Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2017, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2017, Page 13
Helgarblað 24.–27. mars 2017 Fréttir 13 Eitt af sönnunargögnum í kærumálinu gegn lögreglunni vegna aðgerðanna á Strawberries eru myndskeið úr eftirlits- myndakerfi staðarins. Blaðamenn DV fengu við vinnslu þessarar umfjöllunar að sjá brot úr umræddum myndskeiðum sem sýna annars vegar það sem fullyrt er að séu óeinkennisklæddir lögreglumenn við barinn á kampavínsklúbbnum að panta sér og drekka ótæpilega af áfengi. Líkt og fram hefur komið fylgdu mynd- skeiðin kærunni til héraðssaksóknara síðastliðið sumar þar sem lögreglu- mennirnir voru sakaðir um að hafa verið drukknir við skyldustörf og framkvæmt fyrstu handtökur í málinu eftir að hafa setið að sumbli á staðnum. Mennirnir sjást panta sér og greiða fyrir fjölmarga bjóra og drekka þá. En ekki aðeins bjór, heldur í að minnsta kosti tvö skipti sjást mennirnir, sem fullyrt er að séu lögreglumenn, fá sér eitthvað sem líklega er koníak eða viskí í glas. Sjást þeir velta glasinu um í lófanum, þefa af því og drekka í botn. Að minnsta kosti einn mannanna virðist síðar vera orðinn áberandi ölvaður við barinn. Hitt sem myndskeiðin sýna er aðdrag- andi aðgerða lögreglu á Strawberries þar sem farið var í handtökur á starfsmönnum staðarins þegar verið er að loka umrætt kvöld. Þar sjást tveir menn, sem síðar er ljóst að eru lögreglumenn. Búið er að kveikja ljósin á staðnum vegna lokunar og dyravörður og barþjónar að vísa gestum staðarins á dyr. Annar lögreglumannanna er með bjórflösku í hönd þegar þeir ráðfæra sig hvor við annan, og miðað við það sem síðar gerist eru þeir að skipuleggja handtöku- aðgerðir. Lögreglumaðurinn með bjórinn í hönd, fær sér síðan gúlsopa, leggur flöskuna á barborðið og virðist líta eftir félögum sínum sem von er á. Eftir stutta stund snýr dyravörðurinn aftur í mynd eftir að hafa brugðið sér frá, en þá er annar lögreglumannanna að handtaka barþjón við barinn og dyravörðurinn athugar málið. Þá vindur sér upp að honum hinn lögreglumaðurinn sem nýbúinn var að leggja frá sér bjórflöskuna og grípur í frakka dyravarðarins sem bakkar. Einhver orðaskipti verða þeirra á milli en dyravörð- urinn virðist spakur og lítt ógnandi. Af myndbandinu verður ekki annað ráðið en að lögreglumaðurinn keyri dyravörðinn, sem var að hörfa aftur á bak, í jörðina, með þeim afleiðingum að hann fellur harkalega aftur fyrir sig á gólfið af nokkru afli. Lendir meðal annars illa á litlu sviði sem þar er. Myndbönd af þessum atvikum, sem blaðamenn DV hafa fengið að sjá, eru meðal þeirra gagna sem lögð voru fram með kæru um aðgerðir lögreglu. Sem fyrr segir eru lögreglumennirnir sakaðir um að hafa verið undir áhrifum áfengis við aðgerðirnar og handtökur í kjölfarið inni á staðnum. Umrædd myndbönd virðast renna stoðum undir þær ásakanir. n Eftirlitsmyndbönd sýna lögreglumenn panta og drekka fjölmarga bjóra n Dyravörður keyrður harkalega í gólfið Fóru í handtökur eftir drykkju Handtaka í gangi Hér má sjá þegar einn lögreglumannanna handtekur barþjóninn. Í forgrunni er lögreglumaður að þamba bjór sinn. Lögreglumaður á barnum Hér má sjá einn óeinkennisklæddu lögreglumannanna við barinn á Strawberries þjóra. Bjórinn sullast Hér eru lögreglumennirnir tveir, annar sullar niður drykk sínum og ekki verður um villst að hann er að drekka bjór. Dyravörður keyrður í gólfið Hér má sjá augnablikið þegar lögreglu- maðurinn, sem á fyrri mynd hafði verið að klára bjórinn sinn, gengur hart fram gegn dyraverði sem í þessum ramma er við það að skella harkalega í gólfið. „Niðurstaða úr athugun á þessu hlýtur að leiða eitthvað í ljós, hvaða ástæður liggja að baki því að þessir munir finnast ekki Verðmæti finnast ekki Eftir tálbeituað- gerðir lögreglu inni á Strawberries- staðnum voru eigandi og fjórir starfsmenn handteknir og framkvæmdar húsleitir. Lagt var hald á mikið af munum sem til stóð að gera upptæka. Munirnir hurfu síðan úr geymslum lögreglu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.