Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2017, Síða 6
Helgarblað 24.–27. mars 20176 Fréttir
„Skapa óviSSu og
ótta meðal íbúa“
Borgarfulltrúi segir að sala Seljahlíðar hafi verið „bókhaldsbrella“
Þ
etta er allt afskaplega loðið og
við fáum mismunandi svör úr
öllum áttum. Félagsbústað-
ir segjast ætla að fara í endur-
bætur á íbúðunum en úr
annarri átt heyrum við að koma eigi
fyrir helluborðum í íbúðunum og þá sé
málið leyst. Þessi vinnubrögð geta ekki
verið eðlileg og þau skapa óvissu og
ótta meðal íbúa og aðstandenda,“ seg-
ir baráttukonan Ingibjörg S. Finnboga-
dóttir, íbúi í Seljahlíð, í samtali við DV.
Blöskraði vinnubrögðin
Eins og DV hefur fjallað ítarlega um
þá keyptu Félagsbústaðir hf. þjón-
ustuíbúðirnar í Seljahlíð af Reykja-
víkurborg um áramótin. Málinu var
hraðað í gegnum borgarstjórn og ekki
var hlustað á úrtöluraddir minni-
hlutans sem vildu fresta málinu fram
yfir áramót og fara vandlega yfir alla
þætti þess án þess að vera undir tíma-
pressu. „Fulltrúar meirihlutans sögðu
þá að slík frestun kæmi ekki til greina
því þeir ætluðu sér að samþykkja yf-
irfærslu þessara eigna fyrir áramót og
gerðu þeir það á síðasta borgarstjórn-
arfundi ársins, 20. desember. Við
Sjálfstæðismenn studdum ekki málið
heldur sátum hjá við afgreiðslu þess
þar sem okkur blöskraði þessi vinnu-
brögð,“ segir Kjartan Magnússon,
borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Eykur á skuldsetningu
Að hans mati var tilgangurinn sá að
fá fram fjárhagsleg áhrif ákvörðunar-
innar fyrir áramót. „Ætlunin var að
mynda hagnað hjá borgarsjóði vegna
sölu eignanna til B-hluta fyrirtæk-
is. Félagsbústaðir munu hins vegar
fjármagna kaupin með lántöku og
því mun hagur Reykjavíkurborgar í
heild ekki batna með þessum bók-
haldsbrögðum. Skuldir samstæðunn-
ar munu aukast. Eins og áður segir þá
var tilgangurinn að bæta slæma stöðu
borgarsjóðs fyrir áramót en flýtirinn
var svo mikill og vinnubrögðin svo
óvönduð að ég er ekki einu sinni viss
um að það takist,“ segir Kjartan.
Fullyrt að áhrifin yrðu engin
Minnihlutinn í borgarstjórn lagði
fram fyrirspurn til skrifstofu borgar-
stjóra áður en salan gekk í gegn þar
sem óskað var eftir upplýsingum um
hvort og þá hvaða breytingar umrædd
eignasala kynni að hafa í för með sér
fyrir íbúa Seljahlíðar. Svarið barst
þann 28. febrúar 2017 og þá kom fram
að velferðarsvið Reykjavíkurborgar
hafi hingað til „niðurgreitt leigu hjá
hluta hópsins en eftir breytingarn-
ar á lögum um húsnæðisbætur sem
tóku gildi um síðustu áramót öðluð-
ust íbúar í umræddum búsetuúrræð-
um rétt á að sækja um sérstakan hús-
næðisstuðning til Reykjavíkurborgar.
Þar sem ekki er um leigusamninga
að ræða eins og í skammtímavistun-
um og vistheimilum barna er einung-
is um eignarhaldsskipti að ræða sem
hefur engin áhrif á þá sem nýta sér úr-
ræðin,“ segir í svarinu.
Íbúar þurftu að hafa
vit fyrir Félagsbústöðum
Eins og DV greindi frá í síðustu viku
þá standast þær fullyrðingar enga
skoðun. Staða íbúanna í Seljahlíð er
allt önnur eftir gjörninginn. Félags-
bústaðir ákváðu að segja upp leigu-
samningum íbúanna í Seljahlíð frá og
með 1. apríl og eftir tólf mánaða upp-
sagnarfrest mun leigan hækka um
80–125%. Það var gert í þeirri trú að
húsaleigubætur kæmu á móti hækk-
uninni. Ingibjörg benti hins vegar á að
samkvæmt lögum þá uppfylltu íbúð-
irnar ekki skilyrði í lögum um hús-
næðisbætur út af því að séreldunar-
aðstaða er ekki til staðar í íbúðunum.
Það virtist koma starfsmönnum Fé-
lagsbústaða í opna skjöldu og brást
fyrirtækið við með því að senda út
fréttatilkynningu vegna málsins.
Segja leiguna lága
Þar kom fram að ráðist verði í endur-
bætur á húsnæðinu og að íbúð-
irnar verði útbúnar þannig að þær
uppfylli skilyrði húsnæðisbóta. Þær
endurbætur eiga ekki að hafa áhrif
á ákvörðun leiguverðs. „Núverandi
húsaleiga í Seljahlíð er afar lág og
mun lægri en í öðrum þjónustuíbúð-
um á vegum Félagsbústaða, eða um
kr. 31 þúsund á mánuði með hita og
rafmagni. Húsaleiga í öðrum samb-
ærilegum þjónustuíbúðum í eigu Fé-
lagsbústaða er á bilinu kr. 63–76 þús-
und á mánuði án hita og rafmagns, en
þær eru misjafnar að stærð,“ segir í til-
kynningunni. Þar kemur einnig fram
að húsaleiga í Seljahlíð verði að með-
altali 72 þúsund krónur á mánuði
fyrir einstaklingsíbúð. „Uppfylli íbúi
tekju- og eignaviðmið til að fá hús-
næðisbætur greiðir hann, að teknu
tilliti til þeirra, 43 þúsund krónur á
mánuði í húsaleigu miðað við gild-
andi bótakerfi,“ segir enn fremur.
Loðnar útskýringar
og eignaupptaka
„Þeir vita ekki í hvorn fótinn þeir
eiga að stíga varðandi þetta mál
og það er óásættanlegt að lesa ein-
hverjar loðnar útskýringar í dag-
blöðum um einhverjar endurbætur
sem aldrei hafa verið kynntar eða
útskýrðar með neinum hætti. Íbú-
ar í Seljahlíð hafa ekki hugmynd um
hvernig Félagsbústaðir ætla að út-
færa þetta mál þegar vika er í að fyr-
irtækið segi upp leigusamningum
allra íbúa,“ segir Ingibjörg.
Þá ítrekar hún þá skoðun sína
að um eignaupptöku hjá hinu op-
inbera sé að ræða. „Það eru margir
sem dveljast hér sem eiga smá vara-
sjóð eftir að hafa selt fasteignirnar
sínar. Þessir aurar munu gera það
að verkum að þessir íbúar fá ekki
húsaleigubætur. Borgaryfirvöld eru
með þessum aðgerðum að seilast í
þessa sjóði. Ég er viss um að flest-
ir íbúar hér kjósa frekar að nota þá
peninga í að gera vel við sig og af-
komendur sína á meðan heilsan
leyfir. Þessi framkoma við aldraða
íbúa borgarinnar er til skammar,“
segir Ingibjörg ákveðin.
DV hefur ítrekað óskað eft-
ir nánari upplýsingum frá Félags-
bústöðum hf. varðandi málið en
engin svör fengið nema fréttatil-
kynninguna sem send var á alla fjöl-
miðla. n
Kjartan Magnússon Segir að sala
Seljahlíðar hafi verið bókhaldsbrella
meirihlutans.
Ingibjörg S. Finnbogadóttir Segir
óásættanlegt að íbúar í Seljahlíð séu engu
nær varðandi hugsanlegar endurbætur á
íbúðum þeirra þegar vika er í að leigusamn-
ingum allra verður sagt upp. Mynd SIgtryggur ArI
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is Seljahlíð Aldraðir íbúar
í þjónustuíbúðunum eru
afar ósáttir við vinnubrögð
Félagsbústaða og Reykja-
víkurborgar. Mynd SIgtryggur ArI