinu og styrkjast sem
máttarstólpi í íslensku samfélagi. Ís-
landsbanki gefur í ár út skýrslu um
íslenska ferðaþjónustu í þriðja sinn.
Með útgáfunni vill Íslandsbanki
leggja sitt af mörkum við að upp-
lýsa um stöðu ferðaþjónustunnar.
Er það von okkar að skýrslan reynist
gagnleg og góð viðbót við þá miklu
umfjöllun sem greinin hefur alið af
sér og verðskuldar,“ segir í tilkynn-
ingu frá Íslandsbanka.
90 prósent með flugi
Fjölmargir áhugaverðir punktar eru
í skýrslunni en þar kemur meðal
annars fram að Íslandsbanki spá-
ir því að 2,3 milljónir ferðamanna
muni heimsækja Ísland á þessu ári
en það er fjölgun sem nemur um
þrjátíu prósentum frá síðasta ári.
Gangi spáin eftir mun ferða-
mönnum því fjölga um 530 þúsund
milli áranna 2016 og 2017 sem er
metfjölgun á einu ári hér á landi.
Þá segir einnig að rúmlega 90
prósent erlendra ferðamanna komi
til með að ferðast hingað með flugi
en til samanburðar má nefna að
þetta hlutfall er um 54 prósent í
öðrum ríkjum OECD. Hvað gistingu
varðar þá hefur það mikið verið
rætt að undanförnu hversu margar
Airbnb-íbúðir bjóðast nú ferða-
mönnum víðs vegar um landið en
samkvæmt skýrslunni velja hlut-
fallslega fleiri erlendir ferðamenn
að gista í íbúðarhúsi, orlofshúsi eða
heimagistingu og færri á hótelum
og gistiheimilum.
Airbnb flæðir yfir markaðinn
„Haldi gistiþjónusta í gegnum Air-
bnb áfram að vaxa líkt og á undan-
förnum árum má ætla að afkasta-
geta Airbnb í Reykjavík verði orðin
sambærileg við afkastagetu allra
hótela höfuðborgarsvæðisins til
samans á líðandi ári,“ segir í skýrsl-
unni.
Að meðaltali voru um þrjú
hundruð íbúðir í útleigu öllum
stundum á Airbnb á árinu 2015 og
um 809 á árinu 2016. Segir í skýr-
slunni að þetta sé fjölgun um 509
íbúðir en til samanburðar voru 399
fullgerðar nýjar íbúðir í Reykjavík á
árinu 2016.
„Fjölgun íbúða í heilsársútleigu
Airbnb hefur því verið talsvert um-
fram fjölgun nýrra íbúð í Reykjavík
yfir sama tímabil og þannig átt stór-
an þátt í mikilli hækkun íbúðaverðs
á svæðinu,“ segir í skýrslunni.
Þá hefur gistiþjónusta á lands-
byggðinni einnig vaxið hraðar en á
höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2013
en þær gistinætur, það er að segja
gistinætur á landsbyggðinni, eru
um þessar mundir rúmlega helm-
ingur allra seldra gistinátta á lands-
byggðinni. Þrátt fyrir það kemur
fram í skýrslunni að engu að síður
séu árstíðasveiflur enn vandamál
á landsbyggðinni þrátt fyrir að þær
hafi minnkað nokkuð á undanförn-
um árum. n
Stór hluti gjaldeyristekna á árinu kemur frá ferðamönnum sem hingað koma
Airbnb vinsælla en
hótelherbergi á Íslandi
Atli Már Gylfason
atli@dv.is
Vilja frekar Airbnb Samkvæmt skýrslu Íslandsbanka velja hlutfallslega fleiri ferðamenn að gista í íbúðarhúsi, orlofshúsi eða
heimagistingu. Mynd SiGtryGGur Ari