Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2017, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2017, Page 22
Helgarblað 24.–27. mars 201722 Umræða Á tímanum upp úr 1970 mátti greina bæði nýjungar og gerj- un í íslenskum skáldskap, þá rann upp gullöld sjálfsútgáf- unnar, ekki síst á ljóðabók- um, með nýrri prent- og fjölritunar- tækni, menntaskólablöð voru full af ljóðum og styttri prósum, og það var einhver gleði sem sveif yfir vötnum í þessu öllu, svo að kannski er ekki að undra að seinna var fundið upp sam- heitið „fyndna kynslóðin“ á suma af þekktustu höfundunum sem urðu til í þessari deiglu. Þetta hefur tals- vert verið rifjað upp í síðustu misser- um, meðal annars þegar hálf öld var liðin frá þekktasta viðburði þessara hræringa, upplestrardagskránni „Listaskáldin vondu“ sem sprengdi af sér stærstu sali, og svo vegna ný- legra afbragðsgóðra minningabóka bæði Sigurðar Pálssonar og Péturs Gunnarssonar. Skáld spruttu þá upp úr öllum lögum samfélagsins, jafnt úr skólum á ýmsum stigum og ólíkum stöðum og sömuleiðis beint af götunni eða óljóðrænum vinnustöðum, til dæm- is þar sem fiskur var veiddur eða verkaður. Einn sterkur þráður tengd- ist gamla menntaskólanum MR – kynslóð sem þar var við nám í kring- um 1970 lét mikið til sín taka með öflugri blaða- og bókaútgáfu og öðru þannig menningarstarfi sem vert er að minnast. En því kemur mér þetta í hug nú að það datt í hendur mínar á dögunum bók eftir mann sem lifði í þessum skáldskaparhræringum, en kom úr annarri átt og hefur ekki al- veg náð sömu skáldfrægð og sumir hinna, þrátt fyrir að eiga langan lista ýmiss konar útgáfurita: Hér er ég að tala um minningabók Ólafs Orms- sonar, Skáldaspegill. Einn af mílusteinunum á veg- ferð ungra skálda á umræddum tíma var tímaritið Lystræninginn, en í baksíðutexta bókarinnar Skálda- spegill segir meðal annars: „Hér er viðfangsefnið einkum tími Lystræn- ingjans á árunum 1974–83 þótt ýms- ir þræðir séu teygðir framundir okk- ar tíma. Rakin er ævintýraleg saga þessa merka menningartímarits og fjallað um fjölda íslenskra skálda og „Lengst af var hann mjög róttækur og vinstrisinnaður og vitn- ar í ljóð eftir sig þar sem er lína eitthvað á þessa leið: „Það vaxa hvergi rós- ir, nema í sporum Rauða hersins.“ Ástmegir og Skáldaspeglar Einar Kárason rithöfundur skrifar Þér að segja Ólafur Ormsson Það er alveg þess virði að skoða þessa bók Ólafs, sem reyndar er þriðja bindi endurminninga hans. Dagur Sigurðarson Dagur hafi á endanum sagt við MR-ingana, sinni hrjúfu röddu: „Nei, ætli ég verði ekki bara áfram í Lystræningjanum, með hinum tossunum.“ MynD KOlbrún bErgþÓrSDÓttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.